Vikan


Vikan - 29.09.1983, Blaðsíða 45

Vikan - 29.09.1983, Blaðsíða 45
síöur haföi þetta verið vel heppnuð heimsókn fyrir mig. Mér fannst að við heföum einhvern veginn kom- ist í gegnum hindrun og hafið í sameiningu nýtt tímabil í lífi okk- ar. Okkur hafði liöið þægilega saman. Hún hafði eldað handa mér, við sátum, töluðum og hlóg- um saman og það var indælt. Það leit út fyrir að við gætum kannski verið vinkonur þegar öllu væri á botninn hvolft. Og ég gerði mér grein fyrir því að það var það sem ég vildi: að vera vinkona fallegu ungu konunnar með síða ljósa hár- iö. Ef til vill haföi ég haft áhrif á líf hennar, ef til vill ekki — það skipti ekki máli. Það sem skipti máli var að mér þótti vænt um hana. Mér geðjaðist vel að því sem hún vildi verða. Caroline var áhugaverð, glögg, íhugul. Hún var ung kona sem ég var farin að þekkja, að tengjast. Ég var, þegar öllu var á botninn hvolft, fegin að eiga stjúp- dóttur. „Þetta verður helvítlegt fyrir okkur bæði, er það ekki?” segi ég brosandi við Charlie. „Já, en þetta verður indælt, hreinlegt, heilsusamlegt helvíti, þar sem ljós skín við endann. ” Þaö er jólanótt í Helsinki. Það snjóar úti, bæöi börnin mín eru sofandi og fara sér ekki að voða og eiginmaður minn var með þessum orðum að enda við að gefa mér bestu gjöf sem hann hugsanlega gæti. Þar til nú er desember búinn að vera skelfilegur mánuður. Þegar Charlie kom heim í nóvember úr fyrirlestraferðinni til Svíþjóðar sagði ég honum frá Stephen og vinnunni sem ég ætlaöi aö byrja á í janúar. Ef til vill var rangt af mér að segja honum frá Stephen. Ég er viss um að Charlie verður aldrei vinur hans aftur og það er meðal afleiðinganna af þessu. Við — Stephen og ég — eyðilögðum vin- áttu. En það er undarlegt að í aug- um Charlie skipti fortíðin mestu, að ég lenti nærri því í ástarsam- bandi við karlmann, þegar það var framtíðin sem ég hafði sektar- kennd yfir og taugahroll — að ég ætlaði að skilja Charlie einan eftir í Helsinki og fara heim til Banda- ríkjanna með börnin mín svo aö ég gæti byrjað aftur að vinna. Eg hafði ekki haldið aö þetta yrði svona slæmt. Ég hafði ekki haldið að þetta tæki svona langan tíma. I tvær vikur æptum við og grétum og rifumst hálfa nóttina nieðan börnin sváfu. Charlie gat ekki trúað því að ég hefði í raun- inni ekki sofið hjá Stephen. Hann hélt að ég vildi fara heim til aö halda áfram ástarsambandinu viö hann. Mér fannst ég ekkert geta gert mér til bjargar. Það var eng- in leið aö sannfæra hann um að ég segöi satt, það voru engar sann- anir sem ég gat lagt fyrir hann. Svo breyttist Charlie um miðjan desember. Hann hætti að vera reiður og varö dapur, þungur af örvæntingu. „Ég hef ekki veitt þér það sem þú vilt í lífinu,” sagði hann. „Eg hef ekki gert þér til hæfis. Þú ættir að fara til einhvers annars.” „Heyrðu, Charlie,” grátbað ég, „ekki láta svona. Vertu svo vænn að líta á mína hlið málsins. Þú hef- ur mig, börnin þín og vinnuna þína. Ég veit að vinnan þín er hluti af þér. Geturöu ekki séð aö mín vinna skiptir mig alveg jafnmiklu máli?” „Ég hélt að þú vildir börn, að þig langaði til að vera móðir,” sagði hann. „Mig langaði til þess. Mig lang- ar til þess. En ég vil líka vinnuna