Vikan


Vikan - 29.09.1983, Blaðsíða 3

Vikan - 29.09.1983, Blaðsíða 3
í þessari Viku 39. tbl. — 45. árg. 29. sept. 1983. — Verð 75 kr. GREINAR QG VIÐTÖL:_____________________________ 4 Ævintýraferð til Kaupmannahafnar. Sagt frá ferðalagi til Kaupmannahafnar með ungt starfs- fólk Vikunnar og DV.__________________________ 12 Afmæli aflýst vegna byltingar. Spjallað við bóli- vískan skiptinema á Islandi.___________________ 16 Laxness í ruslafötunni var fyrsta sporið í átt til íslands. Viðtal Vikunnar við LaDonnu Þórdísi Breiðfjörð.____________________________________ 26 Maðurinn sem kynvera. Sálfræðiþáttur Guðfinnu Eydal._________________________________________ SÖGUR:_________________________________________ 20 Ný framhaldssaga: Týnd í stórborg. I. hluti. 38 Qpera í fimm þáttum. Willy Breinholst.______ 42 Stjúpan — síðasti hluti framhaldssögu.______ ÝMISLEGT:______________________________________ 22 Skógarferð — aðferð til að lesa framtíðina úr eigin hugskoti.______________________________________ 28 Slappiðaf. . . einkunnarorð hártískunnar.___ 36 Handavinna: Sparilegur kjóll fyrir sparilega við- burði._____________________________________ 37 Popp.______________________________________ 49 Kúmen-kótelettusteik og kókos-kótelettur með saffrangrjónum í eldhúsi Vikunnar._____________ LÍKAMSRÆKT:____________________________________ 31 Varúð: Skrifstofu- og kyrrsetubólgan — alger far- aldur. Góð ráð til að lengja lífið og auka vel- líðanina. VIKAN. Utgefandi: Frjáls fjölmiðlun hf. Ritstjóri: Sigurður Hreiðar Hreiðarsson. Ritstjórnar- fulltrúi: Hrafnhildur Sveinsdóttir. Blaðamenn: Anna Ólafsdóttir Björnsson, Árni Daníel Júlíusson, Borghildur Anna Jónsdóttir, Jón Ásgeir Sigurðsson, Þórey Einarsdóttir. Útlits- toiknari: Sigrún Harðardóttir. Ljósmyndari: RagnarTh. Sigurðsson. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 33, simi 27022. AUGLÝSINGAR. Geir R. Andersen, sími 85320. AFGREIÐSLA OG DREIFING í Þverholti 11, simi 27022, pósthólf 533. Verð i lausasölu 75 kr. Áskriftarverð 250 kr. á mánufli, 700 kr. 13 tölublöð ársfjórflungslega eða 1.450 kr. fyrir 26 blöð hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram, gjalddagar nóvember, febrúar, maí og ágúst. Askrift i Reykjavik og Kópavogi greiðist mánaðarlega. Um málefni neytenda er fjallað i samráði við Neytendasamtökin. Forsíðan: Hann Viðir Kristjánsson frá Dalvík varð fyrir ýmsum gjörningum er hann kom á Dyrehavsbakken við Kaupmannahöfn i ævintýraferð ■ölu- og dreifingarbarna Vikunnar. Þar staldraði hann meðal annars við hjá galdramanninum Pierrot sem framdi við hann óliklegustu galdra, svo sem að draga út úr honum egg sem Viðir hafði ekki hugmynd um að hann væri með uppi í sér. Meira inni i blaðinu. Ljósm. Guðlaug María Sigurðar- dóttir. Sendandi er Gréta Björk Eyþórsdóttir, Akurgerði 2, 600 Akureyri. Hún fær sendar fjórar næstu Vikur. Hvernig var í saumaklúbbnum? — 0, jæja, rólegt. Viö vorum allar mættar svo aö viö höföum ekkert aö tala um. Konan: Af hverju græturöu svona, drengur minn? Drengur: Ég get víst ekki grátiö ööru- vísi. Frúin: Vinur minn, veit mamma þín aö þú reykir? Drengur: Kæra frú, veit maöurinn þinn aö þú talar viö ókunna menn úti á götu? Hvaö gafstu systur þinni í jólagjöf ? — Mislinga. Kata, hvaö ertu eiginlega aö gera úti í rigningunni? — Bleytamig. Læknirinn: Þér skuluö taka eina