Vikan


Vikan - 29.09.1983, Blaðsíða 43

Vikan - 29.09.1983, Blaðsíða 43
Sögulok NANCY THAYER „Ég lét þá fá afrit af ferilskýrsl- unni þinni og ég mælti ákaflega mikiðmeö þér.” „Kannski eru þeir búnir að ráða einhvern annan núna.” „Nei. Ég þekki Jim Steele sem er formaður þarna. Hann bíður eftir að heyra frá frá mér. Ég sagði þeim að ég skyldi hafa sam- band við þig vegna starfsins því aö ég veit hvað þig hefur mikið lang- aðí vinnu.” „Jæja, jæja, hvað getum við gert? Ég á við, ég tek vinnuna, ég geri þaö. Guð almáttugur, þetta er eins og kraftaverk! Getum við hringt í þá núna og sagt þeim að ég taki starfið?” „Viltu ekki ræöa þetta við Charlie fyrst? Viltu ekki vita hvert kaupið er?” Ég hugsaði andartak. „Já. Jú, ég vil fá að vita hvert kaupið er, en það breytir ekki neinu. Og nei, ég vil ekki ræða þetta fyrst við Charlie. Ekki núna. Eg vil vinnuna.” „Þá sendum við þeim sím- skeyti.” Við gengum að símanum og sendum skeytið. Meðan hann talaði stikaði ég um herbergið og lagöi á ráðin. Ég þurfti að panta flugfar. Ég varð aö pakka niður, ég þurfti aö gera ráðstafanir um dagheimili fyrir börnin, ég varð að — ég varð að segja Charlie þetta. Þegar Stephen var búinn að senda símskeytið sneri hann sér að mér og horfði brosandi á mig stundarkorn. Svo sagði hann: „Þú ert eiginlega klikkuð kerling, Zelda — veistu það?” Mér fannst ég vera hátt uppi. Ég hafði ekki einu sinni lokið úr kampavínsglasinu mínu, en mér fannst ég vera hátt uppi, drukkin, í gleðivímu. „Nú ætti ég eiginlega að sofa hjá þér,” sagði ég, varö allt í einu alvörugefin. „Af þakklæti ef ekki öðru.” Stephen gekk yfir herbergið og tók mig í fangiö. Hann horföi lengi á mig, svo kyssti hann mig og þrýsti mér aö sér. „Zelda,” sagöi hann, „ég kæri mig ekki um að þú sofir hjá mér af þakklæti. Eða af leiðindum eða af misskilningi. Ég vil að þú sofir hjá mér vegna þess að þú elskir mig. Ég elska þig en ég ætla að fara aftur heim. Ég ætla að láta þig í friði. Ef þú vilt mig veistu hvar þú finnur mig. ” „En Stephen,” sagöi ég. „Þú komst alla leið yfir Atlantshafið! ” „Og Eystrasalt.” Stephen brosti. „En það var þess virði, bara til aö sjá svipinn á andlitinu á þér þegar ég sagði þér frá vinn- unni.” „Stephen,” sagði ég, talaði niður í bómullarskyrtuna hans, „þú ert góður maöur. Og Ellen er dásamleg. Börnin þín eru falleg. Þér gæti liðiðverr.” „Ég veit þaö, ég veit það allt. Þú þarft ekki að vorkenna mér. 0, Zelda, þú ert svo skringileg. Líttu á þig. Þú ert þegar komin á kaf í þetta starf. Þú heldur að þú sért heppnasta manneskjan í öllum heiminum.” „Eg er heppnasta manneskjan í öllum heiminum. Ég hef allt sem ég hef alltaf viljað — börn, Charlie, ognúnavinnu...” „... ogviníofanálag.” „Vin. 0, Stephen, ó, Stephen, ég elska þig.” Við föðmuðumst aftur og kysst- umst og svo sagði ég: „Stephen, ég er búin að ráða barnfóstru allan daginn í dag. Þú sagðist vera vinur minn og það ertu. Þú ert vinur minn. Við skulum gera það sem vinir gera. Leyfðu