Vikan - 03.06.1982, Blaðsíða 18
Leikfimikennari. . . aldrei heföi
mér dottiö í hug aö William væri
það. Ég velti því fyrir mér hvort
hann liti jafnvel og snyrtilega út
eftir klukkutíma kennslustund
með fjórtán ára unglingum og
hann gerði nú.
„Hvað finnst þér svona fynd-
ið?” spurðihann.
„Ekkert. Ég er bara svo glöð yf-
ir því að við skulum vera lögö af
stað.”
Hann horfði þegjandi á mig.
„Þú ert fjandi sæt stúlka.
Hvernig stendur eiginlega á því að
enginn karlmaöur hefur numiö þig
á brott fyrir langalöngu?”
„Ég var nú reyndar trúlofuð í
mörg ár, gömlum skólafélaga
mínum,” svaraði ég. „Svo upp-
götvuðum við einn góöan veður-
dag að við hofðum vaxið hvort frá
öðru, ef svo má að orði komast. Og
hvað um þig? Ertu enn á höttun-
um eftir þeirri réttu ? ’ ’
„Bæði já og nei,” svaraði hann
lágt. „Éitt sinn hélt ég mig hafa
fundið hana en hjónabandið fór út
um þúfur eftir tvö ár.”
Ég fann að mér hitnaði í vöng-
um.
„Fyrirgefðu en ég vissi nú
alls. . .”
„Viö hefðum auðvitað aldrei átt
á gifta okkur,” bætti hann viö.
„Henni þótti gaman aö lifa og
leika sér, en ég er heldur kyrrlát-
ur aö eölisfari. Þreyti ég þig ekki
pieð þessu tali?” sagði hann og
brosti þegar ég lokaði augunum.
„Nei, ég er bara svolítið syfj-
uð. Ég svaf ekki allt of vel í nótt.”
„Vertu bara róleg. Það er mjög
þægilegt að halla sér upp að öxl-
inniámér.”
William var riddaralegur. Willi-
am var hægur og rólegur og
öruggur. En stóð ekki einhvers
staðar: oft leynist flagö undir
fögru skinni. Átti það viö um Willi-
am? Ég hafði ekki þrek til þess aö
velta þessu fyrir mér þessa stund-
ina. Ég lét höfuðið síga niöur á öxl
hans og eftir fáeinar sekúndur var
ég sofnuð. Ég hefði getað svarið
aö rétt í þann mund sem ég sofn-
aöi fann ég varir hans snerta enni
mitt undurlaust og létt.
Ég hafði haldið að við myndum
borða hádegismat um borð í skip-
inu en Susan vildi endilega að við
biðum með það þangað til viö vær-
um komin yfir til F'rakklands. Það
dróst á langinn. Komiö var langt
fram yfir miöjan dag áður en við
settumst upp í bílana aftur. Ég
hlýt að hafa blundað enn einu sinni
vegna þess að tekið var að
skyggja þegar ég vaknaði aftur.
Ég settist snöggt upp.
„Sólarlagið var fallegt en ég
vildi ekki vekja þig,” sagði Willi-
am. „Mikil svefnpurka ertu ann-
ars! Eða eru rúmin okkar svona
voöalega óþægileg heima á
Waynewater?”
„Hvar erum við núna?” spurði
ég í stað þess að svara.
„Viö höfum ekið í um það bil
þrjá tíma frá Calais. Það er senn
kominn tími til að viö finnum okk-
ur staö til þess að gista á en
staðreyndin er sú að ég held ég
hafi misst af Susan og Brent. Ég
vona bara aö þau hafi ekki villst
einhvers staðar.”
Eða að þú hafir ekki gert það,
hugsaði ég meö sjálfri mér. Og
það að yfirlögðu ráði. Hvers vegna
hefði hann átt að vilja hrista þau
Susan og Brent af sér? Mér fannst
þetta f jarstæða en gat þó ekki hætt
að hugsa um þennan möguleika.
William hafði alls ekki viljað leyfa
mér að fara einsamalli til F'rakk-
lands. Ég hafði talið það vera af
umhyggju. Én ef svo væri nú
ekki? ímyndum okkur að það
hefði aðeins verið til þess að fylgj-
ast með mér og koma í veg fyrir
að mér tækist aö leysa gátuna?
„Hvað sem öllu öðru líður stopp-
um við á næsta veitingahúsi,”
sagði hann og rauf þar meö hugs-
anir mínar. „Ég er að verða svo-
lítiö þreyttur. Þegar Susan tekur
loks eftir því að við erum ekki
neins staðar nærri, vona ég að hún
hafi vit á að snúa við og leita að
okkur.”
VIÐ KOMUM AÐ
snyrtilegu hóteli í út-
jaðri lítils þorps. Þar lögðum við
bílnum á góðum stað á bílastæðinu
svo hann sæist vel. Dimmt var í
anddyrinu og það var ekkert sér-
staklega aðlaðandi en í matsalnum
lýstu nýfægðar kristalsljósakrónur
upp snjóhvíta borödúkana og her-
bergin okkar sneru niður í garð
þar sem klifurrósir þöktu alla hús-
veggi. „Értu meö kort?” sagði ég
af hendingu við William. „Mig
langar til þess að sjá hvar viö er-
umniðurkomin.”
„Ég er með kort úti í bíl,” sagði
hann hægt. „Ég skal ná í það þeg-
ar við förum niður að borða.”
Þetta var heil kortabók en ekki
eitt blaö eins og ég hafði búist við.
Hann lagði bókina fyrir framan
mig og haföi flett upp á þeim stað
þar sem viö nú vorum.
