Vikan - 03.06.1982, Qupperneq 19
fara í rúmið ef ég ætti ekki líka að
sofa í bílnum allan næsta dag.
William fylgdi mér upp stigann
og nam staðar við dyrnar að her-
berginu mínu. „Þaö er sitthvað
sem mig langar til þess aö tala við
þig um. Gætum við. . .?”
„Að sjálfsögðu.” Ég gekk á und-
an honum inn í herbergiö og hann
lokaði dyrunum hljóölega á eftir
okkur.
„Það er varöandi morgundag-
inn,” sagði hann. „Ég er að hugsa
um að fara með þig á slysstaðinn
svo þú getir sjálf talað við lögregl-
una.”
„En hvers vegna það? Lögregl-
an segir áreiðanlega ekkert annað
við mig heldur en við þig og föður
þinn. Þar verður aðeins sagt að
maðurinn í bílnum hafi veriö Ross
— en það var ekki rétt! ”
Hann tók um axlirnar á mér og
sneri mér að sér.
„Það getur ekki hafa veriö
nokkur annar, Kristy, og þess
vegna vil ég að þú talir við lögregl-
una. Það mun valda þér sársauka
en er nauösynlegt þrátt fyrir
það.”
„Þú trúir engu vegna þess að þú
vilt ekki trúa því,” hálfhrópaði ég
upp yfir mig og var að því komin
að fara að gráta. „Það hefði verið
miklu betra fyrir mig að fara
hingað ein. Hvers vegna þurftir þú
endilega aö koma með?”
„Þúveist þaðnú,”sagöihann.
TÁ, ÉG VISSI ÞAÐ.
Ég vissi það meira
að segja áður en hann dró mig að
sér og áður en ég fann varir hans á
mínum.
Þetta var nú bara smákoss,
sagði ég hálfhátt og afsakandi við
sjálfa mig þegar ég var aftur orð-
in einsömul. Þetta var bara smá-
koss, hugsaði ég þegar ég lá í rúm-
inu, starði upp í loftið og gat ekki
sofnað. En innst inni vissi ég að
þetta var annaö og meira. En ég
elskaði Ross, eða hvað?
Stundum sér maður hlutina í
mun réttara ljósi á nóttunni og nú
sá ég Ross allt í einu í sinni réttu
mynd. Hann var töfrandi en skeyt-
ingarlaus og lék sér gjarnan að til-
finningum manna eftir því sem
hæfði honum sjálfum best. Eg
hugsaði um allt það sem hann
haföi haldið leyndu fyrir mér, um
uppruna sinn, trúlofun hans og
Alison. Hann heföi átt að vita að
fyrr eða síðar kæmist ég að þessu
og hann hefði líka átt að gera sér
ljóst hve særandi það var fyrir
mig að hann skyldi ekki sjálfur
hafa sagt mér frá þessu. Hann
hafði ekki reynt að setja sig í mín
spor. Hvorki þá eöa nú. Hann heföi
átt aö skilja hve óróleg og kvíðin
ég hlautaðvera.
Þessi mikla spenna varö nú til
þess að ég fylltist reiöi — reiði í
garð Ross, reiði viö sjálfa mig og
William. Ég hafði aðeins þekkt
hann í tvo stutta daga. Hvaöa rétt
hafði hann til þess að smokra sér
inn í líf mitt? Hvaða rétt hafði
hann til þess að kyssa mig og það
þannig að ég gleymdi öllu ööru á
meðan? Gleymdi meira að segja
manninum sem hafði gefið mér
hringinn sem ég bar á fingrinum.
'C'' G VAR
■LLi ÉIRÐARLAHS og
reis nú á fætur. Klukkan var
kortér yfir eitt. Ég velti því fyrir
Framhaldssaga
mér hvort Susan væri sofandi og
hvort ég ætti að þora að banka upp
á hjá henni. Auðvitað svaf hún
svefni hinna réttlátu.
Ég opnaði gluggann og fann
hvernig svalt næturloftið lék um
heitar kinnarnar. Einhvers staðar
heyrðist hundur ýlfra. Það hljóm-
aði undarlega í næturkyrrðinni,
næstum draugalega. Nóttina áður,
á Waynewater, haföi ég líka heyrt
í einmana hundi einhvers staðar
útiímorgunskímunni. . .
Ég hrökk við þegar ég heyröi
bankað létt hjá mér.
„Hver er þetta?”
„William.”
Ég opnaði hægt. Hann var í nátt-
fötunum og í dökkbláum slopp ut-
an yfir. „Ég gat ekki sofið,” sagði
hann afsakandi. „Og ég sá að þaö
var ljós inni hjá þér. Getum við
ekki talað svolítið saman ? ’ ’
Ég dró náttkjólinn þéttar að
mér og settist á stól sem stóð einn
sér úti við gluggann, eins langt frá
honum og ég gat komist. Hann
gekk nokkur skref fram á gólfiö.
„Ég hef verið að velta fyrir mér
þessum svokölluðu bréfum frá
tbl. Vikan 19