Vikan


Vikan - 29.09.1983, Blaðsíða 5

Vikan - 29.09.1983, Blaðsíða 5
 Það var ekkert Suðurlands- veður i Kaupmannahöfn þessa dagana og fólkið undi sér vei léttklætt i bolum sem vöktu verðskuldaða athygli. Ljósm. Guðlaug Maria Sigurðardóttir. Mikið var tekið af myndum í ferð- inni. Hór hefur einn þátttakand- inn sett sig i við- eigandi stellingar til að ná virkilega góðu portretti af páfugli í Dýra- garðinum. Ljósm. Guðlaug Maria Sigurðar- dóttir. Þetta var fríður hópur vaskra sveina og meyja og bjargaði sór furðu vel sjálfur þegar það átti við. Ljósm. Guðlaug Maria Sigurðardóttir. crp - jL ræg er sagan af Steini Bolla- syni sem nánast fyrir tilviljun var allt í einu orðinn 100 barna faðir. Eins og gefur að skilja gekk á ýmsu fyrir honum að hafa ofan af fyrir þessum börnum, hvar fyrir hann fór út í heim og tókst að glepja þar heldur einfaldan risa og þegar hann kom með hann heim í þjónustu sinni hljóp allur barnaskarinn á móti þeim og hrópaði: ,,Pabbi kemur með kjöt — pabbi kemur með risa- kjöt!” Þar sem ég var einn af fylgdar- mönnum Viku- og DV-barnanna í ævintýraferðinni til Kaup- mannahafnar dagana 13. —16. ágúst síðastliðinn gat ég oft ekki varist þeirri tilhugsun að ég væri annar Steinn Bollason, þótt börnin mín í þessari ferð væru ekki nema fjórði partur af við- komunni hjá Steini. Það verður að segjast eins og er að þetta var erfið ferð, ekki síst fyrir okkur sem áttum að vera forsjá liðsins, en um leið var hún þó býsna skemmtileg. Og þegar hún er nú giftusamlega afstaðin getum við sagt eins og stendur í ljóðinu: Allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó, af ánægju út að eyrum hver einasta kerling hló. Eins og flestir Vikulesendur vita líklega nú orðið var þessi ferð farin með vinningshafa úr keppni sem efnt var til meðal dreifingar- og sölubarna DV og Vikunnar. Dregnir voru út tuttugu og fímm vinningar og verðlaunin voru ævintýraferð með Flugleiðum til Kaupmanna- hafnar. Við fórum út seint á laugardegi, vorum í Kaup- mannahöfn sunnudag og mánu- dag og héldum heim um miðjan dag á þriðjudegi. Krakkarnir voru flestir á aldrinum tíu til þrettán ára. Aldursforseti var að sjálfsögðu heiðurskempan hann Öli Þor- valdsson, betur þekktur undir nafninu Óli blaðasali, sem hefur staðið í fremstu víglínu þjón- ustu- og sölumanna Vísis og síðar DV í hartnær hálfa öld. Eins og gefur að skilja var hópnum mikið nýnæmi í því að koma til útlanda og spenningurinn eftir því. Það 39. tbl. Vikans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.