Vikan


Vikan - 29.09.1983, Blaðsíða 27

Vikan - 29.09.1983, Blaðsíða 27
Fjölskyldumál Þaö er algengt að börn sýni kynferðismálum áhuga með því að spyrja ýmissa spurninga um hvernig þau hafi orðið til og hvaöan þau komi. Þegar við þriggja ára aldur koma þessar spurningar, og á aðal-spurninga- aldrinum, þriggja til fimm ára, er eðlilegt að börn sýni kynferðis- málum áhuga. Sjálfsfróun er algeng Að fróa sér er kynferðislegt fyrirbæri sem einstaklingurinn framkvæmir á sjálfum sér. Þetta er saklaust og algjörlega eðlilegt fyrirbæri sem flestir hafa reynt sem börn. Lítil börn gera þetta gjarnan og er hægt að sjá þau fróa sér fyrir tveggja ára aldur. Mörgum fullorðnum finnst erfitt að horfa á böm sín fróa sér og algengt er að þeir skammi börnin og reyni að fá þau til þess að hætta athæfinu. Stundum getur sjálfs- fróun orðið mjög tíð og barn er mjög upptekið af fróuninni. Fram- kvæmdin veröur einstrengingsleg og fullorðnir taka eftir því að bam- inu virðist ekki líða vel þegar það fróar sér, ef til vill má sjá vissa vanlíðan á barninu. Sjálfsfróun getur verið merki um tilfinninga- lega erfiðleika og vanlíöan og reynir barn í slíkum tilvikum að bæta sér upp andlega vanlíðan með mikilli sjálfsfróun. Þegar sjálfsfróun er tákn fyrir tilfinningalega erfiðleika þarf að leita aðstoöar sérfróöra til þess að » hjálpa barninu og foreldrum þess. Sjálfsfróun er algeng á unglingsárum og er þá mun al- gengari hjá drengjum en hjá stúlkum. Þegar stúlkur byrja að hafa blæðingar Það er ekki ýkja langt síðan að stúlkur fengu svo til engar upp- lýsingar um blæðingar. Sem betur fer er þetta óalgengt í dag og þurfa stúlkur ekki aö kvíða fyrir né skammast sín þegar blæðingar byrja, eins og var algengt hér á árum áður. Sumar stúlkur fá blæðingar mjög ungar, og geta þær hafist við tíu til ellefu ára aldur. Aðrar stúlkur byrja fyrst við fjórtán til fimmtán ára aldur og til er að blæðingar byrji enn seinna. Stúlkur gera sér ekki alltaf grein fyrir að þegar blæðingar byrja er möguleiki á því að þær geti orðið ófrískar. Yfirleitt er ekki nema eitt þroskað egg í eggjaleiðara konu og því getur bara ein sæöisfruma frjóvgað eggið. Eggin myndast í eggjastokkunum og þau ýtast niöur í móðurlífið, yfirleitt einu sinni í mánuði. Á milli tveggja blæðinga verður egglos og þá eru stúlkur sérlega næmar fyrir aö verða ófrískar. Flestar stúlkur hafa blæðingar reglubundið einu sinni í mánuði en blæðingar geta látið standa á sér án þess að stúlka þurfi að vera ófrísk. Margir utan- aökomandi atburöir geta haft áhrif á tíðni blæðinga og hefur andlegt álag og áhyggjur einnig áhrif. Blæðingar eru oft óregluleg- ar, sérstaklega í byrjun. Ef stúlka hefur óreglulegar blæðingar í lengri tíma er rétt að ráðfæra sig við lækni. Oft er hægt að lesa bréf frá ung- um stúlkum, til dæmis í pósti Vikunnar, sem vitna um hræðslu þeirra við aö verða ófrískar. Gjarnan kemur fram að þær þora ekki aö segja neinum frá því. Stúlkur geta í öllum tilvikum snú- ið sér til læknis, til að fá úr því skorið hvort hræðslan eigi við rök aö styöjast, og er betra að gera þaö í tíma ef grípa þarf til ein- hverra ráðstafana. Sumar stúlkur virðast halda að þær geti ekki orðiö ófrískar ef meyjarhaftiö er ekki rifiö. Þetta er ekki rétt því að meyjarhaftið nær aðeins yfir hluta af opinu fyrir leggöngin. Kynlíf Fólk getur lifaö kynlífi án þess að vera í föstu sambandi. Oft eru sterkar tilfinningar, eða það sem margir kalla ást, tengdar kynlífi. En ást og kynlíf þarf ekki að fara saman. Sumir sofa hreinlega saman af því að þeim finnst það gott. Margar ungar stúlkur verða fyrir ágengni frá jafnöldrum eða eldri strákum og algengt er að stúlkur sofi hjá án þess að langa verulega til þess. Stundum eru stúlkur hræddar um að missa af vináttu ef þær láta ekki undan. Ungar stúlkur fá oft ekki full- nægingu viö samfarir og stafar það að miklu leyti af því að þær eru of ungar og of óþroskaðar til þess að lifa kynlífi. Það er ekki hægt að segja að það sé skaðlegt fyrir unglinga að lifa kynlífi en samfarir á unga aldri geta valdið viðkomandi kvíða og haft áhrif á tilfinningalífið. Þetta á sér- staklega við um stúlkur. Þaö er hins vegar vitað að sumir ungling- ar byrja að hafa kynmök mjög ungir. Það er til að tólf til þrettán ára unglingar séu byrjaðir á því en það er mun algengara hjá heldur eldri unglingum. Það er mjög mikilvægt að unglingar fái góðar upplýsingar um getnaðar- varnir því að ekki er hægt aö koma í veg fyrir að unglingar sofi saman. En það er hægt aö koma í veg fyrir aö barn verði til úr því. Kynvilla Orðiö er frámunalega ljótt. Menn hafa hins vegar kallaö þá kynvillinga sem hafa kynferðis- legar kenndir til sama kyns. Kenndirnar eru ekki bara kyn- ferðislegar. Þeir sem sækjast eftir sama kyni hafa einnig aðrar venjulegar kenndir, eins og ást til þeirra sem þeir sækjast eftir. Bæði karlmenn og kvenmenn eru kynvilltir og er talið að um tuttug- asti hver karlmaður sé kynvilltur en að talan sé eitthvaö lægri hjá konum. Sumir geta haft kynferðis- leg afskipti af sama kyni án þess að teljast kynvilltir. Tilfinningar og ást hjá kynvilltum eru eðlilegar og alveg eins ósviknar eins og hjá öðrum. Vegna fordóma sam- félagsins hafa kynvillingar verið taldir óeölilegir. 39. tbl. Vikan 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.