Vikan


Vikan - 29.09.1983, Blaðsíða 6

Vikan - 29.09.1983, Blaðsíða 6
Yngsti förunauturinn var ekki nema átta mánaða og var ýmist i fangi foreldra sinna eða í vagni sinum og heyrðist aldrei mótmæla þótt dagurinn væri langur. Svo átti hann dæmalaust góðan vin i Óla blaða. Ljósm. Sigurður Hreiðar. Ekki var alltaf nauðsynlegt að fara inn í búðir. Stundum var iíka hægt að höndla við götusala. Ljósm. Nanna Biichert. var því býsna erfltt að koma út seint um kvöld og eiga að fara að sofa, án þess að hafa smakkað nokkuð á þeim ævintýrum sem fyrir hafði verið heitið. Svo var líka heitt í Danmörku, að minnsta kosti borið saman við það sem íbúar suðvesturhorns ís- lands hafa búið við í sumar, og allt þetta hjálpaðist því að við að gera fyrstu nóttina ónæðissama og tefjasvefn. En það var kátur hópur sem lagði upp næsta morgun í skoðunarferð um Kaupmanna- höfn. Ekki svefnleysi að sjá á nokkrum manni og einstaklings- framtakið í fullu gildi. Krakkar sem eru vanir að bera út blöð og berjast um viðskiptavinina í blaðasölu em lítið fyrir það að ganga í skipulegri röð og láta skammta sér tíma. En við Steinar Bollasynir vomm jafn- dauðhræddir um að týna ein- hverjum eins og krakkarnir vom í rauninni áfjáðir í að týna sér (að því er okkur fannst) og héldum liðinu saman eftir bestu getu með tíðum smalamennskum og talningum sem þóttu hinn mesti óþarfi og leiðindafyrirbrigði. Og mikill var fögnuðurinn síðar þennan dag þegar við að lokinni skoðunarferð um Kaupmanna- höfn og stuttri heimsókn í Dýra- garðinn hleyptum liðinu lausu í Tívolí, með „dagskortið” spennt á úlnliðina! Haft var fyrir satt að sá sem duglegastur var hafi komist níu sinnum í rússi- banann í Tívolí þetta kvöld fyrir utan allt annað sem hann sá og prófaði. Það lætur kannski að líkum að menn vom fljótir að sofna að loknum þessum degi, og ekki frítt við að suma þyrfti að vekja með handafli næsta morgun. En ekki tjóaði að sofa of lengi því nú var fyrirhugað að lofa fólkinu að komast lítilsháttar í búðir. Á því var mikill áhugi þótt margsinnis hefði verið undirstrikað að þetta væri ekki verslunarferð. Því var það að hópurinn byrjaði á að fjölmenna á þann fræga stað Daells Varehus og er ekki laust við að þar gerðust mörg spaugileg atvik. Sumir krakkanna vom vel sjálfbjarga á dönsku, en aðrir létu duga að tala íslenskuna hátt og snjallt og enn aðrir töluðu sína eigin ensku. Allt gekk þetta þó vel og áfallalaust. Einn fylltist miklu kaupæði og raðaði hverju sem fyrir varð ofan í körfu sína, en sem betur fer hafði hann góðan Hrefna Kristín Þorbjömsdóttir, 11 ara, Keflavík: Ég hef aldrei áður komið til útlanda en mér fannst þetta allt mjög spennandi. Mest fannst mér þó gaman í dýragarðinum, að sjá öll þessi dýr sem þar vom. Svo fannst mér líka gaman í , ,litla tívolíinu” eða Bakkanum, það var alveg æðislegt í vatns- rússibananum þar. Mér fannst líka mjög spennandi að labba á Strikinu. Þar er svo margt fólk og öðmvísi en á íslandi. Ég var nú ekkert að versla þar, bara labba um. Mér fannst ferðin öll alveg frábær, ég fann mér meira að segja vinkonu í ferðinni, Eddu frá Ölafsfirði sem ég vonast til að hitta aftur. Ævintyraferð 6 Vikan 39. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.