Vikan


Vikan - 03.06.1982, Qupperneq 24

Vikan - 03.06.1982, Qupperneq 24
Texti: Þórey Teikn.: Ragnhildur Stefánsdóttir Alveg úr- vinda af þreytu Það er ósköp eðlilegt að vera þreyttur að loknum löngum og ströngum vinnudegi. Ef menn hafa staðið í hreingerning- um, flutningum, garðvinnu, eða einhverju öðru því sem reynir á líkamann, er notalegt að leggjast til hvíldar og láta þreytuna líða úr sér. Oft þegar menn fást við eitthvað sem þeir eru ekki vanir að gera geta þeir þreyst mjög, jafnvel þótt verkið sé í sjálfu sér ekki erfitt. En ef menn eru ör- þreyttir kvöld eftir kvöld án sýnilegs tilefnis er ef til vill ekki allt með felldu. HEILAFÚI Leiðindi geta lýst sér í sífelldri þreytu. Jafnvel minnsta verk á vinnu- stað, á heimili eða í námi getur verið ákaflega lýjandi ef það er leiöinlegt. Einhæf störf, sem krefjast hvorki ein- beitingar né áreynslu, reynast mjög slitandi til lengdar. Oftast verður ekki bætt úr með því að skipta um starf því mörg þessara leiöindastarfa eru einmitt skyldustörfin og heimilisverkin sem aldrei er hægt aö sleppa við. Ftáð er að reyna að lífga upp á starf- ið, vinna ef mögulegt er í skorpum og gera eitthvað skemmtilegt á milli eða ljúka starfinu sem fyrst og verölauna sig á eftir. Oft er hægt að lífga upp á umhverfi meö lítilli fyrirhöfn, til dæm- is meö blómum og myndum þar sem það á við. Spjall viö vinnufélagana, tónlist, góöur hlátur eöa jafnvel dag- draumar geta oft verkað eins og hress- ingarlyf. SKIPL) LAGSLE Y SI Algeng ástæða fyrir leiöa og þreytu er skipulagsleysi. Starfsmenn á ýms- um vinnustööum, húsmæður og skóla- nemendur vinna oft meira en nauösyn ber til vegna skipulagsleysis. Veltið fyrir ykkur hvemig hagræða má vinnutímanum og skipuleggja starfið. Röö og regla á áhöldum og vinnugögn- um sparar mikinn tíma. Tíma sem varið er í að læra góöa námstækni er vel varið. llmgengnisreglur og samstarf á heimilinu er algjör nauðsyn. Húsmóðir- in sem daginn út og daginn inn gengur á eftir öörum fjölskyldumeðlimum, tínir upp eftir þá föt, handklæði, blöð, glös eða hvað sem er, eða hleypur um íbúðina meö tuskuna á lofti, býður hættunni heim. HÆTTA — OFREYNSLA Þriðja ástæðan fyrir þreytu er sú flóknasta. Segja má aö hún stafi af ein- hvers konar vanstillingu líkamans. Hvort sem um líkamlega eða andlega vinnu er að ræða kann viðkomandi sér ekki hóf og vinnur meira en hann þolir vegna þess að hann gerir sér ekki grein fyrir því. Afleiöingin er ósjaldan sú aö menn fá ýmis líkamleg einkenni, svo sem háan blóðþrýsting. F'ólki sem þjá- ist af langvarandi streitu og áhyggj- um getur liöiö mjög illa líkamlega. Vöðvar eru spenntir og höfuðverkur, svefnleysi og þunglyndi eru algengustu einkennin. Afleiöingin er sú aö viðkom- andi veröur óskaplega þreyttur við minnstu áreynslu. NALÐSYNLEGT AÐ FINNA ORSAKIRNAR Til þess að hægt sé aö lækna streit- una er nauðsynlegt að finna orsakirnar og ráöa bót á þeim. Róandi lyf, sem oft eru gefin, lækna aðeins einkennin en ekki sjálfan sjúkdóminn og geta því stundum gert illt verra. Streitan minnkar ekki en sjúklingurinn getur auðveldlega