Vikan


Vikan - 03.06.1982, Page 9

Vikan - 03.06.1982, Page 9
Húsbúnaður Margir eiga húsmuni sem eru orðnir gamlir og lúnir. Sumir kjósa að henda slíkum leifum og kaupa nýtt. Aðrir eiga margar góðar minningar tengdar húsgögnunum og finnst sem sálina vanti í innhúið ef hlutirnir eru látnir hverfa. Við sjáum hér stóla sem gerðir voru upp og rúm sem varð eins og nýtt eftir að hafa fengið nýja yfirhreiðslu. Nú er veggfóður að hasla sér völl á nýjan leik og hér hefur það haft áhrif á hvaða litur var valinn á áklœðið sem notað var við andlitslyftinguna. Púðar og pífur setja svo skemmtilegan svip á heildar- myndina. Það verður því ekki annað sagt, þegar upp er staðið, en að eigendur þessara húsmuna megi vera stoltir af árangrinum. Andi Viktoríu drottningar svífur hér yfir vötnum. Ljósir litir áklæðis og veggfóðurs fara vel við dökkan við borðsins og myndarammanna. Margir hafa setið í þessum stól frá því að afi og amma eignuðust hann í upphafi búskapar síns. Hann var orðinn mjög illa farinn og væri sjálfsagt fyrir löngu kominn í uppfyllingu við öskuhaugana ef ungu hjónin hefðu ekki tekið ástfóstri við hann og yfirdekkt með sterku, fallegu áklæði. Nú skipar hann heiðurssess í her- berginu. 22. tbl. Vikan 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.