Vikan


Vikan - 24.12.1981, Blaðsíða 38

Vikan - 24.12.1981, Blaðsíða 38
Höfundur: Margit Sandemo, myndskreytt af Verner Munch. - v iltu vera i fallega kjólnum, sem þú varst í á Majestic? bað hann. — Þú varst eins og ... eins og egypsk prinsessa í honum. Katja Ijómaði upp. — Fannst þér hann fallegur? Það er reyndar eins gott, því það er eini kjóllinn, sem ég get kallað reglulega fínan. Ó, Jonas, mig langar líka til að bjóða þér að borða einhvern tíma. Svona I þakklætisskyni fyrir allt. — Ég tek þig á orðinu. — Hvernig finnst þér buff tartar? — Ég veit ekki, sagði hann hikandi. — Síðast þegar ég fékk buff tartar, var það svo illa steikt. Hún hló innilega. — Veslingurinn! Líklega hentar ekki að bjóða þér upp á hrátt buff með hrárri eggjarauðu og hrá- um lauk. Ekki svona i fyrsta sinn að minnsta kosti. Venjuleg steik er líklega heppilegri. — Þú hefur áreiðanlega á réttu að standa. Hann sneri sér við I dyrunum og horfði á hana. Hann hafði slökkt öll ljós, nema á náttlampanum hennar, sem varpaði mildu ljósi á andlit hennar og hár. — Ég elska þig, Katja litla, sagði hann hljóðlega. Svo lokaði hann dyrunum á eftir sér. 9. KAFLI P RÓFDAGARNIR þrír liðu fljótt. Katja teiknaði og las, þangað til hún var orðin hundleið á hverri einustu persónu listasögunnar. Á kvöldin sótti Jonas hana og ók henni i skólann og sótti hana að prófinu loknu og var ekkert nema umhyggjan. Hann minntist ekki á ást. En Katja vissi, að svona gæti það ekki gengið til lengdar. Fyrr eða síðar yrði sprenging. Hún ákvað að bíða með áhyggjurnar, þar til að prófunum loknum. Jonas virt- ist hreykinn af hæfileikum hennar og af- ar áhugasamur um, að henni gengi sem best í prófunum. Einn daginn var komið með vinnustól til hennar. „Herra Callenberg bað okkur að fara með hann hingað,” sagði sendillinn frá búðinni. Hún var í vafa um, hvort hún gæti tekið við stólnum, en óneitanlega var hann betri en eldhúskollurinn. Jonas flaug mikið þessa daga. Hugs- anir hans snerust þó mest um Kötju, hann hugsaði um allt, sem hann langaði til að gera fyrir hana, og hjarta hans var barmafullt af gleði. Hultén lögregluforingi var hins vegar ekki jafnánægður. Honum hafði ekkert orðið ágengt með Svantesson forstjóra og loks neyðst til að láta hann lausan. Svantesson dvaldist nú í stórhýsi sínu, en var bannað að yfirgefa landið fyrst um sinn. Fullur af hefndarþorsta hafði hann skrifað yfirmanni Hulténs harðort bréf, og sá velti nú vöngum yfir því, LYKILLI hvort ekki væri réttast að leyfa Svantes- son forstjóra að hverfa aftur til Brasilíu og veita Hultén tiltal fyrir afglöp í starfi. Gegn Berra voru nægilega mörg ákæruatriði til að halda honum föngn- um, en nú var allt útlit fyrir, að Hultén yrði að láta Stickan og Birgit Karlsson laus. Og lykillinn, sem Berra hafði sótt á Stórtorgið forðum, var týndur og tröll- um gefinn. Leitað hafði verið rækilega bæði i hesthúsbyggingunni og i bíl Kötju, en árangurslaust. Það voru því heldur litlar horfur á þvi, að innihald hólfsins kæmi nokkurn tima í ljós. Það var því ekki að undra, þótt illa lægi á Hultén lögregluforingja. LoKS voru prófin búin. Katja var þreytt, en sæmilega ánægð eftir langan dag, sem hún hafði mátt eyða öllum í skólanum, niðursokkin í verkefnin. Hún hvíldi sig, áður en hún lagaði sig til fyrir veisluna. Henni var í mun að lita vel út þetta kvöld. Hún horfði