orðið háöur lyfjum. Slökunaræfingar geta oft hjálpað upp á sakirnar betur en nokkuö annaö. Slökunaræfingar, svipaðar þeim sem ætlaðar eru barnshafandi konum, henta öllum. Bók Huldu Jensdóttur, Slökun og eðlileg fæðing, er ágæt fyrir þá sem vilja kynna sér slökunaræfing- ar. Sömuleiðis er nýkomin út kassetta með slökunaræfingum fyrir alla og heitir hún Slakað á og streitan burt og út- dráttur úr efninu á prenti, hvort tveggja eftir Huldu Jensdóttur. Þetta efni fæst í versluninni Þumalínu í Reykjavík. Einnig eru til í bókaverslunum bækur um svipaö efni á erlendum tungumálum. Það hjálpar sumum aö stunda íþrótt- ir og trimm því það linar spennuna í vöövunum. Golf er vinsælt meöal streittra kaupsýslumanna og atvinnu- rekenda. Leikfimi, vaxtarrækt, dans, skokk og fleira stóreykur vellíöan og þótt undarlega kunni aö hljóma, minnkar þreytuna. Vinsældir skokksins eru skiljanlegar þegar litiö er til þess aö það veitir vöðvaspennunni útrás og er auk þess ákaflega fyrirhafnarlítið. Enginn út- búnaöur er bráðnauðsynlegur nema góðir skór og léttur klæðnaður og það er hægt að skokka hvar sem er og hve- nær sem er. Hjólreiöar og sund er að sama skapi heilsusamlegt. I raun má segja aö hvers kyns útivera og hreyf- ing komi aö gagni, jafnvel stuttar gönguferöir um nágrenniö eru betri en ekkert. HOLLAR LÍFSVENJLR Það má foröast síþreytu meö ýmsu ööru móti. Rétt mataræði skiptir miklu máli. Syfja og sljóleiki fram eftir degi stafar oft af því að morgunmatnum er ábótavant. Kaffi og kex er vægast sagt bágborin fæða fyrir vinnandi fólk. Neytið meiri eggjahvítu- og fjörefna. Alkunna er að svokallað blóðleysi, sem oftast stafar af járnskorti í fæöunni, gerir menn slappa og sljóa. Góður og rétt samsettur morgunverður er besta máltíð dagsins. Svefninn er og þýöingarmikill. Eng- ar reglur eru til um hve mikill svefn er mönnum nauðsynlegur. Svefnþörfin er ákaflega einstaklingsbundin. Sumir þurfa að sofa 9—10 tíma á nóttu en aðr- ir ekki nema 4—6 tíma. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir hve mikinn svefn maður þarf í raun og veru og reyna síð- an aö fylgja því eftir. Margir sofa meira en þeir þurfa því oft er leitað á náðir svefnsins þegar þreyta og óró- leiki sækja á hugann. En mikill svefn í slíkum tilvikum linar oft ekki þreyt- una, sérstaklega ef um langvinnt ástand er að ræða. Réttar svefnvenjur eru mikilvægar og óreglulegur svefn í langan tíma getur reynst skaölegur. Gamla góöa reglan um að sofa við op- inn glugga er í fullu gildi. Rúmdýnur og sængurfatnaður þarf að vera þægi- legur. Að hlusta á tónlist eða lesa fyrir svefninn hjálpar oft þeim sem eru lengi að festa blund. Stuttur síðdegis- blundur, sérstaklega í rökkrinu á vet- urna, er lúxus sem vert er að veita sér ef það er hægt. Stundum er mikil svefnþörf tákn um að menn hafa ekki nóg fyrir stafni. Sá sem dottar yfir sjónvarpstækinu allt kvöldið og sefur síðan 9—10 tíma á nóttunni þyrfti ef til vill aö reyna meira á líkamann en ekki minna. Áð- urnefndar íþróttir ættu að bæta úr því. 24 Vikan 22. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.