Vikan


Vikan - 29.09.1983, Blaðsíða 44

Vikan - 29.09.1983, Blaðsíða 44
FRAMHALDSSAGA ekki væri nema yfir nótt, sagði Caroline: Jæja þá, getur Zelda komið? Jæja þá, getur Zelda komið? Þetta voru einmitt orðin sem Caroline sagði og þessi fimm ein- földu orð komu hjartanu til að hoppa upp í háls á mér og tárunum fram í augun. „Hún vill að ég komi,” hvíslaði ég út í loftið, eins og það að segja þetta upphátt, endurtaka það, gerði það trúlegra. Ég fór. Þetta var í fyrsta sinn sem ég hafði verið fjarri Adam, Lucy og Charlie. Ég lét í tösku eins og brúður, haföi meðferðis þykka, safamikla pappírskilju til að lesa á leiðinni í langferðabíln- um, keypti nýjar skyrtur handa Caroline og Cathy og tók meö mér nóg af reiðufé til að kaupa mikiö magn af víni og bjór. Mikið fannst mér ég vera frjáls þegar ég steig úr bílnum í New Haven! Og þegar ég sá Caroline í gallabuxunum sínum og jakk- anum á leiðinni til mín fannst mér ég aftur verða ung í fyrsta sinn í mörg ár. Þetta föstudagskvöld óku stúlk- urnar mér á heimavistina svo að ég gæti skoðaö herbergið hennar Cathy og hitt herbergisfélaga hennar. Viö komum við í áfengis- verslun og ég keypti bjór, vín, vodka, skoskt viskí, tónik og sóda- vatn, svo að allir gætu veriö ánægðir, og svo fórum viö í íbúð Caroline og héldum mikla drykkju- og átveislu. Seinna sátum við í stofunni, drukkum, hlógum, töluðum. Tveir herbergisfélagar Caroline fóru með fylgdarmönnum sínum og við vorum bara þrjár eftir, Caroline, ég og þriðji herbergisfélaginn, Lynn. Við ræddum námskeið, einkunnir, slæman vinnumarkaö, óvissa framtíð. Og ég hlustaði á Caroline og Lynn slúöra um fólk sem ég þekkti ekki, fólk sem ekki var að eignast börn og vinna á sveitabæjum heldur var að segja upp kærustum eöa falla á efri- bekkja-prófum eða fara í skíða- ferð yfir helgi. Ég sat þarna, var alltíeinu ákaflega hamingjusöm, ákaflega ánægð yfir að sitja þarna og hlusta á stjúpdóttur mína og vinkonu hennar rabba saman. Caroline virtist svo mikil heims- kona og ákaflega falleg, mjög ólík litlu telpunni með skögultenn- urnar sem ég hafði hitt fyrst. Hún talaði um vin sinn sem hét Jim. Og ég velti fyrir mér hvort Adelaide hefði einhvern tíma komið í heim- sókn. Með sjálfri mér vissi ég allt í einu að Caroline myndi aldrei bjóöa móður sinni hingað, rétt eins og Lucy, þegar hún væri orðin stór, myndi aldrei kæra sig um að móðir hennar birtist í náms- mannaíbúðinni hennar. Mér hlýnáði, fannst ég sérstök, hafa forréttindi. Ég sat þarna og drakk, varð aftur drukkin, brosti ástúölega við Caroline, hugsaði um hvað hún væri falleg, velti því fyrir mér hvort ég hefði haft einhver áhrif á uppvöxt hennar. Þegar ég vaknaöi um morgun- inn var Caroline samanhnipruð í stól í stofunni og drakk te. Ég reikaði um íbúðina í nátt- kjólnum mínum, naut þess munaðar að eiga letilegan morgun án þess að þurfa að gefa börnum mat, skipta á bleium og halda á börnum. „Það er til heitt vatn ef þú vilt te,” sagði Caroline. „Ég skal steikja handa þér eggjaköku eftir andartak.” Ég fékk mér te og settist svo inn í stofu til Caroline. „Það var gaman aö tala svona fram á nótt,” sagði ég. „Já,” sagði Caroline og brosti. „Er þetta sérstakur náungi?” spurðiég. „Égá við Jim.” „Jamm,” sagði Caroline. „Ákaflega sérstakur náungi.” „Heldurðu að þú komir til meö aögiftasthonum?” „Ég veit að ég geri það ekki.” „En ef hann er svona sér- stakur.. . ” „0, Zelda, hann er sérstakur — ég er ástfangin af honum. En hann er svo metnaðargjarn. Hann vill verða lögfræðingur og hann vill fá ljúfa litla konu sem stendur í skugganum og vill helga sig frama hans. Ég get það hreinlega ekki.” „Ég get skilið þaö. Þú vilt helga þig þínum eigin starfsframa.” „Nei, ekki einu sinni það. Mér stendur á sama um frama, ólíkt Jim. Mér stendur meira aö segja á sama um hjónaband ef ég finn bara einhvern sem er fús til að leyfa mér að lifa lífinu eins og ég vil. Ég á við, ég er fús að deila og komast að samkomulagi og það allt, en ég er ekki fús að sökkva. ” „Langar þig í börn?” „Börn?” Caroline brosti. „Æ, ég veit það ekki. Ekki nærri, nærri strax.” Við sátum stundarkorn þegjandi og hugsi og svo sagöi hún með bylgjuaf þrótti: „Jæja, nú ætla ég að búa til þessa eggjaköku handa þér!” Hún bjó til ákaflega ljúffenga eggjaköku — þunna, létta og fulla af osti og jurtum — og við töluð- um um annað — hvali og Jacques Cousteau, framhaldsskóla og gamla prófessora. Þegar orðiö var tímabært fyrir mig að fara og ná í Grayhound langferðabílinn, sem flytti mig aftur á býliö og til eiginmanns míns og barnanna minna og hversdagslífsins, varð ég döpur. Ég velti fyrir mér hvort hún gæti haft einhverja hugmynd um hve miklu máli þessi heim- sókn hafði skipt mig. En þegar við kysstum hvor aöra létt á vangann áöur en ég steig inn í bílinn gerði ég mér grein fyrir því að hún var þegar búin að senda mig af staö og var hreint ekki að hugsa um mig og merkingar ævi minnar. Hún hafði úr of miklu að vinna með sína ævi. Ég heyrði til bernsku hennar, fortíö hennar, að því er virtist gat hún ekki notað mig til að vinna að framtíð sinni. Engu að Bílaeigendur takið eftir! Frumryðvöm og endurryðvöm sparar ekki einungis peninga heldur eykur öryggi yðar í umferðinni. Endurryðvöm á bifreiðina viðheldur verðgildi hennar. Eigi bifreiðin að endast er endurryðvörn nauðsynleg. • Látið ryðverja undirvagninn á 1 — 2 ára fresti! • Látið ryðverja að innan á þriggja ára fresti! • Gróð ryðvöm tryggir endingu og endursölu! BILARYÐVÖRNhf Skeifunni 17 22 81390 Stjúpan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.