Vikan


Vikan - 24.12.1981, Blaðsíða 17

Vikan - 24.12.1981, Blaðsíða 17
Spennandi og vel skrifuðsakamálasaga sem gerist á Islandi. Einn mannanna hló. í sama bili rann einn kassinn til — og hláturinn breyttist í óttablandið varmðaróp, þegar kassabrúnin skall við jörðu. Mennimi stóðu sem frosnir stundarkorn, svo hló sami maður aftur, í þetta sinn taugaóstyrkur.... að jafna sig eftir það vafði Anna Jörgensdóttir mann sinn bjarnar- örmum, sneri sér því næst að Gaunt með það fyrir augum að gera honum sömu skil. Það varð honum til bjargar, að dyrnar opnuðust og mjóslegið, ólundarlegt andlit Peter Close birtist í gættinni. — Billinn með flutninginn til Álfa- borgar er kominn, sagði vélamaðurinn stuttaralega. — Ætlarðu að líta á þetta, áður en við fermum, Leifur? — Allt í lagi. Ég kem, sagði Leifur og glotti til Gaunts. — Þetta tekur ekki langa stund. Fáðu þér annan bjór. Það er best að þú komir með mér, Anna. Þau fóru út. Þegar Gaunt var orðinn einn, kveikti hann sér í sígarettu og gekk fram i auða aðalskrifstofuna, leit i kringum sig og andvarpaði. Opinbert erindi hans gekk að óskum, að tveimur dögum liðnum gæti aðallinn í Bucking- hamhöll andað léttar, laus við þetta vandræðamál. En hann var ekki laus við áhyggjur. Honum fannst sem tjald hefði verið dregið til hliðar, nægilega mikið til að hann hefði fengið hugboð um sérlega ógeðfelldan leyndardóm. Remembrancer hafði fyrirskipað honum að skipta sér ekki af því, sem honum kæmi ekki við. Hann yppti öxlum, dró aftur að sér sígarettureykinn og tók að svipast um í skrifstofunni. Dyr í hálfa gátt. baka til drógu að sér athygli hans. Hann leit inn í myrkvað herbergi, fann rofann, kveikti ljósið — og flautaði lágt. Hann hafði fundið fjarskiptatæki Arkival Air. Það var jafnvel stærra en honum hafði skilist, með ótal hólfum, skífum og tökkum, þögult og líflaust þessa stundina, en þrungið krafti til notkunar hvenær sem var. Þetta var skepnan, sem murkað hafði lífið úr Jamie Douglas. Hann stóð enn með samanbitnar varir yfir fjarskipta- tækinu og var að reyna að rifja upp það, sem hann hafði lært um slíka hluti í hernum, þegar hann heyrði fótatak að baki sér og sneri sér við. — Herra Gaunt. Inn gekk Anna Jörgensdóttir sínum léttu, fjaðurmögnuðu skrefum, sem hann furðaði sig alltaf jafnmikið á hjá þessari stóru konu. Hún brosti til hans, en brosið dapraðist þegar henni varð litið á fjarskiptatækið. — Þekkir þú til þessara hluta? Hann hristi höfuðið. — Mjög lítið. — Þetta varð Jamie að bana, sagði Anna Jörgensdóttir hljómlausri, en rólegri röddu. — Ég ætti þó að geta sýnt þér, hvers vegna Jamie var svo hreykinn af þessu. Hún gekk nær, hikaði andartak, ýtti síðan á nokkra takka. Tækið vaknaði til lífsins með lágværu suði, svo sneri hún skífu, og raddir hljómuðu um herbergið. — Radíóbylgjan, útskýrði hún stutt- lega. — Það eru fjórar radióstöðvar á landinu, allar samtengdar. Flest smærri þorpanna eru í þannig sambandi. Hér heyrum við svo í bátabylgjunni. Sverir fingur hennar sneru skífunni á nýjan leik, og hver röddin tók við af annarri i algjörum ruglingi, svo kveikti hún á enn einni bylgju. — Og hér höfum við flugumferðarbylgjuna. Enn ein röddin fyllti herbergið, fjar- lægari og með amerískum hreimi. Pan- Am 707 yfir miðju Atlantshafi á leið frá Ameríku til Evrópu að ræða við París. Gaunt kinkaði kolli hugsandi. — En innanlandsflugið notar væntanlega v.h.f. bylgju, sagði hann. — Já, ég skal sýna þér. Hún hrukkaði ennið og reyndi að átta sig. — Jamie var sérfræðingur í þessu, en ég er þó að minnsta kosti skárri við það en