mína. Þú hefur allt — því skyldi ég ekki hafaþaðlíka?” Straumhvörfin urðu fjórum dög- um fyrir jól. Við sátum enn langt fram á nótt, en nú ræddum við skynsamlega saman fremur en rifumst. Þennan dag hafði komið til mín umslag í póstinum frá litla menntaskólan- um þar sem ég átti að kenna. Þar í var samningur til eins árs. Kennsla á seinni önn hæfist fyrsta febrúar og ég sagði Charlie að ég vildi fara heim eftir áramótin til að mér gæfist tími til að koma börnunum inn á dagheimili og skipuleggja starf mitt. „Zelda,” sagði Charlie, „ertu viss um að þú viljir þetta? Ertu viss um að þú þurfir aö gera þetta núna?” „Ég er viss,” sagði ég. „Ég er fullkomlega viss.” „Ég veit það ekki, Zelda,” sagði Charlie. „Ég veit það eiginlega ekki. Mér finnst ég ákaflega bund- inn þér, jafnvel núna. Ekki síst núna. Og ég veit ekki hvort ég af- ber að hafa börnin ekki hérna. Það verður hræðilegt aö hafa ekki Ad- am og Lucy. Það kemur mér til að klökkna að hugsa til þess.” Þá leit ég á hann, leit raunveru- lega á hann, þennan mann sem ég hef séð nærri því daglega í þrettán ár. Hann elskaði hávaðasömu börnin mín, hann elskaöi mig. Hann var að gera sitt besta, hann var að sleppa mér lausri en viður- kenndi þó að viö værum helguð hvort öðru. „Guð minn góður,” sagöi ég, „ég elska þig svo heitt. Þú ert svo góður!” Ég hvarf í faðm hans og fór að gráta. „Ég vil ekki vera fjarri þér,” sagði ég. „Ég vil ekki að börnin séu fjarri þér og þau munu sakna þín hræðilega. En Charlie, mér finnst þetta vera eina stóra tækifærið mitt til að öðl- ast þetta allt — starfið, börnin og þig. Ég þrái þetta svo heitt.” „Gráttu þá ekki,” sagði Charlie. „Þú virðist búin að fá það. ’ ’ Við elskuðumst þessa nótt í fyrsta sinn í langan tíma og það var ríkulegt og hlýtt, ástúðlegt og snortið annarlegri hrifningu eins og við værum að elska með ein- hverjum svolítið nýlegum. Eftir það nefndum við Stephen æ sjaldn- ar og ræddum meira og meira um framtíð okkar. Mér leiö betur með sjálfri mér. Ég gerði mér grein fyrir því að lífið yrði aldrei full- komið, alltaf yrðu fyrir hendi erf- iðleikar og reynslustundir, en frá mínum bæjardyrum séð var það rétt. Fullkomnun er köld, tær og óbifanleg. Lífið er hlýtt, gruggugt og flókið. Og gott. Það er fjórði janúar 1978 og þetta hefur gerst. Cathy, sem er nú orðin tvítug, er hætt í háskólanum á miðri önn og stungin af til Kaliforníu með lag- legum strák sem leikur á gítar. Caroline fékk inngöngu í líf- fræðideildina í skólanum þar sem Charlie kennir. Hún segist vera hundleið á New Haven og vill fá að vita hvort hún megi koma og búa hjá okkur á býlinu í janúar. Adelaide er búin að gifta sig aft- ur, skrifaði Caroline okkur. Nýi maðurinn hennar er aðstoöar-- OC < Q O 00 2 < 00 H- < .00 o Áttu: VASADISKÓ _ FERÐ AKASSETTUT ÆKI7 FJARSTÝRÐAN BÍL eða annað tæki fyrir rafhlöður sem þú notar mikið. Ef svo er þá eru Sanyo-cadnica rafhlöðurnar og hleðslutækið fyrir þig. Meira en 500 hleðslur. o 30 * > H 33 > 2 00 C' o > 33 Gerið verðsamanburð. SPARNAÐUR - ÞÆGINDI FÆSTIVERSLUNUM UM LAND ALLT 0G ESS0 BENSÍNSTÖÐVUM. CADNICA DIESELVELAR HF., SUÐURLANDSBRAUT 16, SÍNII 35200. 39. tbl. Vikan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.