Vikan


Vikan - 29.09.1983, Blaðsíða 20

Vikan - 29.09.1983, Blaðsíða 20
Kevin kinkaöi kolli og teygði sig eftir reikningnum. „Ég hefði gaman af því, ungfrú Cardenas.” „Skollinn hafi það, kallaðu mig Margo. Mér finnst við geta sleppt formsatriðunum þar sem við erum að snæða saman. ” „Alltílagi, Margo.” Hún lagði hönd sína á hans, tók reikninginn. „Ég býð, Kevin. Ég bauö þér í hádegisverð, manstu?” Hún greip fram í þegar hann and- mælti. „Ef ég fæ ekki aö hirða reikninginn komumst við ekkert áfram viö að finna Laurel. ’ ’ Hann samsinnti treglega. Hún brosti um leið og hún gaf þjóninum drykkjupeninga. „Svona er ég viss um að við hittumst aftur, Kevin. Þú býður næst.” „Þú mátt treysta því, Margo.” Þau gátu ekki hjálpað honum og hann fann að þau voru treg til að tala við hann. Hann skildi ekki kuldalega kurteisi þeirra, sem jaðraði viðfýlu. Eitt af öðru gengu þau burt þangað til loks var enginn eftir nema ung, aölaöandi blökkustúlka sem spurði hikandi: „Ertu reiður við Laurel, hr. Driscoll?” „Ekki reiður. Ég er bara að verða vitstola af áhyggjum.” Stúlkan kinkaði kolli, virtist sátt við einlægni hans, gaut svo augun- um flóttalega á eftir vinum sínum og sagði: „Við Laurel erum ekki sérlega nánar vinkonur. En þú gætir kannski reynt aö tala við Isabel Dewhurst.” „Hver er hún?” „Vinkona Laurel. Þær eru óaðskiljanlegar.” Einn af hópnum, sem var á körfuboltanum yfir gólfiö, teygði sig í handklæði sem hékk yfir tré- slá og þerraði andlitið. Líkt og líkami hennar bjó röddin yfir votti af hroka, stolti. „Jæja? Hvað hefur Laurel nú verið aö gera af sér, hr. Driscoll? ” Kevin stirnaði upp. „Ég var að vona að þú gætir sagt mér það, Isabel.” „Jæja?” Hún þagnaði, handklæðið faldi niðurandlit hennar. „Ég veit ekki hvar hún er,” hélt Kevin áfram. „Þaö virðist enginn vita það.” Meö hægum hreyfingum lagði Isabel handklæðið á áhaldakassa rétt hjá, leit undan og sagði þvinguð: „Ég á ekki að gæta Laurel.” „En þú ert vinkona hennar! ” „Auövitað er ég það. Viö skemmtum okkur mikið saman.” Tóntegund stúlkunnar kom ónota- lega við hann. „Ertu bekkjarsystir hennar, Isabel?” Hún hló kuldalega. „Oekkí. Ég er ekki hugsuður eins og Laurel. Ég vel íþróttasvið.” Kevin vætti neðri vörina meö tungunni, tók vel eftir þröngum bol stúlkunnar. Hann sleit augun af SVGO-merkinu. Augnaráð hennar var háðslegt. „Sjáðu nú til, hr. Driscoll. Viö Laurel, jæja, við hittumst fyrir utan skólann. Viö skemmtum okkur vel....” „Laurel virtist ekki skemmta sér, Isabel.” Hann sagði henni frá bréfinu og símtalinu. Isabel var komin í varnarstööu. „Einkalíf Laurel kemur mér ekk- ertvið, hr. Driscoll.” „En þú hlýtur að vita af því sem hún gerir — hvert hún fer.” „Uh-huh. Stundum. En....” „Nú?” Hún horfði tortryggin á hann stundarkorn. „Það eina sem mér dettur í hug er að hún hafi farið að hitta félagsráðgjafann sinn,” sagði hún svo. „Ha?” Stúlkunni brá greinilega. „Veistu ekkert um það?” „Það veit ég áreiðanlega ekki. Hvaða félagsráðgjafa?” „Joyce Lomax. Hún vinnur í sambandi við lögregluna í New York. Laurel þarf að koma reglu- lega til hennar. En þetta kemur mér ekkert við, hr. Driscoll.” „Félagsráögjafi!” át hann upp. „Lögreglan! Hvaðgengur hérá?” Hún hristi höfuðið, beindi athyglinni aftur aö handklæöinu Týnd i stórborg Hann dró stólinn hennar frá um leið og hún stóð upp, fann fyrir ilmvatni hennar og návist. Hann áttaði sig á að langt var síðan hann hafði veriö í návist annarra kvenna en þeirra sem hann hitti í starfi. „Þakka þér fyrir hádegisverð- inn,” sagði hann um leið og þau gengu að bílnum hennar. „Og fyrir tímann sem þú hefur fórnað.” „Ég naut þess, Kevin. Haföu ekki áhyggjur, við finnum Laurel. Þetta er eflaust ákaflega einfalt. Þú hlærö að því eftir á.” „Mmmmm.” Hann staldraði við fáein