Vikan


Vikan - 24.12.1981, Blaðsíða 19

Vikan - 24.12.1981, Blaðsíða 19
Framhaldssaga hlutverki skrifborös. Hann hleypti brúnum, þegar hann sá hríðskotariffil meðal haglabyssanna, sem stóðu í grind upp við vegginn. Hann sneri sér við, þeg- ar dyrnar opnuðust aftur. Enn einn úlpuklæddur náungi kom másandi inn, sparkaði aftur hurðinni á eftir sér, skellti þungum trékassa á borðið og sneri sér að Gaunt. — Ertu að hugsa um að slást í hóp- inn, herra Gaunt? spurði hann fjörlega, og glottið ljómaði á freknóttu andlitinu. — Edinborg verður orðin mér sem Para- dís eftir þetta hlutskipti. — Adam Lawton, hvern fjandann ert þú að gera hér? Gaunt starði á rauðhærða, unga manninn, sem var þegar kominn yfir að ofninum að verma sig. Faðir Adams Lawton var leigubílstjóri í Edinborg, en áður fyrr hafði hann verið undirforingi f hersveitinni, sem Gaunt tilheyrði. — Síðast þegar ég hitti gamla manninn sagði hann mér, að þú ynnir við land- mælingar. — Rétt er það, sagði Lawton og hélt sig þétt að ofninum. — Ég vinn fyrir verkfræðifyrirtæki, Commonwealth Engineering. — Og það sendir þig hingað? Gaunt lyfti brúnum i spurn. Commonwealth var eitt stærsta verk- fræðifyrirtæki Skotlands, sem tók að sér verkefni hvar sem eitthvað bitastætt var að fá. — Táknar þetta, að þú sért á upp- leið hjá þeim — eða eru þeir bara að reyna að losna við þig. Lawton sussaði á hann, gekk yfir að glugganum, opnaði á hann glufu, rýndi út, lokaði honum þvi næst aftur. — Sá erkiþrjótur Renotti er enn önnum kafinn við vélina, svo að ég get falið mig hérna ögn lengur. Hann dró upp sígarettur og kveikti í einni í flýti. — Þetta er ekkert lúxus- hótel, herra Gaunt. Ég hef verið hér í tvo daga, tilheyri fyrsta hópnum, sem kemur til að taka þátt í nýju námskeiði, og hér eru engin grið gefin. Þeir eru á hælunum á okkur frá morgni til kvölds og síðan frá kvöldi til morguns. í nótt eigum við að sofa í snjóhúsum uppi i fjalli. — Þetta styrkir manndóminn, svona rétt eins og laxerolía, muldraði Gaunt. — Þú mátt ekki gleyma því, að þú ert ungur maður á uppleið. - Ég? Lawton hristi höfuðið, svo sagði hann eftir stundarhik: — Það mun vera leyndarmál, en ég býst við, að mér sé óhætt að segja þér það. Commonwealth hefur gert samning um byggingu stórrar vatnsaflsvirkjunar í norðurhluta íslands, svo stórrar, að íslendingar eru með ráða- gerðir um að flytja umframraforku til Evrópu með neðansjávarkapli. Frá þessum samningi verður sagt innan tíðar, það er búiö að mynda starfshóp til að sjá um framkvæmdir, og ég er þar með. En svaðilfarir hef ég engar farið meiri en dagsferðir til Glasgow, svo að... — Það virðist því ekki svo vitlaust að senda þig hingað, sagði Gaunt, sem var orðiö ljóst, að sá rauðhærði hafði komiö sér betur áfram en honum hefði dottið í hug. —■ Adam, hvað finnst þér annars um þetta fyrirtæki hér? — Burtséð frá ýmsu smávægilegu, þá held ég megi segja, að ég hafi bara gaman af þessu, viðurkenndi Lawton glottandi. — Ég vinn með bandóðum Spánverja, Juan að nafni, það er kappinn, sem fylgdi þér hingað. — Hvað um leiðbeinendurna? — Harðir í horn að taka, en þeir virðast vita, hvað þeir eru að gera. SZ. tbl. Vlkan It
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.