Vikan


Vikan - 29.09.1983, Blaðsíða 50

Vikan - 29.09.1983, Blaðsíða 50
Eldhús Vikunnar Umsjón: Jón Ásgeir Kúmen-kótelettusteik 1 kíló svínakótelettusteik með beinum salt, þipar nóg af kúmeni 3 matskeiðar olía eða steikingarfeiti 2 laukar 5 00 grömm gulrætur 300—730 grömm litlar kartöflur kjötseyði (úr teningum) SALATIÐ: 1 dós rauðar baunir 1 dós hvítar baunir 1 pakki djúpfrystar grænar baumr SALATSÓSAN: 1 /2 bolli vatn 4—3 matskeiðar vtnedik salt, pipar 1 hristasykur 1 —2 meðalstórir teningsskornir laukar Hreinsið kjötið undir köldu vatni, þerrið það og núið duglega salti, pipar og kúmeni í vöðvann. Sjóðhitið feitina á pönnu og snöggbrúnið kjötið. Bætið laukbitunum á pönnuna, látið kjöthliðina snúa upp á svínakótelettusteik- inni og færið pönnuna á neðstu hillu í 200 gráða heitum bökunarofni. Látið steikina malla þar í klukkustund. Skerið gulræturnar í lengjur og sjóðið þær ásamt skrældum kartöflunum í einum bolla af saltvatni. Hellið síðan vökvanum í annað ílát (geymið vökvann) og færið gulrætur og kartöflur yfir í ofninn þegar 20 mínútur eru liðnar. Hellið öðru hverju kjötseyðinu yfir kjötið og snúið um leið meðlætinu. Notið einnig grænmetisvökvann til að hella yfir með. Látið kjötið bíða í tíu mínútur eftir að það hefur verið bakað þar til það er skorið. Prófa má hvort kjötið er gegnumsteikt með því að þrýsta fast á það með neðri hliðinni á gaffli. Gefið kjötið lítið eftir undir gafflinum er steikin tilbúin. Salatið: Látið vökvann renna af baununum, hitið grænu baunirnar í 10 mínútur í bolla af söltu vatni, sem einnig er hellt burt. Blandið baununum saman, hellið sterkri salat- sósunni yfir, látið standa í klukkutíma og bragðbætið ef þarf. Kókos-kótelettur með saffrangrjónum 4 svínakótelettur 2 matskeiðar sojasósa pipar, salt Kjötinu velt í: hveiti 2egg kókosmjöl MEÐLÆTI: 200—230grömm langkorna-hrísgrjón 6—7,3 sentílítrar kjúklingaseyði (úr teningum) 1 meðalstór laukur sem 3 negulnöglum erstungið í 1 smábréfafsaffran Hreinsið kóteletturnar undir köldu vatni og þerrið þær. Skerið í fituna með 2 sentímetra millibili til að kóteletturnar vindi sig ekki við steikinguna. Þrýstið á þær með þykkum hníf. Djúpfrystar kótelettur þarf aðeins að þíða að hluta áður en þær eru steiktar. Penslið kóteletturnar með sojaolíu en saltið þær ekki, þá verða þær seigar. Látið olíuna síga í þær í 2—3 klukku- stundir og þá má salta þær og pipra. Veltið kótelettunum í hveiti, síðan í eggjum og loks í kókosmjöli. Steikið þær í 10 mínútur á pönnu, þar til þær eru gullinbrúnar. Berið fram ásamt sítrónusneiðum. Saffranhrísgrjón: Sjóðið seyðið, bætið lauk, saffran og hrísgrjónum saman við og sjóðið í 2 mínútur. Lækkið hitann og látið hrísgrjónin soðna í lokuðu íláti í 12—15 mínútur. Með þessum rétti mætti framreiða ferskt græn- metissalat. 50 Vikan 39. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.