Vikan - 03.06.1982, Síða 62
Getur einhver
hjálpað mér?
Halló kæri Póstur.
Mér finnst Vikan mjög
gott blað, ég les hana
reglulega. Geturöu frætt
mig um eitt? Eiga eftir-
taldar hljómsveitir aödá-
endaklúbba og þá hvar?
Soft Cell, Reaft Reach,
The Slits, Killing Joke,
Sex Pistols, Stray Cats,
The Split,
P.S. Ég skil þig vel aö
vilja ekki koma upp um
kyn þitt, því ef þú vænr
kona mundu strákar
kannski veigra sér viö aö
skrifa þér og öfugt, en ég
held samt aö þú sért kona.
Biö aö heilsa Helgu.
H.H.
Ekki veit Pósturinn
hvort þessar hljómsveitir
eiga aðdáendaklúbba en í
það minnsta hefur Póstin-
um ekki tekist að grafa
upp heimilisföng þeirra.
Það er nú svo að ekki hafa
verið stofnaðir klúbbar í
kringum nærri allar
hljómsveitir. Þó gæti það
hafa farið fram hjá Póstin-
um. Því skorar Pósturinn á
lesendur sína að veita lið-
sinni hér eins og svo oft
áður. Ef þið hafið rekist á
heimilisföng þessara aðdá-
endaklúbba einhvers stað-
ar verið þá svo væn að
senda inn línu. Annars er
líka ágætt ráð að skrifa
beint til plötuútgáfanna
og fá þar upplýsingar.
Utanáskriftin er oft á
plötuumslögunum.
Athugasemd þín um
kyn Póstsins er allrar
athygli verð, en skiptir
kyn Póstsins nokkru máli
þegar öllu er á botninn
hvolft?
Hvar á Johan
Jonsson heima?
Kæri Póstur.
Viö höfum aldrei skrif-
aö þér áöur og vonum
þess vegna aö þú svanr
þessu bréfi fljótt.
Þannig er mál meö
vexti að viö höfum báöar
mikinn áhuga á fimleik-
um og vorum þar af leiö-
andi á Noröurlandameist-
aramótinu.
Þar fengum viö mikinn
áhuga á Johan Jonsson,
Noröurlandameistaranum
í fimleikum karla.
Getur þú grafiö upp
heimilisfangiö hjá honum
og hvort hann skrifar á
ensku og fleira um hann'í
Getur þú sagt okkur hvaö
hann er hár?
H.B.H.
P.S. Viltu birta þetta
mjög fljótt ?
Það er greinilega vor í
lofti hjá ykkur stöllunum.
Þið segið ekki hvað það er
við Johan Jonsson sem hef-
ur vakið áhuga ykkar. Ef
það eru fimleikahæfileikar
hans getið þið eflaust
fengið myndir af honum í
gegnum íslenska fimleika-
sambandið og ef til vill
beðið kunningja ykkar í
Svíþjóð um að senda ykkur
video-spólu af honum að
gera æfingarnar. Nú, ef þið
viljið komast í samband við
hann persónulega verðið
þið auðvitað að gera það af
stakri kurteisi. Hann hefur
ekki hugmynd um hverjar
þið eruð svo þetta má ekki
líta út eins og hreinar per-
sónunjósnir. Ef þið hafið
samband við íslenska fim-
leikasambandið getið þið
eflaust fengið þar heimilis-
fangið hjá sænska fimleika-
sambandinu.
Bréfið kemst örugglega
til skila ef þið sendið það í
gegnum þá skrifstofu.
Plakat af
Adam Ant
Kæri Póstur.
Æskilegt væriaö þiö
birtuö plakat af Adam
Ant þegar hann var meö
LUKKUPLATAN
K
Eitt vinsœlasta lagið i útvarpinu nú síðustu vikurnar er eins og klippt
út úr smáauglýsingum — nú eða kannski útvarpsauglýsingum.
Myndin hér að ofan á að minna á þetta lag. Eins og sjá má er þetta
laglegasta fley og við vitum að um borð eru allir þessir stóru:
skipstjórinn, kokkurinn og vélstjórinn, en minnsta kosti einn
liðsmanninn vantar — og það er einmitt heitið á laginu sem við
erum að spyrja um. Ef þið getið ómögulega munað það megið þið
nefna nafnið á plötunni. Það út af fyrir sig er yfirskrift á auglýsinga-
flokki af þvi tagi sem við nefndum áðan.
Fyllið út seðilinn hér að neðan. Þrjú nöfn verða dregin út og hinir
heppnu fá plötuna sem verið er að tala um.
Lagið/platan heitir--------------------------------
Sendandi er:_______________________________________
Heimi/i ___----------------------------------------
Póstnúmer_____________________Póststöð-------------
Utanáskriftin er: VIKAN, Lukkuplatan '82 — 22
PÓSTHÓLF 533,101 REYKJAVÍK.
Vinningshafar
Lukkuplatan '82 — 16
Þessí hlutu plötuna Five Miles Out meö Mike Oldfield en það var einmitt
hann sem var á myndinni.
Ómar Örvarsson, Hnjúkabyggð 4,540 Blönduósi.
Sigrún Harðardóttir, Suðurgötu 27, 230 Keflavík.
Ólöf María Jóhannesdóttir, Kambagerði 4,600 Akureyri.
62 Vikan 22. tbl.