mér að sýna þér Helsinki. Þetta er athyglisverð borg og fyrst þú ert kominn alla þessa leið ættir þú að minnsta kosti að sjá borgina. ” „Hvað ef fólk sér okkur saman?” „Mér er sama,” sagði ég. „Ég segi að þú sért vinur minn. Og það verðursatt.” Við fórum saman út og eyddum deginum í að ganga um Helsinki. Þetta var kaldur dagur, við leidd- umst á göngunni og töluðum um sjálf okkur. Við töluðum um fortíð okkar og vonir okkar, um vanda- mál okkar og þrár. Þetta var vissulega eitt dásamlegasta síðdegi lífs míns, að vera með þessum myndarlega, framandi vini í myndarlegri framandi borg og finnast ég andartak laus undan skyldum viö eiginmann, börn og vinnu, en vita þó að þetta var allt til staðar og ég gat snúiö aftur til þess. Síðasta ár, síðasta haust, eftir friðarheimsókn dætra Charlies um sumarið, fengum við fyrsta óvænta bréfiö frá Caroline. Þetta var langt, vingjarnlegt, skraf- hreifiö bréf, skrifað okkur báðum, og hún sagði okkur frá nýju íbúð- inni sinni og vinkonum sínum þremur og hvað námskeiðin væru erfiö og með hverjum hún væri á föstu. Og síðasta setningin var: „Vona að ykkur báðum og börn- unum líði vel. Ástarkveðjur, Caro- line.” Charlie var ánægður. „Ég vissi að þetta myndi gerast fyrr eða síðar,” sagði hann. „Hún vill aftur komast í samband. Hún er orðin svolítið fullorðnari. Það versta er liðiðhjá, guði sé lof.” Hann skrifaöi Caroline svarbréf og eftir nokkurn tíma skrifaöi ég henni líka. Bréfið mitt var styttra, varlegar orðað, og ég nefndi Adam og Lucy ekki nema lítillega. Ég gerði mér grein fyrir því hvað menntaskólastúlku hlyti að þykja bréfið mitt leiðinlegt. Ég skrifaði ekki um annað en býlið okkar og nýju kettlingana okkar og hvað ég hafði breytt mörgum eplum í epla- mauk og saft. Mig dauðlangaði til að segja í bréfinu: „Sjáðu til, þetta er bara tímabil sem ég þarf að ganga í gegnum, aö vera móöir og lifa rólegu sveitalífi. Það gerir mig ekki sérlega áhugaverða, ég veit þaö, en það gerir mig ákaf- lega ánægða. Drottinn má vita að þú gekkst í gegnum tímabil, ég á skilið að gera það líka.” Meðan ég skrifaði bréfið vissi ég að býlið, börnin mín, rólegt, öruggt, sila- legt líf mitt myndi ekki fullnægja mér öllu lengur. Caroline skrifaði á móti, langt, vinsamlegt bréf. Hún skilaði kveðju frá Cathy. Hún spurði hvort við Charlie gætum komiö í heimsókn til New Haven. Þetta var síðasta árið hennar í mennta- skóla og hana langaði til að við sæjum íbúðina hennar og hittum herbergisfélaga hennar áður en allt breyttist. Hún virtist vera að bjóða okkur í fullri alvöru og af einlægni. „Ég get ekki farið þangað,” sagöi Charlie. „Ég hef hreinlega ekki tíma. Af hverju ferö þú ekki?’ „Ég? Ein? Hún kærir sig ekki um mig. Hún vill þig, þú ert faðir hennar, í almáttugs bænum,” sagði ég. En seinna, þegar Charlie hringdi í Caroline til að segja henni að hann ætti of annríkt til að skreppa þangað í heimsókn, þó 39, tbl. Vikan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.