Vikan


Vikan - 29.09.1983, Blaðsíða 46

Vikan - 29.09.1983, Blaðsíða 46
bankastjóri og virðist hafa nóg fé milli handa, en Adelaide ákvað að halda áfram að vinna. Hún er hamingjusöm og róleg. Og núna, á þessum kalda janú- armorgni, er ég að leggja síðustu hönd á nauösynlegan undirbúning svo aö ég komist heim. Ég stika einu sinni enn um þessi litlu gráu herbergi, fer yfir allt til að sjá hvort ég hef gleymt einhverju. Ég staldra við til að horfa út um gluggann á gráan Helsinki-himin, á stílhreinar, nýtísku blokkir og hraðbrautina. Eftir stundarkorn ekur Charlie okkur öllum út á flug- völl og þetta verður allt að baki. Mér þykir ekkert leitt að vera á förum en ég iðrast heldur ekki að hafa komið hingaö. Ég sé að ég hef gleymt nokkru. Finnsku spánni minni. Þetta er lít- ill, snúinn, silfurlitur blýbútur sem skapaði sig fyrir mig í finnskri áramótaveislu fyrir fá- einum kvöldum. Það er siður í Finnlandi að spá um framtíðina á gamlárskvöld með því aö bræða lítinn blýbút í sérstakri pönnu með löngu skafti yfir arineldi og kasta blýinu svo snarlega í fötu með köldu vatni. Bráðið blýið storknar þegar og myndar eitthvert form og lögunin er táknræn fyrir hvern- ig gengur næsta árið. Sumt var léttara en annað. Ef við beittum öll ímyndunaraflinu líktist bútur- inn hans Charlies flugvél. Það var vel við hæfi því að hann á fleiri fyrirlestraferðir fram undan á næsta ári en nokkru sinni fyrr. Öllum bar saman um að blýbút- urinn minn minnti á röö af hnúð- óttum, snúnum, bugðóttum og skrautlegum þrepum. Fyrr á þessari nýársnótt, þegar klukkan sló á miðnætti og við horfðum út um gluggann á himin- inn fyllast af skærum flugeldum, grét ég. Ég grét af hamingju og þreytu, ótta og von. Charlie lagði handleggina utan um mig og þrýsti mér að sér og ég grét enn- þá meira vegna þess að ég vissi að næstu mánuðina átti ég eftir að sakna huggunarinnar sem þessir handleggir veittu mér. Og nú stend ég hérna, nudda snúinn bútinn minn úr finnsku blýi, horfi á himininn, græt aftur. Ég er döpur yfir að vera að fara frá Helsinki og vinunum sem ég er búin aö eignast hérna. Ég er ákaflega döpur yfir að vera að fara frá Charlie, jafnvel þótt það sé ekki lengi. En ég er að fara, ég hef tekið ákvöröun sem ég ætla að standa við. Þó held ég að ég venj- ist því aldrei hvað sambönd og fólk og merkingar breytast. I september síðasta haust, ekki nema tveimur dögum áður en við fórum til Finnlands, kom Caroline á býlið til aö heimsækja okkur og kveðja. Kvöldið áður en hún fór sátum við umhverfis eikarhring- borðið, borðuðum pizzu og drukkum kampavín. Caroline, grönn og ljóshærö, sat á eldhússtól með Lucy í fanginu. Lucy var sofnuð og lá upp aö henni, fullkom- lega máttlaus. Það var undarlegt að sjá þær tvær, dætur Charlies, aðra tuttugu og þriggja ára gamla, hina ekki nema tveggja ára, aðra sofandi í fangi hinnar. Ég velti fyrir mér hvort það hvarflaði að Charlie að Caroline sýndist fremur móðir Lucy en ég. Þær hafa sama litaraft, sömu beinabyggingu. Ég mundi eftir því þegar ég hafði þráö að eiga litla telpu, telpu sem liti út alveg eins og ég. Núna átti ég litla telpu og hún leit nákvæm- lega eins út og stjúpdóttir mín. Mikið er lífið einkennilegt! Ég hugsaði um hvort Caroline sæti kannski á sama stólnum og tveim- ur árum áður meðan ég sat með Lucy viö brjóstið og mataði okkur Adam með lausu hendinni meðan ég hataöi Caroline og Cathy af öllu hjarta. 0, ástin. Hún er ekki óbreytan- legt fyrirbæri, þó að viö kysum öll heldur að hún væri það. Það yrði áreiðanlega til þess að lífið yrði rólegra. Ástin þarf tíma — ástin veröur að klífa tímann eins og tíminn væri röð af fallegum, undn- um og bugðóttum þrepum, með stigapalla til að hvílast — og kannski, kannski herbergi með visku og þekkingu við síðasta þrepiö, allra efst. Hér í Helsinki er ég hvergi nærri visku þessa síðasta þreps en ég er komin þetta langt: Ég veit núna að ég elska Charlie og aö ég mun Stjúpan IGNISi ódýr og vönduð heimilistæki ARMULA8 &19294 AKSTURS HÆFN! i gæðasamanburði hjá þýska bílablaðinu AUTO MOTOR UND SPORT fékk FIAT UNO 9.5 í einkunn fyrir aksturshæfni. i þremur af þeim fimm atriðum sem prófuð voru fékk UNO hæstu einkunn sem gefin er, eða 20 stig. Samtals fékk UNO 95 stig af 100 mögu- legum. Semsagt 9.5 í aðaleinkunn eins og sagt er í skólanum. i umræddum samanburði var UNO jafn- framt efstur að heildarstigafjölda, fyrir ofan VVJ Polo, Peugot 205, Opel Corsa, Ford Fiesta og Nissan Micra. UNO þýðir fyrsti. engin furða! EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202 TOPPBILL FRA KR. 229.100. 46 Vikan 39. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.