Vikan - 29.09.1983, Blaðsíða 21
kynna aö hún hefði farið til hár-
greiðslumeistara fyrir skemmstu.
Húðin var björt, augun hnotubrún
og hún virtist hafa verið í skjóli
fyrir sólinni allt sumarið.
„Hr. Driscoll? Ertu skyldur
Laurel Driscoll?” Spurningin var
ásökun.
Kevin kynnti sig skelfdur.
Undrun kviknaði í augum Joyce
Lomax.
„Ef til vill getur þú sagt mér
hvað orðið hefur af dóttur þinni,
hr. Driscoll!” Þegar hún sá undr-
unina í svip hans benti hún honum
að fara inn í innri skrifstofuna en
lokaði ekki. Hún stóð stíf og horfði
áhann.
Hann þurfti að ræskja sig til að
útskýra hvers vegna hann væri
þarna.
Hún hlustaöi með sífellt þyngri
svip, sagði svo snöggt: „Ég hef
ekki séð Laurel í meira en viku,
hr. Driscoll! Hún kom bara ekki!
Og hún hringdi ekki heldur. Ég
skal játa að þetta er ekki henni
líkt. Mér hefur aldrei virst hún lík-
leg til að lenda í klandri.”
„Klandri?”
Hún horföi aftur rannsakandi á
hann, mýktist örlítið upp um leið
oghúnútskýrði: „Laurel blandaði
sér í allt mögulegt, hr. Driscoll.
Heyröu, þaö er best að þú setjist
Hann sat stjarfur á stólbrúninni
meðan hún hallaði sér upp að
hlöðnu skrifborðinu sínu. Síminn
hringdi. Hún gretti sig. Svaraði
stuttaralega. Lagöi á. Svo sagði
hún við hann: „Laurel þarf að
koma reglulega til mín vegna mót-
mælagangnanna sem hún hefur
tekiöþátt í.”
„Mótmæla? SVGO-mótmæla-
aðgerðanna?”
„Veistu þá af þeim?” spuröi
hún.
„Ekki hvað Laurel varðar.
Hvað geröi hún?”
Joyce Lomax andvarpaði.
„Henni til varnar skal ég segja að
hún flæktist í málið af hugmynda-
fræöilegum ástæðum. Gegn
geislavirkni, gegn þjóðfélags-
mengun . . . þessu venjulega. Það
er ekki óalgengt hjá náms-
mönnum. En það eru alltaf glæpa-
hneigðir aðilar sem tengjast öllum
slíkum mótmælaaðgerðum. Slags-
málogstjórnmálaöfgar. . .”
Hún bandaði hendinni óþolin-
móð og bætti við: „Laurel barst
með fjöldanum: þetta venjulega,
braut rúður, setuverkföll, hún. . .
nm . . . sló jafnvel hjálm af um-
ferðarlögreglu.”
„Gerði Laurel það?”
Hrelldur hlustaði hann á hana
halda áfram, alvörugefna og með
vanþóknun: „En það sem mestar
áhyggjur vekur er næturlíf
Laurel, hr. Driscoll. Hún er undir
lögaldri. Hún ætti ekki að vera að
vinna hlutastarf sem þjónustu-
stúlka í einu af vertshúsum
Vincent Cabarellis.”
„Vertshúsum?”
„Ég gleymdi mér. Þú ert
breskur. Veitingahúsum á þínu
máli.”
„Hefur Laurel verið að vinna á
veitingahúsi?”
„Hún hefur veriö að því nokkurn
tíma. Gott og vel, námsfólk þarf
að taka aö sér skyndistörf til að
hafa vasapeninga. En vertshús
Vincent Cabarellis eru ekki ein-
göngu tilaðboröaí.”
„Hver er Vincent Cabarelli, frú
Lomax?”
Kevin brá í brún er hún tíundaði
það. „Þaö er fremur erfitt að lýsa
Vincent Cabarelli. Hann lifir í út-
jaðri undirheimanna. Ég held ekki
að hann hafi nokkru sinni hlotið
dóm fyrir að brjóta lögin, í eigin-
legri merkingu, en það er mjög
margt vafasamt fólk fastagestir í
veitingahúsakeðju hans. Auðvitað
eru þetta í rauninni næturklúbbar.
