Vikan


Vikan - 03.02.1983, Side 41

Vikan - 03.02.1983, Side 41
Þegar blómín taka völdín Það fer víst ekki framhjá neinum að við lifum á tækni- öld og allt er að verða annaðhvort alsjálfvirkt eða að minnsta kosti hálfsjálfvirkt. Ef marka má auglýsingar eru tii ofnar og kjötstykki sem taka höndum saman um að sjá húsbúum fyrir dýrindisfæðu þótt þeir sjálfir komi hvergi nærri. Það allra nýjasta eru blómin, sem að sögn sjá um sig sjálf þegar mennskir íbúar fara í sumarleyfi um lengri eða skemmri tíma. Kannski fer að líða að því að mannveran verði nútímaþjóðfélagi jafnþýðingarmikil og botnlangatotan er mannsbúknum — það þurfi sérfræð- inga til að eygja breytingu við endanlegt brottnám. Þeir eru ófáir sem hafa gaman af blómum og sanka að sér kynstr- um þeirra til ræktunar í gluggum, á borðum, veggjum, gólfum og öðrum þeim stöðum sem tylla má blómum í húsnæðinu. Umönnun blómanna veitir mannfólkinu mikla ánægju og ekki spillir ef þessilitlu fósturbörn launa með því að vaxa og dafna í takt við von- ir eigandans. Alls kyns bækur eru gefnar út áhugamönnum til fróð- leiks um þessi efni og verslanir á þessu sviði rifna út. Það er víst alls enginn leikur að umgangast þessar elskur fremur en annað í svo nánu sambýli því tilfinninga- lífið er viðkvæmt. Blóm þurfa sína næringu, vökvun og svo að sjálf- sögðu félagsskap. Að tala við þau er núna það sem gildir og þeim er víst alveg sama þótt þar leiki þau hlutverk fórnardýrsins — mótaðil- inn haldi orðinu allan tímann! En meira að segja hörðustu ræktunarmenn þurfa sitt sumar- leyfi og einnig að geta brugðið sér frá heimilinu í lengri eða skemmri tíma. Og þá vandast málið. Aö vísu má biðja Jón eða Gunnu um \ að halda elskunum við í vökvun, en oft getur verið erfiðleikum / bundið að finna ættingja sem vill fara einu sinni í viku til að vökva þau nægjusömustu, tvisvar fyrir þau þurftarmeiri og að ekki sé minnst á drykkjusjúku jurtirnar sem þurfa sitt næstum daglega. En örvæntið ekki — tækniþjóðfé- lagið hefur enn sem fyrr séð um sína. I heildsölu Hallgríms Jóns- sonar aö Reynimel 24, Reykjavík, má finna blómavökvara — eins konar hjálpartæki fyrir blóm sem vilja sjálf sjá um vökvunina þegar eigandinn bregður sér að heiman. Tækið nefnist Blumat og er fullyrt að það tryggi vatnsmagn sem full- nægi rakaþörf plöntunnar. Annar hlutinn er látinn í blómapottinn, vei niður í moldina, en hinn end- inn er holur plastþráður, sem lagður er í ílát, fyllt með vatni. Vatnsílátið þarf að velja eftir tímalengdinni — þannig að fyrir viku dugir vatnsglas en stærri flát þarf fyrir lengri tímabil. Mælt er með viðbótarvökvun einu sinni í mánuði til þess að halda kerfinu í reglulega góðu lagi. Hægt er að gefa áburð ásama máta og honum er þá bætt í vatnsflátið í hæfileg- um mæli. Einnig er bent á að í vatn sem stendur lengi getur safn- ast slý sem lokar fyrir rennslið og má koma í veg fyrir það með því að nota undir vatnið flát sem eru ónæm fyrir ljósi. Þannig má telja að glær vatnsflát muni fremur óheppileg til þessara nota. Nokkrum Blumatvökvurum var dreift í hendur blómavina á Vik- unni og báru þeir saman bækur sínar aö reynslu lokinni. Helstu ókostir voru að fyrirtækið þótti dýrt, einn Blumatvökvari kostar 95 krónur og ef gera má ráð fyrir 15 plöntum á heimili er þetta tals- verður kostnaður. Ekki má gleyma að blóm á einkaheimili geta hæglega farið allvel upp fyrir þá tölu. Einnig þótti okkur að plöntum af minni gerðinni hætti til að vökna um of, þannig að þetta hentaði betur stærri blómum sem þurfa þá jafnframt stærri potta. Niðurstaðan var því að þetta gæti reynst nokkuð heppileg lausn fyrir fyrirtæki þar sem um stór blóma- ker er að ræða, þá bæði til dag- legra nota og líka ef lokað er um hátíöir eða í sumarleyfum. Einnig gæti reynst heppilegt að eiga nokkra slíka fyrir drykkjusjúku blómin á heimilinu til þess að fækka ferðum hjálparkokkanna, en gamla lagið myndi enn sem fyrr reynast haldbest — Jón og Gunna vökva á meðan Sigga og Svenni fara að heiman og síðan öf- ugt. Og þá er ekki ógáfulegt að eiga saman nokkra Blumatvökv- ara til að fækka feröum og þá hægt að skiptast á um notkun þeirra, því sjaldnast hendast allir vinir og venslamenn í burtu samtímis. L5 5. tbl. Víkan 41

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.