Vikan - 29.09.1983, Blaðsíða 24
augunum. En í þessu tilfelli
verður víst að gera undantekningu
því annars væri ekki hægt að lesa
lengra. Meö augun lokuð á maður
að ímynda sér garö. Þetta er
garðurinn þinn. Garðurinn sem
þig langar í, nákvæmlega eins og
hann getur helst orðið þér til
ánægju. Taktu þér góðan tíma
með augun lokuð (þegar aö því
kemur) og reyndu að gera þér
myndina ljósa.
Annað stigið kallar á einbeit-
ingu og kyrrð og að viðkomandi fari
samviskusamlega yfir þaö í hug-
anum aö allt sé honum að skapi,
ekkert sem ekki á að vera og allt
með sem þarf.
Þriðja stigið er að svara nokkr-
um spurningum eins nákvæmlega
og þér er unnt. Mælt er með að
skrifa hjá sér svörin.
1. Er garðurinn þinn á einhvern
hátt afmarkaður frá umhverf-
inu? Er veggur umhverfis
hann? Hlið? Limgerði?
Einhvers konar girðing, hve há
er hún og voldug? Ef ekkert
afmarkar garðinn, hvernig er
umhverfis hann?
2. Eru blóm í garðinum? Hvers
konar blóm, hvaða tegundir?
Hvernig er þeim komið fyrir
eða vaxa þau villt? Hvernig er
garðurinn að öðru leyti? Eru
stígar eða stétt í honum? Er
matjurtagaröur í honum eða
er þetta kannski allt einn
matjurtagaröur? Hver sér um
aðhirða garðinn?
3. Eru tré í garöinum? Ef svo er,
hversu há eru þau? Hve mörg?
Hvaða tegundir? Hvar eru þau í
garðinum? Ef engin tré eru í
garðinum, hvers vegna er það
þá?
4. Er vatn í garðinum þínum? Ef
svo er, hvar er það og hversu
djúpt er það? Er það tært, er
gróður í því eða er það kannski
með klóri í eða gruggugt? Er
það rennandi eöa kyrrt? Er
þetta kannski nuddpottur
(sundlaug) eða tjörn með
fiskum í? Ekki láta ykkur
nægja að svara með jái eða
neii.
5. Þú ert aö ganga um í garðinum
þínum og sérð eitthvað liggj-
andi á jöröinni. Hvað? Og
kemur þetta þér eitthvað viö?
Áttu það kannski eða hefuröu
aldrei séð það áður?
6. Þú ert með lykil í hendinni
(athugaðu að í þessu prófi
merkir lykillinn ekki það sama
og í skógarferðinni). Hvernig
lykil? Úr hverju er hann? Er
hann þungur eða léttur?
Gamall eða nýr? Að hverju
gengurhann?
Fjórða stig: Túlkun táknanna.
1. spuming.
Mörkgarðsins.
Garðurinn merkir innra líf
sjálfs þín. Þú ert garöurinn. Ef há
girðing er í kringum hann ertu
lokuð manngerö. Þótt þú virðist út
á viö, ertu þaö kannski ekki innst
inni. Opinskátt fólk í eðli sínu
velur opna garða. Miðlungs
girðing eöa limgeröi bendir til að
þetta sé blandað eða í meðallagi
og þú hafir ekkert á móti sam-
vistum við fólk af og til. Hliðið
skiptir máli, sérstaklega ef
veggurinn eða girðingin er há. I
gegnum það fara samskiptin við
umheiminn fram. Ef það er
gamalt, voldugt, þungt og kannski
stirt er álíka erfitt að komast að
þér, en ef það er þægilegt er til leið
að þér. Gaddavír og rafmagns-
girðingar benda til fjandskapar
við félagsskap annars fólks.
Svo eru auðvitað líka dæmin
um engar girðingar og til er svo
opinskátt fólk aö það hefur gert
ráð fyrir að sími sé tengdur um
allan garöinn.
2. spuming.
Blómin.
Blómin í garðinum þínum eru
vinirnir þínir. I sumum göröum
eru engin blóm, í öðrum hundruð
ef ekki þúsundir. Því skipulegar
sem blómunum er komið fyrir
þeim mun líklegra er að umhverfi
þitt sé í röð og reglu. Þeir sem
planta laukum og fá síðan
túlípana og páskaliljur aö von
eru þeir sem eru þolinmóðir og
framsýnir. Villt blóm benda til
þess að menn vilji losna undan
ábyrgð eöa lifa án þess að
ábyrgðin íþyngi þeim um of.
Garðar sem eru yfirfullir og
ofsetnir benda til trúnaöartrausts
og æsku. Grænmetið er merki um
vilja til að vera óháöur öörum.
Oþroskað fólk sér stundum
suðræna ávexti eða jafnvel allt
upp í rjómaís vaxandi á trjánum.
Það er merki um að það treysti
um of á aðra (til dæmis foreldra)
og að þeir bjargi málunum fyrir
það.
Hver hiröir garðinn? Ef það er
maður sjálfur bendir það til sjálf-
stæöis. Ef maður lætur einhvern
annan um það fer það talsvert
eftir því hver þaö er hver
merkingin er. Eiginmaðurinn eða
eiginkonan geta sagt að þetta sé í
verkahring makans og þá þýðir
það að treyst er talsvert á hann í
öörum þáttum daglega lífsins.
Þeir sem velja sér garðyrkju-
mann hafa tilhneigingu til að
sneiða hjá því í lífinu sem þeim
finnst of erfitt. Sá sem velur sér
garöyrkjumann í fullt starf vill
24 Vlkati 39* tbl.