Vikan


Vikan - 29.09.1983, Blaðsíða 30

Vikan - 29.09.1983, Blaðsíða 30
Það eru fleiri BURTON en Richard BURTON t! t' Hann hefur þótt breskari en nokkuð breskt, bún er eins amerísk og frekast er mögulegt. Hann er frægur, hún er óþekkt. Hann heitir Richard Burton, hún hcitir Kate. Hann er faðir hennar. Þegar Richard Burton og fyrsta eiginkona hans, Sibyl, skildu, eftir 12 ára hjónaband, var Kate aðeins fjögurra ára gömul. Sibyl flutti til New York með dótt- ur sína og þar ólst Kate upp við ást og umhyggju móður sinnar og stjúpföður, leikarans Jordan Christopher. Á uppvaxtarárunum var hún ákveðin í að verða allt annað en leikari. Hún stundaði nám í United Nations Internation- al School og í Brown University í New York og hugðist stefna á al- þjóðlegt laganám. En innst inni blundaði alltaf þráin eftir leikhús- inu. „Ég sagði alltaf við sjálfa mig,” segir Kate, „nei, nei, ég held bara að mig langi til að leika af því að ég er alin upp í leiklistar- bransanum. En síðan gerði ég mér grein fyrir því að éf ég gæfi leiklistinni ekki möguleika sæi ég eftirþvíalla ævi!” Nú er Kate 25 ára og búin að ljúka nánji við Yale í leiklist. Fyrsta leikritið sem hún lék í á Broadway var Present Laughter þar sem hún lék á móti George C. Scott, það næsta var aðalhlutverk- 30 Vikan 39- tbl. ið í Lísu í Undralandi. HÚn lék eitt sumar í vinsælu sumarleikhúsi í Englandi og einn samstarfs- manna hennar var Christopher Reeve, betur þekktur undir nafn- inu Superman. í þessu leikhúsi hafa ekki ómerkari leikkonur en Meryl Streep leikið en hún er ein- mitt uppáhaldsleikkona Kate. Þegar Kate var spurð að því hvort eftimafn hennar hefði hjálp- að henni á framabrautinni sagði hún að það hefði valdið henni miklum heilabrotum hvort hún ætti að breyta nafni sínu. „Sonur Martin Sheen breytti nafni sínu í Emilio Estevez og all- ir vita hver pabbi hans er. Allir vita að Shirley Maclaine og Warren Beatty era systkini. Ég fann það út að þetta var bara spurning um HVENÆR fólk kæm- ist að því hver faðir minn er.” Nú nýverið léku þau feðgin saman er Lísa í Undralandi var tekin upp á vídeó. Þar lék Kate aðalhlutverkið og Richard Burton lék hvíta riddarann. „Það væri mjög gaman að fá að leika aftur á móti pabba. En það verður að ger- ast þegar við erum bæði tilbúin. Pabbi er mjög taugaóstyrkur og ekki batnar það við það að leika á móti mér. En þetta var frábær lífsreynsla og ég vona að hún eigi eftir að endurtaka sig.” Kate er dóttir Richard Burton og fyrstu konu hans, Sibyl. Kate þykir amerískari en nokkuð ameriskt. Kate og Richard Burton í hlutverk um sínum i Lísu í Undralandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.