Þeir hafa leyfi til að selja sterkt
áfengi.”
„Vinnur Laurel á einum þess-
ara staða?”
„Auðvitað. Þeim stærsta. í aöal-
stöövum Vincent Cabarellis.” Hún
þagnaði snöggvast. „Vissirðu
hreint ekki neitt af þessu, hr. Dris-
coll?”
Kevin var stokkinn á fætur,
hjarta hans barðist tryllingslega.
„Af hverju hafðir þú ekki sam-
band við mig og sagöir mér af
þessu?”
Hún fór undan í flæmingi. „Þaö
er allt of mikið að gera hér á skrif-
stofunni, hr. Driscoll. Ég ætti ekki
aöverahérna núna.”
Síminn hringdi og hún svaraði.
Hún lagði óþolinmóð á aftur og
hélt áfram: „Sjáðu nú til, hr.
Driscoll. Ég ætti að vera á sex
öðrum stöðum einmitt þessa
stundina — að sinna málum sem
snerta eiturlyf, líkamlegt ofbeldi
og enn verri hluti! Háskólakrakk-
arnir sem koma hingaö stöku
sinnum eru fremur væg tilfelli í
samanburði viö það. Ef þeir koma
ekki til mín hef ég ekki tíma til aö
eltast við þá. Laurel átti að vera
komin hingað fyrir viku. Ef til vill
getur þú fengið hana til að láta
vitaaf sér.”
„Frú Lomax!” urraði Kevin.
„Ég veit ekki einu sinni hvar
Laureler!”
Gremja blossaði upp í augum
hennar. „Mér þykir leitt að heyra
þetta, hr. Driscoll. Ef til vill værir
þú ekki hérna núna ef þiö dóttir
þín væruð heldur nákomnari hvort
ööru.”
„Ertuaðgefaískyn. . .?”
Hún rétti upp höndina til aö
þagga niður í honum og hann
kyngdi bræðinni með erfiöis-
munum.
„Sjáðu nú til, hr. Driscoll. Ég
ætti ekki einu sinni að vera í New
York þessa stundina. Ég er þegar
búin að missa dag af sumarfríinu
mínu vegna ungs manns sem
réðst á móður sína með brotinni
flösku!”
Hryllingurinn stóð í hálsi
Kevins. Síminn hringdi einu sinni
enn. Roskna skrifstofustúlkan
kom inn með bréfastafla og
stefnur.
„Welensky-strákurinn segir að
ef þú hittir hann ekki strax, frú
Lomax, taki hann sig til og brjóti
sjálfsalann á ganginum. ’ ’
„Allt í lagi, allt í lagi.” Joyce
Lomax sagði fáein orð í símann
stutt í spuna, flýtti sér að undirrita
bréfin sem sett voru á skrifborðið
hennar og ályktaði: „Ég er alveg
að koma fram til að tala við Wel-
ensky-strákinn! Segöu honum að
láta sjálfsalann í friði.”
Joyce Lomax staldraði við i
gættinni og sendi Kevin augnaráð
sem var ekkert afsakandi.
„Mér þykir fyrir þessu, hr.
Driscoll. Þú gætir kannski komið
aftur eftir svona hálfan mánuð?
Það er betra aöpanta tíma. . .”
„Hálfan mánuð!”
„Ég fer úr bænum eftir hádegið
ámorgun.”
„En Laurel...”
„Ég er viss um að hún kemur í
leitirnar. Þau gera það oftast, hr.
Driscoll.”
„Þau. . .”
KEVIN FLUTTI reiðina út meö
sér. Hann stóð um hríö á heitri,
rykugri götunni, blindaður af síö-
degissólinni, hrakinn í mannfjöld-
anum.
Dagurinn var aö breytast i mar-
tröð. Hann var engu nær því
að finna Laurel en þegar hann
lagöi upp frá Sirencest. Og hann
var að verða þreyttur á því að fólk
vísaði sér á bug.
Obeit hans á borginni og
kvíðinn vegna Laurel fékk hann til
að efast um að það hefði verið
skynsamlegt að fara að heiman.
P'ramhald 1 næsta blaöi.
39> tbl. Víkan 21