Vikan


Vikan - 03.02.1983, Síða 15

Vikan - 03.02.1983, Síða 15
Fjölskyldumál sem hann hefði átt að geta gert betur á lífsleiöinni. Hann býst við því versta frá öðrum og veröur því sérstaklega næmur fyrir viðbrögðum annarra. Hann túlkar oft orö og gerðir þeirra á versta veg. Honum finnst hann ýmist finna fyrir andúð eða að aðrir vilji alls ekkert með sig hafa. Áhrífá fjö!- skylduna Þaö getur verið mjög erfitt að vera í fjölskyldu þar sem þunglyndi ríkir og ljóst er aö innbyröis samband fjölskyldu- meðlima er undir miklum áhrifum af líðan þess þunglynda. Svartsýni og vanmáttarkennd einkenna samband þess þunglynda við vini og ættingja. Það er honum tamt að vera bitur og fjandsamur úti í aðra af því hann býst ekki við neinu góðu sjálfur. Þetta getur komið fram í tillitsleysi við þá nánustu og oftast gerir hann miklar kröfur til þeirra. Vinir og kunningjar mis- skilja oft þessi viðbrögð og halda aö sá þunglyndi vilji ekkert meö þá hafa. Þeir eiga því til að forðast að heimsækja hann, en sá þung- lyndi tekur þessi viðbrögö sem sönnunþess aðþeirviljiekkihafa neitt með hann aö gera lengur. Ættingjar og vinir fá oft sektar- kennd þegar þeir reiðast eða gera kröfur til þess sem þunglyndur er því þeir finna svo vel vanlíðan hans og vanmátt. Þeir reyna því að sitja á sér, enda er mjög algengt að fjölskyldan einangrist með honum. Alltásér orsakir Þeir sem þunglyndir verða á fullorðinsárum hafa oft þjáðst af minnimáttarkennd frá barnæsku. Oft hafa þeir orðið fyrir áföllum í bernsku. Sem dæmi um slík áföll má nefna langvarandi aðskilnað frá foreldrum. Þrátt fyrir velgengni á fullorðinsárum í námi og starfi vex sjálfstraust ekki að sama skapi. Tilfinningin að vera minni máttar hverfur ekki og efasemdir um eigið ágæti eru yfirgnæfandi. „Eghefðigetaðgertþetta betur.” „Fólk gerir sér ekki grein fyrir hvaðþetta er lítils virði.” Sá sem ekki hefur trú á sjálfum sér verður mjög háður því hvað öðrum finnst um hann. Hann á erfitt með að treysta því að hann geti verið öðrum mikils virði og þarf stöðugt að láta sína nánustu sannfæra sig um ást þeirra og umhyggju. Meðferð við þunglyndi Allt sem maðurinn upplifir geymist í huga hans. Þetta hefur lengi veriö vitað en nú hafa nýj- ustu rannsóknir á tilraunastofum sýnt það á ótvíræðan hátt. Þetta er þó manninum sjálfum ómeðvitað í daglegu lífi og hann getur sjaldn- ast kallað fram minningar eftir eigin geðþótta. Oftast eru það ytri atburðir sem vekja minningar og gamlar tilfinningar aftur til lífsins. Sá sem verður þunglyndur á fullorðinsárum fær oft sitt fyrsta þunglyndiskast þegar hann verður fyrir áfalli. Afallið þarf ekki að vera mikiö í sjálfu sér en það líkist gjarnan öðrum sem hann varö fyrir á æskuárum. Hann finnur til smæðar sinnar á sama hátt og þá en er sér sjaldnast meðvitandi um af hverju. Sálfræöileg meöferð við þung- lyndi getur tekið langan tíma. Markmið með slíkri meðferð er ekki aðeins að gera einstaklinginn virkan aftur heldur að honum veröi ljósar orsakir þunglyndisins. Það getur verið erfitt og sársaukafullt að takast á viö gömul vonbrigði og áföll. Þetta svokallaöa innsæi er þó forsenda þess að hann geti breytt um af- stööu til umhverfisins. Það þarf að hjálpa þeim þunglynda til þess að sjá ekki einungis galla og bresti hjá sjálfum sér og öðrum, það þarf líka að hjálpa honum að treysta á eigin mátt og megin, að verða minna háður öðru fólki. Reynslan sýnir að ef samvinna sérfræðings og þess þunglynda er góð má læra nýjar leiðir til þess að takast á við þessa erfiðleika og fyrirbyggja þannig þunglyndi í framtíðinni. Skop Jæja, nú kem ég að kaflanum þegar þu þarft alltaf nauðsynlega að skreppa út. 5. tbl. Vikan 15

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.