Leifur. Nýjar raddir bárust um herbergið, meðan hún sneri skífunni fram og aftur. — Á þessari bylgju er allt mögulegt, ekki bara flugumferðin. Bíddu við — Hún hló niðurbældum hlátri, þegar lág, blæbrigðasnauð rödd barst úr tækinu, talandi íslensku. — Mér datt það í hug. Þetta er Álfaborg. Þeir eru í beinu sambandi við skrifstofuna í Reykjavík að spyrja um flutninginn, sem við erum að taka í vélina núna. — Hvað eruð þið að flytja? spurði Gaunt, meðan blæbrigðasnauða röddin malaði áfram. — Mat, varahluti, þetta venjulega. Hún þagnaði, þegar önnur rödd svaraði á sömu bylgjulengd. Gaunt stirðnaði upp. Samtalið fór enn fram á íslensku, en það var ekki um að villast. Þetta var sama röddin og hann hafði fengið að heyra í símanum á hótelherberginu. Hann sá fyrir sér snjókarlinn og brotnu flöskurnar. — Hver talar núna? spurði hann ákafur. Anna Jörgensdóttir deplaði augunum. — Bara skrifstofan þeirra í Reykjavík. — Já, en hver talar? ítrekaði Gaunt. Veistu það? Hún kinkaði kolli. — Gunnar Birgis- son, framkvæmdastjórinn þeirra. Hún greip aftur um skífuna. — Kannski get ég fundið eitthvað meira spennandi. — Nei, vertu ekki að hafa fyrir því. Gaunt reyndi að vera eðlilegur, þótt hugur hans væri í uppnámi. Ef Gunnar Birgisson var maðurinn, sem hafði i hótunum við hann, og sá hinn sami starfaði fyrir Harald Nordur — hann komst ekki lengra í vangaveltum sínum, þar sem Anna hafði nú slökkt á tækinu. — Þakka þér fyrir, Anna, sagði hann. — En segðu mér, manstu á hvaða bylgjulengd Jamie hafði stillt, þegar hann fannst látinn? — Nei, en það leit út fyrir, að hann hefði bara kveikt á tækinu eins og af tilviljun. Svo herpti hún varirnar. — Lögreglan ætlaðist auðvitað til, að það væri bátabylgjan. Ég býst við, að þú vitir, hvað þeir segja um Ixif. —Sem gæti ekki með nokkru móti verið satt, sagði hann með hæðnislegum hátíðleika. — Hvernig leið annars Ernu frænku? Augu hennar stækkuðu, svo hló hún. — Herra Gaunt, þú getur liklega óþarflega nærri. Og eins og ég sagði Kristinu, þá ertu líka gæddur sann- færingarkrafti, sem hjálpar þér að komast yfir það, sem þú kærir þig um. Hún deplaði til hans auga. — Þú hefðir komist upp með sitt af hverju, ef ég hefði verið svona tíu árum yngri. — Heilum tíu árum? Gaunt brosti til hennar, en hugur hans var bundinn við annað. — Heldurðu, að Leifur sé enn úti i flug- skýlinu? Hún kinkaði kolli og hann fór þangað. Lítill vörubíll stóð við hliðina á annarri Cessnunni, og Leifur var ásamt tveimur mönnum að bera vörurnar af bílnum að vélinni, þar sem Pete Close sá um hleðsluna. Kristín var þar einnig að fylgjast með. Gaunt klappaði á öxl Leifs og bað hann að finna sig. — Það er laust sæti I flugvélinni. Væri þér á móti skapi að ég færi með I t>essa ferð? spurði hann. — Ja, sagði Leifur hikandi. — Nordur skrattakollur líður engar heimsóknir án hans leyfis. — Hann hefur allan rétt til þess, sagði Gaunt þurrlega. — En ég hef einnig minn rétt sem fulltrúi eigenda að fast að því helmingi þessa fyrirtækis. Varstu búinn að gleyma því? — Auðvitað ferðu, sagði Leifur fljót- mæltur. — Takk. Gaunt stakk höndunum í vasa sinn og horfði um stund á hleðslu vélarinnar. — Leifur, hvað varð um persónulegar eigur Jamie Douglas? Leifur glotti vandræðalega og klóraði sér á hökunni. — Við lentum í hálf- gerðum vandræðum, játaði hann. — Það var reyndar ekki um mikið að ræða. Ég gaf mest af því og lét öll persónuleg skjöl í hendur lögfræðings okkar. Ef það hefur verið rangt af mér... Gaunt hristi höfuðið. —Ég hef ekki 52. tbl. Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.