Vikan - 29.09.1983, Blaðsíða 41
Síðan 1976 hefur
stórborgin Beirút í
Líbanon verið stöð-
ugur vígvöllur. Hún
hefur skipst í tvennt
milli múhameðstrúar-
manna og kristinna
og inn í átökin hafa
blandast ísraels-
menn, Palestínuar-
abar og Sýrlendingar.
Við birtum hér
nokkrar myndir frá
þessari stríðshrjáðu
borg, sem sýna
hvernig almennt fólk
hagar llfi sínu í rúst-
unum. Fólk giftir sig,
eignast börn, fer í
búðir, fer í vinnuna
og reynir að halda
uppi eðlilegu lífi þrátt
fyrir stöðugan óróa.
Beirút, eða Beirúst
eins og væri meira
réttnefni núna, á sér
glæsilega fortíð. Fyr-
ir borgarastyrjöld-
ina 1976 var borgin
ein helsta hafnarborg
við austanvert Mið-
jarðarhafið . Hún var
og er höfuðborg
Líbanon. Þarna var
blómlegur ferða-
mannaiðnaður, mikil
bankaviðskipti og
verslun við allan
heiminn. Lítið er nú
eftir af þessu og útlit
borgarinnar minnir á
útlit þýskra borga við
lok heimsstyrjaldar-
innar. Fleiri sambæri-
leg atriði má finna,
borgin er skipt eins
og Berlín.
Beirút er nú eins og
Berlín minnismerki
um stríðsæði mann-
kynsins.
39. tbl. Vikan 41