Vikan


Vikan - 24.12.1981, Blaðsíða 51

Vikan - 24.12.1981, Blaðsíða 51
Draumar Barneignir Kæri draumráöandV. Ég ætla að biðja þig að ráða fyrir mig tvo drauma. Sá fyrri var þannig aö mér fannst ég sjá lítinn eins árs strák í háu grasi og hann var að koma hlaupandi til min og kallaði alltaf,. mamma, mamma! ” Þessi litli strákur var með ofsalega Ijóst hár, nœrri hvítt. Hann var I fötum eins og Emil í Kattholti klæddist alltaf. Og svo var hann með derhúfu og I tré- klossum. Hann var pínulítill I grasinu. Það var mjög gott veður. Á eftir litla stráknum kom 5 ára gömul stelpa og kallaði líka til mín „mamma, mamma!” Ég tók litla strákinn I Jángið og leiddi stelpuna. Þá kom strákur sem við skulum kalla X og þá ruku börnin til stráksins sem kom labbandi á rnóti okkur og börnin kölluðu „pabbi, pabbi!" og hlupu i fangið á stráknum. Við gengum I þessu háa grasi, eöa þetta var eiginlega hveitiakur, held ég. Draumur 2: Ég var nýbúin að eignast lítinn strák sem var með svart hár. Hann var í bambuskörfu með hvítu tjaldi með bleikum litlum rósum i kring. Pabbi vildi endilega passa barnið og rak mig út í sjoppu til að kaupa barnamjólk og mat. Ég fékk ekki barnamat í pakka, bara dós, og ég fékk ekki barna- mjólkina. Pabba barnsins þekki ég voðalega lítið (við skulum kalla hann Y). Um kvöldið þegar ég var búin að svæfa barnið kom Y og var ofsa „happý” að vera búinn að eignast son. Ég leyfði honum að sjá hann og þá spurði Y hvort ég vildi giftast sér og ég sagði já. Svo fluttum við í nýja íbúð og vorum ofsa hamingjusöm. Nú vaknaði ég og pældi mikið í þessum tveim draumum sem ég vona að þú getir ráðið fyrir mig. Hvað þýðir að dreyma smábörn? Hvað þýðir fólk sem er dáið og mann dreymir en veit ekkerl hvaða fólk það er? Jæja, bless, ogfyrirfram þökk fyrir birtinguna, Ein sem biður spennt eftir svari. í þessum draumum sér draum- ráðandi mjög sterk áhrif frá ýmsu því sem hendir þig í daglega lífinu, sjónvarpi og draumum og eflaust einhverjum ástarsögum. En ráðningu skaltu samt fá og hér er hún: Þessir draumar eru báðir jákvæðir þótt ekkert bendi til frekara sambands þín og strákanna í draumnum. Framtíðin virðist brosa við þér og lítinn skugga bera þar á. Mjög er umdeilt hvort gott sé að dreyma smábörn en þó er venjarf að telja að fyrir góðu sé að dreyma „sveinbarn er sjálfur eigi” eins og það er stundum Stelpur þykja ekki eins góðar í draumum en draumráðanda þykja smábörn yfirleitt vera heldur góð draumatákn. Framliðið fólk er mjög algengt í draumum og fer mjög eftir samhengi draumsins og nöfnum fólksins hvort þeir draumar eru jákvæðir eða neikvæðir. Draumar sem dáið fólk er í eru þó að jafnaði frekar góðir draumar nema draumanöfnin séu sérlega slæm. Sár á brjósti Kœri draumráöandi. Viltu gjöra svo vel og ráða þennan draum. Mér finnst ég vera að skoða á mér brjóstið og sé pínulítið sár á brjóstinu, eins og eftir grófa nál. Ég tek plástur og set yjfir sárið og klæði mig svo. Þessa nótt dreymdi mig einnig foreldra mína (sem báðir eru dánir). Þau sátu þögul og þung- búin bæði þétt saman og voru uppábúin. Með kærri kveðju og þökk. Ein áhyggjufull. Draumráðanda er nokkur vandi á höndum með ráðningu þessa draums. Draumatáknin eru ekki í fullu samræmi hvert við annað en samt er rétt að kljást við þennan draum strax því ekki dugar að þú hafir óþarfar áhyggjur hans vegna. Draum- ráðandi skilur vel að hann valdi þér hugarangri. Þessi draumur er vissulega fyrir einhvers konar missi en plásturinn og það að þú klæðir þig í draumnum bendir til að ekki sé um dauðsfall að ræða, eins og annars hefði getað verið. Sumir segja reyndar að plástur sé fyrir veikindum á þeim stað sem plásturinn er settur en það virðist í ósamræmi við annað í draumnum og er ólíklegra en hitt að þú verðir fyrir einhvers konar missi sem þú kemst þó vel yfir. Heillatákn eru líka í þessum draumatáknum eins og til að segja að gæfan sé ekki langt undan þegar erfiðleikar steðja að. Nærvera foreldra þinna er einhvers konar aðvörun í draumnum og er þér finnst á einhvern hátt að þú getir sýnt gætni og fyrirhyggju, sér- staklega í sambandi við vanda- samar ákvarðanir, þá eru þau áreiðanlega að brýna fyrir þér fyllstu gætni. Þú ættir ekki að láta þennan draum angra þig mjög, hann er til leiðsagnar og segir þér annars vegar að það er ýmislegt sem þú getur gert, ef þú sérð fram á vanda, og hins vegar að þú átt gott framundan þó þú verðir fyrir einhvers konar missi, jafnvel að missir verði aðeins tímabundinn. Skop 5*. tbl. Vikan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.