Vikan - 29.09.1983, Blaðsíða 18
KEVIN DRISCOLL lét grannan,
190 sentímetra langan líkamann
síga niöur í gluggasætið í auöum
klefanum um leið og miömorgun-
lestin rann út af Sirencest
Junction, áttatíu mílur sunnan við
New York.
Hitinn var þegar farinn aö
hækka. Kevin losaði um bindið og
lét þunnan jakkann falla í sætið.
Yfirleitt þegar hann var á leið
til New York leyfði hann huganum
að taka á flug. Venjulega sá hann
fyrir hugskotssjónum sínum hnit-
andi mávana í heimabæ sínum á
strönd Englands. En þennan
morgun voru hugsanir hans undir
skýi af dimmum kvíða. Hann
hafði eytt heitri, svefnlausri nótt í
áhyggjur af dóttur sinni.
Laurel hafði hringt í hann
kvöldið áður. Hún hafði virst í
óvenju miklu uppnámi, rödd
hennar hvell þegar hún sagöi hon-
um að hún væri á leið heim um
helgina. Það var nokkuð sem hún
varð aö ræöa við hann — nokkuö
sem hún réð ekki við ein.
Hún hafði ekki tíma til mála-
lenginga. Hún átti ekki meiri
mynt og sambandið slitnaði, for-
vitni Kevins til angurs.
Hann haföi ekki séð Laurel í
nærri því tvo mánuöi. Hún hafði
verið svo upptekin af háskólalífinu
að hún hafði ekki komið heim í
litla húsið í Sirencest-þorpi frá því
aö sumarönnin hófst. Kevin virtist
þaö eðlilegt.
Hann var sjálfur að vinna að
tveggja ára skipti-rannsóknaverk-
efni og gerði sér grein fyrir því
hve önnum kafnir námsmenn
voru, mundi eftir háskóladögum
sjálfs sín.
Laurel var að læra umhverfis-
fræöi í háskóla í New York, var að
nálgast átjánda afmælisdaginn —
og fullorðinsár. Kevin fannst til-
hugsunin grafalvarleg. Þegar
Marta fórst hafði hann staðið eftir
með tólf ára gamalt barn sem
hann þurfti að ala upp.
Renglulegt, klunnalegt barnið
var nú orðið löguleg, sjálfsörugg
ung kona, sem var gædd fegurö
móður sinnar heitinnar, litarafti
hennar og hörundi. Kevin fann
fyrir gömlum þunglyndissting.
Laurel var orðin næstum því eftir-
mynd Mörtu, há, spengileg, með
silfurljóst hár, blá augu sem af-
vopnuðu, spékoppa sem birtust og
hurfu svo jafnfljótt og skapbrigði
hennar. Hún var, eins og fólk
sagöi honum oft, honum til sóma.
Vissulega var hann stoltur af
henni. Og eftir að þau komu til
Bandaríkjanna voru þau sam-
rýndari, öruggari.
Það var best að gleyma þessum
fyrstu erfiðleikaárum ekkilsins.
Hann hafði barist við Laurel, en
sökkt sér dýpra í starf sitt við
rannsóknarstöð skógræktarinnar.
Hann haföi verið feginn þegar
Laurel haföi erft ást hans á um-
hverfi og umhverfisvernd og valið
aö nema umhverfisfræöi.
Engu að síður velti hann því
fyrir sér núna, þegar hann dró
bréfið upp úr skyrtuvasa sínum,
hvort hann hefði staðið sig vel viö
uppeldi dóttur sinnar. Ef til vill
var hún líka farin að líkjast móöur
sinni á öðrum sviöum.
Kvíöinn og meö illar grun-
semdir endurlas hann bréfið, sem
hafði komiö með póstinum
snemma um morguninn.
Eftir dularfullt símtal við
Laurel hafði bréfiö þegar þar á
eftir komið honum í uppnám.
Pabbi!
Fyrirgefðu krotiö, en ég kem
heim um helgina. Það hefur
nokkuð komið upp á. Ég þarf að
ræöa þaö við þig. Ég skal segja
þér allt um það þegar ég kem
heim. Ég get ekki ráðiö við
þetta. Hafðu samt ekki áhygjur.
Ég á ekki í neinum alvarlegum
vandræðum eða neitt. Þetta er í
sambandi við aðra.
Kannski bregst ég of harkalega
við. Kannski hef ég bara fariö í
baklás yfir þessu. Ég vona þaö.
En ef þetta er alt satt er málið
skelfilegt.
Hvað sem því líður hitti ég þig á
18 Vikan 39. tbl.