gagnrýnin á spegil- mynd sina og kinkaði kolli viðurkenn- andi. Hárið glóði sem gull, og förðunin var óaðfinnanleg. Hún settist við borðið og skrifaði Jonasi bréf, meðan hún beið þess, að hann sækti hana. Hún var alvarleg i bragði. Hún skrifaði um samband þeirra. Þau yrðu að slíta því fyrr en síðar. Hún gæti ekki haldið áfram að hitta hann, það væri ekki sanngjarnt gagnvart honum. Hún fyndi, að tengsl þeirra væru orðin of náin. Hún treysti sér ekki til að bind- ast sterkari böndum. Eins og hún væri margbúin að segja honum, gæti hún aldrei gefið honum það, sem hann leitaði eftir, það, sem hann verðskuldaði. Hún treysti sér til þess að sigla framhjá meiriháttar vanda- málum i tilfinningalífinu, ef hún aðeins fengi að velja sína kunningja sjálf. Kunningja á borð við Göran. Nú hygð- ist hún snúa sér óskipt að framtíðarstarfi sínu sem teiknari, og kunningjana ætl- aði hún framvegis að velja með gát. Samband þeirra tæki um of á taugarn- ar, skrifaði hún. Hún væri sér þess fylli- Iega meðvitandi, hversu sterk áhrif hann hefði á hana. Það gæti aldrei endað nema á einn veg. Bæði yrðu fyrir djúp- tækum vonbrigðum. Þess vegna væri betra að slíta sambandinu núna. Þetta yrði að vera síðasta kvöldið þeirra saman ... Allt þetta skrifaði Katja, meðan hún beið þess, að Jonas sækti hana. Það var betra en að segja honum það. Hún fann, hversu miklu auðveldara hún átti með að tjá sig heldur en áður en hún hitti Jonas. Þeim árangri hafði hann þó náð. Nú heyrði hún fótatak hans fyrir utan dyrnar. Hjarta hennar tók á sprett. S VANTESSON forstjóridreyptiá glasi sínu. Honum leið vel. Allt virtist ætla að fara á hinn besta veg. Honum stóð meira að segja á sama, þótt ferðafrelsi hans hefði verið skert um skeið. Hann gat haldið áfram að stjórna fyrirtækinu, og innan tíðar yrði allt eins og áður, eins og ekkert hefði í skorist. Málið mundi fyrnast og gleymast. Lykillinn var týndur og engin líkindi til þess, að inni- hald hólfsins yrði uppvíst. Berra og Stick- an sátu inni og höfðu nóg með sig, þeir mundu aldrei ljóstra upp um hann. Hultén lögregluforingi hefði ekki annað en skít og skömm upp úr krafsinu. Þannig fór fyrir þeim, sem reyndu að troða Svantesson forstjóra um tær. Enginn sá við honum. Svantesson forstjóri hlakkaði til kvöldsins. Honum var boðið til veislu. Hann hafði kynnst ungri stúlku fyrir nokkrum vikum, sem hann hafði gaman af að sýna sig með. Að vísu var hann ekkert of spenntur fyrir listamannsórun- um í henni, en hún var ung og snotur og virtist hrifin af honum. Því þá ekki? Honum veitti ekki af upplyftingu eftir alla spennuna, sem óneitanlega hafði strekkt taugar hans síðustu daga. V EISLAN tókst með ágætum. Allir skemmtu sér vel, að minnsta kosti í fyrstu. Miriam var ein af boðsgestunum, og hún beinlínis át Jonas með augunum. Hann sýndi henni hins vegar fullkomið áhugaleysi, svo að jaðraði við ókurteisi. Það var augljóst, hver átti hug Jonas- ar. Hjarta Kötju var að því komið að springa. Augu Jonasar sögðu henni allt, sem hún þráði að vita, en þorði ekki að taka á móti. Katja hafði stungið bréfinu í vasa Jonasar, og hann gat ekki stillt sig um að lesa það. Hann var þungbúinn, þegar hann nálgaðist hana á ný, og hún las hugsanir hans. Hann dró hana með sér út úr danssalnum, þar sem illmögulegt 38 Vikan SZ. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.