„Hér erum við,” sagði hann og
bentiá. „Ogámorgun. . .”
Hann steinþagnaði þegar ég fór
að fletta bókinni sjálf og hjartaö
barðist í brjósti mér þegar mér
varð ljóst að brúnleitu blettirnir á
næstu opnu voru blóð. . .
„Ég var búinn að steingleyma
þessu,” sagði hann afsakandi.
„Ég meiddi mig einu sinni þegar
ég var að skipta um dekk.”
En hvers vegna hafði hann verið
með bókina opna þar sem var að
finna kort yfir Frakkland ef hann
hafði sjálfur verið að skipta um
dekk heima í Englandi? hugsaði
ég með mér. Hafði hann þá ekki
verið í Frakklandi einmitt þá
stundina? Hafði hann kannski hitt
Rossog. . .? Imyndunaraflið hljóp
meö mig i gönur og ég reyndi
Fjögurra
daga
martröð
strax aö ná stjórn á mér. Ross var
enn á lífi. Ég var með bréf hans
sem staöfestingu þess. Hvað var
það þá sem olli því að ég grunaði
William um guð mátti vita hvað?
Allt í einu hataði ég þessa miklu
stillingu hans, þessa sviksamlegu
stillingu sem gat dulið svo að
segjahvaðsem var.
„Hefurðu alltaf svona mikla
sjálfsstjórn?” spuröi ég.
„Það held ég, svona oftast.”
Hann horfði á mig og honum var
greinilega skemmt. „Nema í eitt
einasta skipti í dag, en það var
næstum ómeðvitaö.”
Ég minntist þess hvernig varir
hans höfðu snert enni mitt. Ég
fann að roði hljóp fram í kinnarn-
ar og allt út að eyrum og ég lokaði
kortabókinni í mótmælaskyni.
„Hvað gerum við ef Susan og
Brent skjóta ekki upp kollinum
fljótlega?” spurði ég.
Hann yppti öxlum kæruleysis-
lega. „Þau hljóta að minnsta kosti
að bíða okkar í næsta þorpi.”
En skyldu þau gera það? hugs-
aöi ég spennt.
„Hversu lengi hafa Brent og
Ross þekkst?”
Hann leit undrandi á mig, eins
og spurningin kæmi honum á
óvart.
„I tvö ár, eftir því sem ég best
veit, og þeir hafa verið mjög góðir
vinir.”
„Svo góðir, að þeir vissu allt
hvor umannan.”
„Það lítur helst út fyrir það.”
„En það er ekki satt,” hrökk út
úr mér. „Brent veit ekki allt um
Ross.”
William leit athugull til mín.
„Viðhvað áttu?”
„Hann veit til dæmis ekki að
Ross er ekki sor.ur hr. Manvilles.”
MÉR LÉTTI EFTIR
að ég hafði sagt
þetta. Mér varð þó ekki að von
minni ef ég hafði búist við ein-
hverjum viðbrögðum frá William.
„Hversu lengi hefur þú vitað
það?” spurði hann með mestu ró-
semd.
Mig langaði mest til þess að
spyrja hann á móti, hve lengi hann
hefði sjálfur vitað það, en þess í
staö sagði ég:„Frá því í gær. Ali-
son var svo vingjarnleg að fræða
migumþetta.”
William bölvaði í hálfum hljóð-
um. „Það hefði svo sem mátt bú-
ast við því af henni. Ég var líka
undrandi yfir því hve æst þú varst.
En hafði Ross ekki. . .?”
„Nei, það hafði hann ekki,”
greip ég fram í. „Hann hefði þó
mátt vita aö það skipti mig ekki
miklu máli. Hann hefur kannski
gætt þess að tala ekki um þetta
vegna þess hvernig aðrir höfðu
brugðist við.”
Það brá fyrir glampa í augum
Williams.
„Ég veit ekki við hvað þú átt,”
sagði hann stuttur í spuna.
„Leyfðu mér að segja þér eitt og
þaö er að mér stendur nákvæm-
lega á sama um uppruna Ross og
reyndarþinn líka.”
Ég kveikti mér í sígarettu og ég
sá að hendur hans skulfu.
„Vissir þú alltaf að Ross. . .?”
Ég lauk ekki spurningunni.
„Að Ross væri aðeins hálfbróðir
minn?” botnaði hann spurninguna
fyrir mig. „Nei, ekki fyrr en nú í
janúar.” Hannleittildyranna.
„Oft kemur góður þá getið
er. . ,”sagðihann.
Ég sneri mér snöggt við og sá
Susan og Brent.
„Mikið erum við búin að leita aö
ykkur,” kveinaði Susan. „Og svo
sitjið þið hér og borðiö í ró og
næði! Það er þó gott að bíllinn
þinn er eins og brennandi kyndill á
litinn og ekki er hægt annað en aö
sjáhann.”
Það var sem William hafði hald-
iö. Þau höföu beygt inn á skakkan
veg og svo haldið að við hlytum að
vera á undan þeim en ekki á eftir.
„En þegar við höföum leitað að
ykkur í heilan klukkutíma án þess
að sjá ykkur nokkurs staðar fékk
Brent þá snjöllu hugmynd að við
skyldum snúa við.”
Brent brosti til hennar en það
var eitthvaö í augnaráði hans,
áhugaleysi sem ekki hafði verið
þar áður. Hann var áreiðanlega
líka oröinn þreyttur. Sjálfa lang-
aði mig mest af öllu aö fá að leggj-
ast upp í rúmið mitt og stuttu síöar
nefndi ég þaö og sagðist verða að
18 Vikan XX. tbl.