Vikan


Vikan - 24.12.1981, Blaðsíða 40

Vikan - 24.12.1981, Blaðsíða 40
að búa í friði á minu einkaheimili, án þess að eiga á hættu innrás vafageml- inga, sem telja sér heimilt að snuðra í hvers manns híbýlum, að ekki sé minnst á þessar andstyggðar vinnuvélar, sem hafa umbylt gróðrarvin í moldarflag. Þeirri viðurstyggð er sem betur fer lokið, að því er mér skilst. — Ég er nú hræddur um, að þú sért ekki alveg sloppinn viö vinnuvélarnar, flýtti Göran sér að segja, áður en Katja kæmist að með einhver hvassyrði. — Ég frétti einmitt í dag, að til stæði að hefja gröft að nýju á svæðinu næstu daga, gæti jafnvel orðiö á morgun. En þar sem þú varst að sneiða að heimsókn Kötju í hesthúsbygginguna, leyfi ég mér að benda þér á, að hún var ekki gerð af eigin hvötum. Svantesson forstjóri hló hæðnislega. — Sei, sei, riddarinn snýst til varnar. Ekki vantar stúlkuna vinina! Segðu mér, þig vantar kannski kaldrifjaðan einkarit- ara á nýju lögfræðiskrifstofuna þína? — Þetta skeyti missti marks, herra forstjóri, sagöi Katja kuldalega. — Ég sagði sjálf upp starfi mínu hjá fyrirtæki þínu fyrir nokkrum dögum. Ég kýs heldur að starfa hjá heiðarlegu fyrir- tæki. En Göran veit, að ég sækist ekki eftir starfi hjá honum. Ég hef ekki stund- að nám í myndlistarskóla í þrjú ár til þess að setjast á lögfræðingsskrifstofu. Hinar stúlkurnar tvær vissu ekki, hvaðan á þær stóð veðrið. Þær þekktu ekki ástæðurnar til þeirrar óvildar, sem svo augljóslega lá í loftinu. Þeim létti mikið, þegar þjónn birtist í dyrunum og stefndi beint til þeirra. — Afsakið, sagði hann. — Það er síminn til Jonasar Callenberg. Er hann ...? — Það er ég, sagði Jonas, feginn að fá tækifæri tl að losna úr þessum félags- skap. — Kemurðu með, Katja? — Meðánægju, svaraðihún. Það var neyðartilfelli. Hjón úti á landi með sjúkt bam sem þurfti að komast strax undir læknishendur. — Ég ek þér heim fyrst, sagði hann við Kötju. — Nei, þér liggur á. Ég tek leigubil. Þau urðu samferða út á götuna. 1 sama bili rauk Svantesson forstjóri fram- hjá þeim. Ekki virti hann þau viðlits, enda mikill asi á honum. — Ég hringi til þín strax og ég kem aftur, sagði Jonas. — Æ, Jonas, til hvers? Er ekki best ...? — Nei, það er ekki best! Hélstu virki- lega, að ég mundi gefast svo auöveldlega upp? Hún andvarpaði. — Þetta er sjálfs- pynding, Jonas. En farðu nú, og gættu þín vel. Hann hló við. — Gættu þin sjálf, stúlka litla. — Ég er alltaf svo óróleg, þegar þú ert i burtu. Ég veit, að nú er ég ekki sjálfri mér samkvæm, en ég sakna þín alltaf. — Þú þyrftir aldrei að sakna mín í framtíðinni, ef þú bara vildir hlusta á mig. Þú fyndir mig við hliðina á þér á morgnana, þegar þú vaknaðir, og við gætum gætt hvort annars alla daga. — Ertu enn að æfa þig í bónorðum? — Nei, ég held ég megi heita fullæfð-. ur. Ég er harðákveðinn í því að komast yfir sveitabýlið þitt, hvað sem það kost- ar. Mundu það! Hún laut höfði, svo að hann sæi ekki framan í hana. — Farðu nú, Jonas. Þú veist, að það eru takmörk fyrir sjálfsstjórn minni. Hann stóð og horfði íhugull á hana. Einmitt þannig höfðu þau staðið á jám- brautarstöðinni, þegar hann skyndilega dró hana að sér og kyssti hana. Katja sneri sér við og flúði inn í leigubílinn. IC.ATJA var enn hálfsofandi, þegar hún tók upp símtólið. — Hæ! sagði Jonas, hress og kátur í bragði. —Ég er kominn aftur. Ætlaði hún aldrei að venjast röddinni hans? Hjartað fór alltaf að hamast, þegar hún heyrði hana. — En gaman, sagði hún þurrlega. — Einkum og sér í lagi, þar sem klukkan er aðeins 5.45 að morgni. — Er hún ekki meira? sagði hann skelfdur. — Fyrirgeföu! Hún hló. — Það gerir ekkert til, fyrst ég er ekki komin með sjónvarpssíma. Það væri synd að segja, að ég væri með heimskonuandlitið þessa stundina. — Það hljómar vel. Ég kem undir eins. — Gefðu mér að minnsta kosti fimm mfnútur til að hressa upp á flakið. En varstu ekki að vinna i alla nótt? Ættirðu ekki heldur að fara heim til þín að sofa? — Jú, ég ætti vist að gera það. Eigum við kannski heldur að hittast klukkan tíu? Við getum þá haldið áfram samræð- unum, þar sem við vorum ónáðuð i gær- kvöldi. En það gafst ekki timi til samræðna þá heldur. Hultén lögregluforingi kom tveimur mínútum á undan Jonasi. Katja opnaöi fyrir honum með gleðibrosi, en ástin slokknaði i augunum, þegar hún sá, hver kominn var. Lögregluforinginn var afar miður sin. Kötju varð fljótlega ljóst, að hann hafði komið i leit að huggun og uppörvun. Þau