Vikan


Vikan - 03.06.1982, Page 29

Vikan - 03.06.1982, Page 29
Erlent Simone Veil — einn vinsælasti stjórnmálamaður Frakka Simone Veil var fyrsti forseti Evrópuþingsins og gegndi því starfi þar til í janúar síðastliön- um. Hún er fyrrum heilbrigðis- málaráðherra í stjórn Giscard d’Estaing og sagt er að hann hafi ætlað henni forsætisráöherrastól- inn í ríkisstjórninni hefði hann haldið velli í síðustu kosningum. Hún hefur þó aldrei verið félagi í stjórnmálaflokki en er venjulega stimpluð „frjálslynd”. í ráðherra- tíð sinni kom Simone Veil til leiðar stórmerkilegum en umdeildum lagfæringum á lögum um frjóvg- unarvarnir og fóstureyðingar. I hinu kaþólska landi mætti frum- varpiö gífurlegri andstööu heit- trúaðra kaþólikka og hægrisinna. Hún fékk mörg svívirðileg hótunarbréf í pósti og þegar hún settist á Evrópuþingið var víða krotað á veggi í námunda við þing- staðinn: Simone Veil — fóstur- morðingi. En hún kippir sér ekki upp við svona nokkuð. Hún hefur á starfsferli sínum kynnst fátækt og eymd í frönskum borgum og þeim hörmulegu afleiðingum sem ólög- legar fóstureyðingar og óvel- komin böm höfðu í för með sér. Hún hefur einnig haft forgöngu um úrbætur í málum fatlaðra og geðsjúkra og einnig í barna- verndarmálum og ættleiðingar- löggjöf. Simone Veil er glæsileg kona og klæðist jafnan Chanel-fötum. En glæsifatnaðurinn leynir ekki járn- viljanum og sterkum persónuleik- Konur í frönskum stjórnmálum klœðast gla'sifatnaði frá frönskum tiskuhúsum. Hér sjást þa r Sinwne Veil (t.h.) og frú Pompidou (t.v.), báðar í fötum frá Chanel. anum sem býr í henni. Ef hún brettir upp ermina á silkiblúss- unni má sjá brennimarkið innan á framhandleggnum, brennimarkið sem hún fékk í Auschwitz-búðun- um í stríðinu. Simone Veil er af gyöinga- ættum. Faðir hennar var vel efnaður arkitekt. Sautján ára var hún send til Auschwitz ásamt 76 þús- und öðrum gyðingum, þar á meðal öðrum í fjölskyldu hennar. I út- rýmingarbúðunum dó öll fjölskyldan nema hún. Aðeins 2500 gyðingar lifðu helraunina af. Þessi lífsreynsla hefur ekki aöeins hert hana heldur og gert hana hvassa og harðfylgna. Þegar þættimir Holocaust (Helförin) voru sýndir í sjónvarpinu tók Simone Veil þátt í umræðu um áreiðanleik þátt- anna í sjónvarpi. Hún lýsti því yfir að i atriðunum í útrýmingarbúðunum væru fangamir sýndir allt of siðaðir og óeigingjamir gagnvart hverjir öðrum, til þess að halda lífi urðu jafnvel þeir elskulegustu að haga sér eins og dýr og þola mikla niöurlæg- ingu. Þegar hún var látin laus eftir þrettán mánaða fangavist hélt hún áfram námi. Hún lærði lög og varð lögfræðingur en nam einnig stjómmálafræði. Hún fékk stöðu við dómsmálaráðuneytiö og vann þar í mörg ár. Simone Veil varð ráðherra án þess að eiga sæti á þingi eða vera fulltrúi ákveðins stjórnmálaflokks en slíkt er ekki óalgengt í Frakklandi. Á meöan hún sat í ríkisstjórn var hún æ ofan í æ kosin vinsælasti stjórn- málamaöur í F'rakklandi. Hún vann hug og hjarta margra þegar hún sýndi fordæmi í reykinga- varnaherferð og lýsti því opinber- lega hve illa henni hefði alltaf gengið að hætta að reykja. Simone Veil ásamt eiginmanni og sgni. Eins og að líkum lætur er Simone Veil mikill baráttumaður fyrir jafnrétti kynjanna. En hún hefur samt sem áður áhyggjur af þróuninni. Henni finnst sem konur hafi verið um of hvattar til þess aö öðlast sjálfstæði og frelsi í kynferðismálum án þess að brýnt væri fyrir þeim að taka afleiðing- unum. Eins og ástatt er í Frakk- landi hafa margar konur ekki fjárhagslegt bolmagn né félags- legt sjálfstæði til þess að standa á eigin fótum. Því er mikilvægt aö byrja á réttum enda. Sjálf hefur Simone Veil notið þess að eiga góða og trausta fjöl- skyldu og komast langt á frama- brautinni. Hún er gift Antoine Veil lögfræðingi en hann liföi líka af vist í Auschwitz sem unglingur. Þau búa í sjöunda hverfi í París þar sem margir stjórnmálamenn og stjórnarerindrekar búa í virðu- legum byggingum. Hún reynir að vera með eiginmanni, börnum og barnabörnum að minnsta kosti einn dag í viku hverri. A sunnu- dögum eldar hún matinn og sést stundum versla á markaðstorginu eins og venjuleg frönsk húsmóðir. Simone Veil var eitt sinn spurð hvort vistin í fangabúðunum hefði haft varanleg áhrif á líf hennar. „Hún svipti mig öllum blekk- ingum og kenndi mér aö leggja ekki of mikið upp úr smáatriðum og að greina á milli þess sem skiptir máli og þess sem ekki skiptir máli.” F'yrir þann sem misst hefur alla ættingja sína í helförinni er fjölskyldan mikils virði. Simone Veil hefur barist fyrir bættum kjörum fjölskyld- unnar meö því að styrkja stöðu kvenna í samfélaginu. m Simone Veil. 22. ,ul. Vikan 29

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.