Vikan - 24.12.1981, Blaðsíða 31
Popp
vegna þess að þeir kunni ekkert annað.
Góðar viðtökur tónlistar þeirrra hafa
gert þá undrandi. „Þarna vorum við,
litlu krílin, mitt á meðal allra forhertu
glæponanna á vinsældalistunum, Police,
Barbra Streisand og Abba.” En þeir
segjast svo sem gera sér grein fyrir að
þeir verði að einhverju leyti að lúta lög-
málum markaðarins og gera fleira en
gott þykir en allt er það leið að ákveðnu
marki. Þegar leiðin skyggir á markið er
verr af stað farið en heima setið.
Andy og Paul eru ekki menntaðir tón-
listarmenn en vilja meina að þess vegna
eigi þeir hægara með að bregða út af
hefðunum og fitja upp á nýjungum.
Tölvupoppið svonefnda er af mörgum
álitið tónlist níunda áratugarins. O.M.D.
sýnir og sannar að sú tónlist þarf ekki að
vera köld og hryssingsleg.
CHRISSIE og strákarnir
ÍPRETENDERS
Ein þeirra kvenna sem hvað hressilegast
lætur til sín taka I rokkinu er söngkonan,
gítarleikarinn og lagasmiðurinn Chrissie
Hynde. Hún er fremst I flokki í The
Pretenders en auk hennar skipa hljóm-
sveitina þrír karlmenn: Pete Fardon
bassaleikari, James Honeyman Scott
gítarleikari og Martin ‘Chambers
trommuleikari.
Chrissie Hynde er 28 ára, fædd og
uppalin í Ohio i Bandaríkjunum. Árið
1974 flutti hún til Englands og gerðist
blaðamaður við tónlistarblaðið New
Musical Express. Hún var þekkt fyrir
miskunnarlausar yfirheyrslur yfir við-
mælendum sínum þegar hún tók viðtöl.
Kynni Chrissie af toppfígúrunum I
bresku tónlistarlifi urðu til þess að hún
ákvað að slást í hópinn.
The Pretenders komu fyrst saman um
mitt ár 1978 og hlaut hljómsveitin góðan
meðbyr strax frá upphafi. Tvær litlar
plötur sem hún lét frá sér fara féllu I
góðan jarðveg. Hljómsveitin naut álits
og var eftirsótt til að spila á klúbbum og
á minni stöðum. Þótt undarlegt kunni
að virðast óttuðust Chrissie og
strákarnir velgengnina og áhrif hennar
og var ekkert um að auglýsa sig.
Tónlistarblöðin virtust hafa tekið við
þau ástfóstri en þau höfnuðu þessari
yfirmáta og að þeim fannst óþarfa
athygli.
Um jólaleytið 1979 kom út þriðja
smáplatan, Brass in Pocket, og komst
hún á efsta tind vinsældalistans i
janúarbyrjun 1980. Um sama leyti var
breiðskífan The Pretenders sett á
markað og fór sömu leið upp á efstu
brún. Ummælin um þá plötu voru mjög
á einn veg: ein besta frumraun í manna
minnum. Roger Daltrey söngvari The
Who fullyrti að þarna væru á ferðinni
bestu nýgræðingar sem hann hefði heyrt
I síðan The Who voru sjálfir aðbyrja.
The Pretenders njóta ekki síður mikils
álits í Bandaríkjunum en Bretlandi,
komust meðal annars á forsíður tíma-
ritsins Rolling Stone sem í það minnsta
einu sinni þótti mikill heiður.
Velgengnin hefurekki stigið Chrissie til
höfuðs. Allt glysið sem fylgir i kjölfar
frægðarinnar er henni ekki að skapi.
Velgengni er auðvitað ágæt og eykur
sjálfstraustið en breytir ekki lífinu.
Chrissie er ákveðin kona, jarðbundin
ogblátt áfram.
Hún hélt upp á fyrsta toppsætið á vin-
sældalistanum með því að drekka sig
fulla og fara síðan heim og skæla í
koddann sinn — af gremju yfir öllum
hræðilegu sögunum sem hún las og vissi
að hún átti eftir að lesa um sjálfa sig í
blöðum og tímaritum, bara af því nú var
hún orðin fræg og þess vegna skemmti-
legt umræðuefni.
1 haust kom út The Pretenders II.
Flest lögin eru eftir Chrissie. Þrjú lög af
plötunni hafa komið út á litlum plötum.
Talk of the Town, Day After Day og I
Go to Sleep, en það síðastnefnda er
undurfallegt lag eftir Ray Davis úr
Kinks. Hljómsveitin tók sér góðan tíma
við gerð plötunnar og árangurinn skilar
sér. Tónlistin er vandað rokk og
textarnir fjalla um vandamál lifsins og
ástarinnar eilifu út frá sjónarhóli nú-
timakonunnar sem er hvort tveggja í
senn þrúguð af gömlu gildismati og fegin
nýfengnu frelsi.
52. tbl. Vikan 31