settust niður öll þrjú, þegar Jonas var kominn, og spjölluðu saman. — Málið er í algjörum hnút, kvartaði Hultén. — Ég er sannfærður um, að þið hafið á réttu að standa, en allir yfirboð- aðrar mínir hundskamma mig fyrir að hafa dregið Svantesson forstjóra í dilk með einhverjum smáglæpamönnum. Ef ég bara gæti sannað eitthvað á fjandans manninn. — Ég er sannfærð um, að hann er öfugu megin við lögin, sá þrjótur, sagði Katja heiftúðug. — Það er ég handviss um líka, sagði Hultén. — Það yrði mesta ánægja ævi minnar, ef mér tækist að koma á hann bragði, því að hanrt hefur meöhöndlað mig eins og græningja. Og nú þykist hann geta hrósað sigri. En ég botna hvorki upp né niður í þessu. Ekkert bendir til þess, að hann hafi nokkurn tíma komið nálægt eiturlyfjasölu. Samt hefur hann átt einhver skipti við þessa þrjóta, sem eru á kafi í þessu. Mér væri nær að halda, að það væri eitthvað annað, sem hann hefur á samviskunni, ef ekki væru þessi tengsl hans við Berra og Stickan. — Birgit Karlsson er að minnsta kosti bersýnilega aðeins á höftunum eftir eiturlyfjum, sagði Katja. — Og svo er það fjandans lykillinn. Ef við bara fyndum hann, áður en Berra verður látinn laus. — Lykillinn? Hafið þið ekki ennþá fundið hann? spurði Katja undrandi. — Nei. Við erum búnir að leita hans á öllum hugsanlegum stöðum. Berra hlýtur eiginlega að hafa verið með hann á sér, þegar lögreglumennirnir komu til hesthússins, en hann fannst sem sagt ekki á honum. Karlmennirnir horfðu nú báðir á Kötju. — Þú ert svo einkennileg 'á svipinn, sagði Jonas. — Það stafar af því, að ég er að hugsa, svaraði hún. — Jæja, svo að þannig líturðu þá út. Og hvað hugsarðu svona stíft? — Þei, þei, þetta krefst einbeitingar. Hvers vegna sagðirðu mér þetta ekki fyrr, Hultén? — Ég mátti ekki trufla þig, meðan þú varst í prófunum. Callenberg krafðist þess, að ég léti þig í friði á meðan. Dettur þér eitthvað í hug? Katja þagði enn um stund, hnyklaði brúnir og vafði hárlokk um fingur sér. Hún var greinilega að reyna að kalla eitthvað fram i hugann. — Þið hafið auðvitað leitað í hesthús- inu? — Að sjálfsögðu. Alls staðar, sem okkur gat dottið i hug. — En kannski hefur ykkur ekki dott- ið í hug sá rétti. Það er að minnsta kosti möguleiki. — Hvað ertu að fara? spurði Jonas óþolinmóður. Hún virtist ekki heyra til hans. — Þegar ég var þarna ein uppi á loftinu, eftir að þú stökkst niður og þið voruð að slást niðri í myrkrinu, þá skreið ég af stað fram eftir loftinu, og þá fannst mér ég reka fótinn í eitthvað, sem glamraði við gólfið. — Þar uppi? sagði Hultén vantrú- aður. — Já. Ég var að velta því fyrir mér, hvort ég hefði nokkuð rekið fótinn í það. Hvort það hefði ekki frekar... — Ég skil, sagði Hultén ákafur. — Þú átt við, að Berra hafi ef til vill kastað lyklinum frá sér, meðan á slagsmálunum stóð, og hann hafi lent rétt hjá þér þarna uppi. — Hann vissi ekki þá, að ég var þar uppi. Hultén réð sér varla fyrir æsingi. — Komið þið. Við förum þangað strax. Jonas hló. — Gaman að sjá þig lifna við á nýjan leik. Kemurðu með, Katja? — Hvort ég er með! Hann þarna Svantesson á inni hjá mér smágreiða eftir allar eiturpillurnar í gærkvöldi. Hann skal ekki komast upp með það að eiga síðasta orðið í þessu máli, ef ég fæ einhverju ráðið. — Þarftu endilega alltaf að eiga síðasta orðið? andvarpaði Jonas. — Ég held ég verði að afturkalla bónorðið. — Það skaltu ekki gera, sagði Hultén. — Þessi stúlka er gulls ígildi, góði. Þrasgirnin innifalin! — Orð þín falla dauð og ómerk, sagði Jonas. — Hún hefur þegar svarað neit- andi. — Það var óráð, ungfrú Francke. Þú getur ekki fengið betri mann en hann Callenberg þarna til að þrasa viö. Katja tók undir handlegg lögreglufor- ingjans. — Komdu nú, hjónabandsmiðl- ari. Við höfum verk að vinna. Getum rætt hitt betur seinna. ííuLTÉN kallaði Anderson á vett- vang, og þau óku til bústaðar Svantes- sons. Ráðskona hans stóð þar úti fyrir dyrum. — Viltu biðja Svantesson að koma niður að hesthúsbyggingunni, sagði lögregluforinginn stuttur í spuna. — Svantesson forstjóri er ekki heima, svaraði ráðskonan drembilega. — Hann fór að heiman í nótt. — Hvað áttu við? Fór í burtu? Hann hafði ekki leyfi til þess. Hvert fór hann? — Það veit ég ekki. Hann kom heim seint í gærkvöldi, pakkaði í skyndi niður í eina tösku og ók burt í bílnum. Mér fannst eins og ferðalag hans hefði borið nokkuð brátt að. LYKILLINN 40 Vlkan 52. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.