Vikan - 03.06.1982, Page 22
Fimleikar
Þegar leikmaður horfir á hana Kristínu Gísla-
dóttur á œfingu hjá félagi sínu, Gerplu,
undrast hann ekki þó hún hafi hreppt gullið á al-
þjóðlegu móti í Luxemborg árið ’81. Hún vann
líka gull fyrir gólfœfingar á íslandsmeistaramót-
inu í fyrra og svo mœtti lengi telja. En það var nú í
ár sem hún fékk svo umbun fyrir stritið. Hún varð
íslandsmeistari í fimleikum í febrúar síðastliðn-
um. JSokkru seinna var hún kosin íþróttamaður
mánaðarins af Dagblaðinu og Vísi.
„Ég byrjaði að æfa fimleika þegar ég var 9 ára. Það
var nú eiginlega fyrir tilviljun. Við vorum fjórar vinkon-
urnar hér í götunni og ákváðum að fara allar saman í
Gerplu. Við erum bara tvær eftir núna, ég og Áslaug, en
hún varð númer 2 á íslandsmeistaramótinu,” segir
Kristín og brosir hógvær yfir velgengni þeirra vinkvenn-
anna.
Það þarf ekki að vera hrein tilviljun að Kristínu hafi
gengið svo vel í fimleikunum. Ef til vill liggur þetta í ætt-
inni. ,,Ég veit það ekki. Systir mín, María Gísladóttir, var
ballettdansari í Þýskalandi og dansar núna í Banda-
ríkjunum. Þeir sem sáu Giselle í Þjóðleikhúsinu ekki alls
fyrir löngu muna eflaust eftir Maríu, en hún dansaði
hlutverk Giselle á f jórum sýningum.
,,Nú, og svo var afi minn, Guðjón Runólfsson, og systur
hans í fimleikum þegar þau voru ung. En við erum fimm
systkinin og það erum bara við tvær systurnar sem erum
í fimleikum og ballett.”
Eftir að hafa orðið vitni að svo góðum árangri hjá
Kristínu er ekkert undarlegt þó aðstandendur Gerplu
bindi miklar vonir við hana.
Hún er skærasta stjarna þeirra Gerplumanna, sem hef-
ur komið síðan Berglind Pétursdóttir vann það einstaka
afrek að verða Islandsmeistari í 7 ár samfleytt.
En hvernig fer maður að því að verða íslandsmeistari í
fimleikum? „Auðvitað með því að æfa og æfa. En stund-
um var þetta svolítið erfitt. Ég þarf að fara með strætó á
æfingar og það tekur tíma. Svo höfðum við lengi engan
þjálfara og urðum að æfa mikið sjálfar. Þá æptum við
hver á aðra og reyndum að hvetja hver aðra. Það gat oft
veriö erfitt að standa upp úr pásunum. Svo hjálpaði Berg-
lind Pétursdóttir okkur mikið fyrir íslandsmeistaramót-
ið. En núna erum við búin að fá pólskan þjálfara og hann
er alveg frábær.
Ég er í 9 bekk í Garðaskóla og auðvitað reyni ég að láta
fimleikana ekki koma niður á náminu. En ég þarf oft að
fá frí og gæti þetta varla nema af því að skólastjórinn og
kennararnir eru mjög skilningsríkir. Við æfum 5 sinnum í
viku, svona 2 til 3 tíma í einu, og alltaf um helgar. Ég
stefni svo að því að fara í fjölbraut næsta vetur, á íþrótta-
braut.
Breyttist viðhorf fólks eftir að þú hrepptir titilinn?
Nei, alls ekki. Vinir mínir eru bara ánægðir fyrir mína
hönd, en ekkert hefur breyst, og ég æfi áfram á meðan ég
næ einhverjum árangri. Auðvitað keppir maður að gull-
inu næsta ár líka en svo verðum við bara að sjá til....”
Fimleikadrottningin:
„Liggur
kannski
í ættinni"
ZZ Vikan zz. tbl.