andartök og horfði á glitrandi Hudsonána, síðan á fjar- læga og mikilúðlega loftlínu Manhattan. Áðan hafði honum þótt hann týndur í þessari borg. Þaö var gott aö vera með Margo. „Hvað gerum við núna?” spurði hann hana. Hún hikaði, virtist ætla aö spyrja hann að einhverju, brosti svo aftur. „Ég kom í kring fundi með nokkrum nemendum mínum í háskólagarðinum.” Á HÁSKOLASV ÆÐINU kynnti Margo hann fyrir nokkrum af samstúdentum Laurel, afsakaði sig svo, sagöist vera oröin of sein á annað stefnumót. Kevin varð þegar upptekinn af námsfólkinu, spurði það um Laurel. förum, kallaði óþolinmóður á stúlkuna. „Heyrðu, hr. Driscoll, ég verð að fara. En ég býst viö að dóttir þín sé ósköp indæl stelpa innst inni. En farðu og talaöu við Isabel Dewhurst. Hún er eflaust inni í leikfimihúsi núna.” „En heyrðu aðeins...” Rödd Kevins hljóðnaði vonsvikin þegar stúlkan flýtti sér á eftir hinum. Hann var heppinn að finna Isa- bel Dewhurst sem var að æfa sig að kasta í körfu inni í leikfimihús- inu. Hún var ein og það kom Kevin ekki á óvart. Þessi dagur var of heitur fyrir nokkra líkam- lega áreynslu. Hann hrópaði nafn hennar og hún hætti, hélt á boltanum undir öðrum handleggnum meðan hann gekk í átt til hennar yfir trégólf leikfimisalarins. Hún var hávaxin, grönn og ljós- hærð, klædd í þröngar stuttbuxur og bol. Svitaperlur gljáðu á andliti hennar og andardrátturinn var rykkjóttur. Kevin gat sér til að hún væri ekki eldri en átján ára. „Eg.... hérna, mér skilst að þú þekkir dóttur mína, Isabel? ” Augun þöndust í undrun. „Ert þú karl faðir Laurel? ” „Þaðer rétt.” Tortryggni Isabel blandaðist nýrri aðdáun. „Heyrðu, hún sagöi mér aldrei hvernig þú litir úr, hr. Driscoll. Sú er slóttug! ” Hún velti og Kevin hreytti út úr sér: „Unga kona! Viltu vera svo væn að segja mér það?” Svipur hennar þaggaði niður í honum. Hún sagði kuldalega: „Þetta er ekki minn dagur í yfir- heyrslum, hr. Driscoll. Og ég verö að fara í sturtu. Allt í lagi? ’ ’ Hann stóð í vegi fyrir henni. Það var með erfiðismunum aö hann bældi niður gremju sína og vék frá. „Joyce Lomax. Þú ættir að tala við hana. Hún er meiriháttar pæja!” sagði Isabel Dewhurst um leið og hún slangraði af stað í átt að sturtunum. Vonsvikinn gekk Kevin burt, fann átakanlega fyrir því hvað hann var í lítilli snertingu við kyn- slóð dóttur sinnar. . . HJARTA HANS barðist ótt og títt meðan hann leitaði að leigubíl og fann á endanum húsnæði æsku- lýðsdómstólsins, þar sem félags- ráðgjafarnir voru meö vinnuað- stöðu. Heitur og þreyttur þramm- aði hann upp á fjórðu hæð, þar sem að minnsta kosti tylft ungl- inga sat aðgeröalaus með leið- indasvip, gramir eða bara hrein- lega hræddir. Kevin var í uppnámi þegar hann barði á hurð meö stórum, möttum glerglugga merktum frú J. Lomax. Áður en hann kom inn sá hann fyrir sér roskna, þéttvaxna konu í skynsamlegum skóm og meö rödd eins og liðþjálfa. Ritvél hætti að glamra um leið og hann ýtti hurðinni upp. Fremri skrifstofan var heit og molluleg, vifta í loftinu snerist letilega. Feitlagin kona með gler- augu, grátt hár og gráleit augu leit upp frá ritvélinni sinni og horfði gagnrýnin á hann. „Já?” spuröi hún frekjulega. Efasemdir Kevins uxu. „Frú Lomax?” „Frú Lomax er önnum kafin þessa stundina.” „Ég verð að hitta hana. Það er mikilvægt. Áríðandi.” „Auðvitað. Það er biðröö af fólki sem liggur á þarna frammi á gangi. Auk þess þarftu að hafa pantaðan viðtalstíma, hr.. . .?” „Driscoll. Kevin Driscoll.” „Driscoll!” Ný kvenrödd endurtók nafn hans. Dyrnar inn í innri skrifstof- una höfðu opnast og konan sem horfði tortryggin á Kevin virtist ekki eldri en þrítug, snyrtileg og í rósóttum kjól. Stutt, gljáandi, kastaníubrúnt hár hennar gaf til 20 Vikan 39- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.