Vikan - 24.12.1981, Blaðsíða 20
Skyndilega gretti Lawton sig, þefaði
út í loftið og færði sig frá ofninum.
Úlpulafið hans var tekið að sviðna.
— Annars erum við alls ekki komnir
í fullan gang, helmingurinn af mínum
hópi kom ekki fyrr en í gær. Það virðist
allt í lagi með þá, sagði hann og yppti
öxlum. — Hér er svo annar hópur, sem
hefur verið hér lengur, en þeir eru ekki
látnir verða á vegi okkar.
— Hittist þið ekki? spurði Gaunt
undrandi. Hann gaut augunum á
minnistöfluna. — Ég hefði haldið.. .
— Þú finnur þá ekki þarna, sagði
Lawton og gretti sig. — Við köllum þá
fyrir jAntidarm
en
Ulí
B.B. BYGGINGAVÖRUR HE
SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331.
okkar á milli líkþráu deildina. Þeir hafa
sinn eigin svefnskála, sinn eigin fundar-
skála, og ef við erum hér, eru þeir ein-
hvers staðar fjarri, og ef við förum í út-
rásir, eru þeir hér. Það hljómar dálítið
undarlega.
— Sömu leiðbeinendur?
Lawton kinkaði kolli um leið og hann
dró að sér sígarettureykinn.
— Þú hlýtur að hafa séð þá einhvern
tíma tilsýndar, sagði Gaunt.
— Einu sinni eða tvisvar, viður-
kenndi Lawton. — Þeir eru átta saman,
eldri en við, næstum miðaldra, þú veist,
alveg að komast á fertugsaldurinn.
— Ég þakka, sagði Gaunt þurrlega.
Nú opnuðust dyrnar, og hurðin skellt-
ist upp að veggnum. Hávaxinn maður í
dökkum, vatnsheldum galla með
þvælda húfu keyrða niður á hausinn,
kom inn. Hann sendi Lawton illt auga
og benti út i myrkrið.
— Út, hreytti hann út úr sér. —
Áfram með þig. Þú getur grillað á þér
gumpinn síðar.
Hann gaut augunum á Gaunt, svo
æddi hann aftur út og skildi dyrnar eftir
opnar.
— Fjandinn sjálfur, sagði Lawton og
drap snarlega í sigarettunni. — Þetta er
Garram, einn af leiðbeinendunum. Við
köllum hann Garram górillu. Því miður,
svona er þetta.
— Bíddu augnablik, sagði Gaunt og
stillti sér upp á milli hans og útidyranna.
— Adam, hvar heldur þessi sérstaki
hópur sig?
— Hérna á bak við til vinstri, sagði
Lawton um leið og hann smeygði sér
framhjá honum. — Það er steinsteypt
bygging, einhverjar leifar frá þeim tíma,
þegar ameríska geimferðastofnunin
hafði hér aðsetur.
Hann hvarf á braut og lokaði á eftir
sér. Gaunt stóð kyrr í sömu sporum
stundarkorn, svo lagði hann frá sér
kaffikrúsina, gekk yfir að glugganum og
gægðist út meðfram gluggatjaldinu.
Ekkert lát virtist á affermingu flugvélar-
innar, nokkrir mannanna báru kassa yfir
I jeppann, aðrir báru minni kassa yfir í
einhvern skálanna.
Hugboð, efasemdir og forvitni í nokk-
urn veginn jöfnum hlutföllum höfðu
rekið hann hingað til Álfaborgar. Enda
þótt hann hefði engar sannanir í hönd-
unum, var hann nú viss um, að hann
væri á réttri leið og hvað svo sem væri
hér á seyði, þá væri það á einhvern hátt
tengt þessari skringilegu, óaðlaðandi
skálaþyrpingu I miðri hraunauðninni.
Hann gekk hröðum skrefum til dyr-
anna, opnaði þær i hálfa gátt, fullvissaði
sig um, að mennirnir væru með hugann
við verkefni sitt, laumaðist þvi næst út I
næturmyrkrið og lokaði á eftir sér. Úti
var kalt, og snjórinn marraði undir
fótum hans. Hann hélt sig I skugga skál-
anna, meðan hann fylgdi þó óljósum
leiðbeiningum Adams Lawton.
20 Vikan 52. tbl.