Vikan - 03.06.1982, Page 48
• • í næstu Viku • í næstu Viku
í næstu Viku • í næstu Viku • í næstu Viku • •
Andlitjarðar
Heldur nokkur madur enn að jörðin sé
flöt? JSei, auðvitað ekki, svara glúrnir les-
endur Vikunnar. Flestir halda hins vegar
að sjórinn sé sléttur hjúpur umhverfis jörð-
ina, yfirhorðið jafnist út vegna þess hve
vatn rennur auðveldlega.
Þar með er ekki öll sagan sögð. Sjórinn er
alls ekki sléttur miðað við floteiginleika
vatnsins eins. Satt að segja er hafið á jörð-
inni beyglað — sums staðar eru djúpar
dœldir og annars staðar háar hœðir á sjón-
um, jafnvelþóttþað sé blankalogn.
Ástœðan? iJm það lesum við í nœstu
Viku.
RÚSSARNIR KOMA!
RUSSARNIR KOMA!
Nýlega æddu blaðamenn og Ijósmyndar-
ar Vikunnar út á Reykjavíkurflugvöll og um
borð í landhelgisvél sem beið á vellinum
með allt í gangi. Við þutum beint í loftið.
Flogið var á fullri ferð... en hvar voru
Rússarnir? Lesið um það í næstu Viku.
/ næstu Viku verður sta/drað við hjá
Ragnhiidi Stefánsdóttur sem hefur lokið
námi í höggmyndun í Myndiista- og hand-
íðaskóla ís/ands. Hún er iesendum Vikunn-
ar einnig kunn fyrir myndir þær sem hún
hefur teiknað við framhaldssögur og smá-
sögur í b/aðinu í vetur. Einn af vinningun-
um í happdrætti Kvennaframboðsins var
eftir Ragnhiidi, stytta sem sýnir þekktan
mann í óvana/egri mynd. Um það og f/eira
fræðumst við í næstu Viku.
Væristu vetrarflíkur
Kannski finnst einhverjum illa gert að vera að halda að
okkur vetrarfötum svona í upphafi sumars. En ekki er ráð
nema í tíma sé tekið: Tískuhús Parísar eru þegar á fullu með
vetrartísku næsta vetrar og í næstu Viku gefum við for-
smekkinn af því hvernig vetrartískan verður. Það er Yves
Saint Laurent sem ríður á vaðið og kynnir vetrarflíkurnar —
og það kemur sér vonandi vel fyrir lesendur Vikunnar —
þeir vita þá hvernig þeir eiga að búa sig undir kólnandi
árstíð.
48 Vikan 22. tbl.