te- skeið af þessu meöali nákvæmlega einu kortéri áður en þér finniö til verkj- anna. Hafiði heyrt um sverðgleypinn sem aðeins gleypti nálar? — Hann varímegrun. Hvaö ætlar þú að gera viö allan þennan kúaskít? — Nota hann á jaröarberin. Það er skrýtiö. Ég er vanur aö nota rjóma. Ég elska dóttur þína, herra, og leyf- ist mér hér meö aö biöja um hönd hennar? — Kemur ekki til mála. Annaöhvort tekurðu hana alla eöa ekki neitt. Eigum viö að drekka hvítvín meö matnum? — Nei, ég þarf aö keyra bílinn. Þá fáum viö okkur bara rauðvín. Þaö sést ekki í blóðprufunni. Veistu af hverju Hafnfiröingar standa alltaf í sömu sporum þegar þeir tala í símann? — Nei. Þaö er skrefatalning. Af hverju fara Hafnfiröingar alltaf meö stiga þegar þeir fara út að versla? — Verðiö er svo hátt. Af hverju ganga Hafnfiröingar alltaf í rúllukragapeysum? — Tilaðskrúfgangurinnsjáistekki. Nýir plasthjálmar Allt síðan í síðari heimsstyrjöld- inni hefur stálhjálmurinn sér- kennilegi verið eitt helsta einkenni bandarískra hermanna. Herir margra annarra landa hafa tekið þetta lag á stálhjálmum upp, en kvartað hefur verið yfir því aö í hvert skipti sem skotið er af riffli kastist hjálmurinn fram og hylji augun. Nú hefur verið hannaður nýr hjálmur fyrir Bandaríkjaher. Hann er úr plastefninu kevlar og er töluvert léttari en sá gamli. Hann á einnig að vera mun sterkari og á að gefa 25% meiri vörn gegn kúlum óvinarins. Sá ókostur er við nýja efnið að nú geta hermennirnir ekki lengur soðið matinn í hjálmunum því að plastið myndi bráöna. Það merkilegasta við hjálminn er þó að hann lítur alveg eins út og stálhjálmar Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni. Þetta kemur til með að breyta verulega útliti og ímynd Bandaríkjahers. . . 2 Vikan 39. tbl. HAMARSLAUSNIN . baS\a v»6W.mas eyindit hafa gaman a< a em hún Pand . • ; hatnar' sendur setn » J « eins o9 *venns konar e»n •rss&z*er ,VS . k»ar Lífballettdansarans enginn dcms ú rósum hjá Bandaríkjaher í nýlegri bók, Off Balance: The Real World ofBallet, fjallar höfundurinn, Suzanne Gordon, um líf ballettdansara í Banda- ríkjunum. Hún gerði ítarlega athugun á högum fjölmargra meira og minna þekktra ballett- dansara í Bandaríkjunum áður en hún hófst handa við skriftir. Hún komst að því að ballett- dansarar hafa að miklu leyti tapað sjálfsvitund sinni. Þeir verða að fórna öllu sem heitið getur félags- eða tilfmningalíf eigi þeir að eiga möguleika í grimmúðlegri baráttunni á troð- fullri listabrautinni. Ballettdans- arar skaðast oft illa vegna þess að þeir verða að koma fram jafnvel þótt þeir séu illa haldnir af veik- indum, ofþreytu, meiðslum eða anorexía (megmnarsýki), en sá sjúkdómur er algengur meðal ballettdansmeyja. Dansararnir þjást af mikilli og stöðugri angist sem á miklu fremur rætur að rekja til kerfisbáknsins í kringum ballettinn en danslistarinnar sjálfrar. I bókinni segir Suzanne Gordon frá dönsurum, mæðmm þeirra og kennurum og alls staðar kemur fram þjáning, einangmn, auðmýking og undir- gefni við yfirmenn sem dansar- arnir þurfa að sætta sig við. Þeir eru flestir óeðlilega tengdir móð- ur sinni og finnst þeir vera einsk- is virði. Vissulega fann Suzanne Gordon undantekningar frá þessu, dansara sem vom í góðu jafnvægi, en þær vom sorglega fáar. (Úr Pshychology Today) 39. tbl. Vikan 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.