Vikan


Vikan - 29.09.1983, Blaðsíða 51

Vikan - 29.09.1983, Blaðsíða 51
Barní bifreið í vatni Kæri draumráðandi. Fyrir nokkru dreymdi mig draum þann sem hér fer á eftir. Eg vona að þú getir hjálpað mér að ráða hann því hann er búinn að valda mér miklum heila- brotum og áhyggjum. Mig dreymdi að ég væn að leggja af stað í bílferð. En ég var að koma einhvers staðar frá, ásamt fíeira fðlki sem ég greindi ekki. Allir fóru í sína eigin bíla. Uti var niðamyrkur svo að ég sá næstum þvt ekki neitt. Tveir fólksbtlar fóru á undan mér og hugðist ég elta þá því ég var algjör- lega ókunnug á þessum slóðum. En því miður fjar- lægðust bílarnir tveir mig óðum og rauðu Ijóstýrurnar á bílunum hurfu. Eg sá næstum ekkert svo að ég ákvað að stöðva bílinn til að sjá hvert vegwrinn lægi. En allt í einu var farið að birta af degi. Eg stóð á malarvegi en fyrir neðan hann var sjór eða vatn en vegurinn lá upp að fjalls- rótum. Verður mér litið niður í vatnið sem var alveg tært og sé að á botninum er rauði bíllinn minn. Barnið mitt var inni í bílnum og grét sárt. Mér leið mjög illa að hlusta á barnið mitt og vita hvernig færi fyrir því þarna niðri í vatninu, inni- lokuðu í bílnum. Eg var hjálparlaus og leið hrylli- lega. Systir mín stóð hjá mér á bakkanum, en hún gat auðvitað ekkert gert heldur. En við fjallsræturn- ar voru líka nokkrir rauðir bílar, en þeir gátu því miður ekki hafa verið mínir, því þeir voru ekki sömu tegundar. Eg vaknaði upp af draumnum við það að ég fól andlitið í höndun- um og sagðist ekki þola þetta ástand lengur. Draumurinn var mjög skýr og greinilegur og mér leið illa í marga daga á eftir. Kæri draumráðandi, ég vona að þú sjáir þér fært að ráða drauminn. Svo þakka ég lærdómsnkan þátt og um leið fyrir birtinguna. Mínar bestu kveðjur. Ein berdreymin. Þessi draumur bendir til þess að þú munir fljótlega, eða hafir þá þegar að baki, erfiðleikatímabil (myrkrið) þar sem einhverjar vonir hafa brugðist og þú tapað af þeirri glætu sem þú tald- ir þig hafa. En upp úr því birtir heldur betur til og þó undarlegt megi virðast eru tvö erfiðustu atriðin í draumnum jafnframt bestu draumatáknin. Yfirvofandi drukknun barnsins og grátur þess eru sem sé heillatákn ykkur báðum til handa svo ekki verður um villst. Það sem hefur verið erfitt mun snúast upp í mjög gott og það sem þú hefur talið erfitt reynist þér mun auðveldara en þú hafðir ætlað. Svo virðist sem úr einhverri flækju muni greiðast og það valdi þér létti og mikilli gleði. Það staðfestir enn þessa ráðningu að vatnið er tært og þessi draumur er dæmigerður fyrir óþægi- lega drauma sem vita á gott eitt. í svört jakkaföt og hvíta skyrtu og var svolítið stífur í fasi eins og hann væri eitthvað ekki alveg ánægður með mig en ég var hins vegar ægilega lukku- leg með rós í hárinu og klædd Ijósn mussu og Ijós- um buxum. Ein forvitin. Með rós í hári Kæri draumráðandi. Mig langar til að biðja þig um að ráða fyrir mig draum sem frænda minn dreymdi fyrir um það bil tveimur mánuðum. Hann kom heim til sín og þar var verið að halda heilmikla veislu. Hann kippti sér nú ekki mikið upp við það en gekk að kaffivélinni og fékk sér kaffi. I því vtkur sér að honum strákur og segir honum að hér sé verið að halda upp á trúlofun hans og mína. Erændi minn óskar honum til hamingju og spyr hann að nafni. Strákunnn segir honum það en frændi heyrir ekki hvað hann segir. Eitthvað tala þeir meira saman og frændi minn tekur eftir því að allir í veislunni eru fullir nema við tvö sem vorum að trúlofast. Síðan spyr hann strákinn aftur að nafni en heyrir ekki enn hvað hann segist heita. Frændi minn fer þá inn að hvíla sig og þegar veislan er um garð gengin komum við inn til hans að kveðja. Þá spyr frændi strákinn aftur að nafni og hann segir það en hann heyrir ekki hvað hann segir og með það förum við. Strákurinn var klæddur Helst lítur út fyrir að þarna sé um berdreymi frænda þíns að ræða miðað við þær upplýsingar sem þú lætur fylgja draumnum. En til að komast að því er ekki um annað að ræða en koma því svo fyrir að frændinn hitti strákinn og staðfesti hvort um sama mann sé að ræða. Táknin í draumnum eru fá og flest jákvæð og þá sér- staklega fyrir þá sem eru í rómantískum hugleiðing- um. Trúlofunin merkir bókstaflega að þú munir eignast þann sem þú vilt fyrir mann. Rósin þykir líka gæfumerki í ástum. Það gæti dregið til einhverra tíðinda í ástarmálum hjá þér á næstunni og það eina (og það verkar ekki mjög sterkt) sem skyggir á er að einhver misskilningur og ef til vill ranglátir dómar varpa einhverjum skugga á þetta alit um stundarsakir, en úr því ætti nú að greiðast með tíð og tíma. Þetta mun að líkindum angra vin þinn meira en þig sjálfa. Ekki er hægt að fullyrða hvort strákurinn sem þú telur drauminn eiga við sé sá sami og þú munt bindast en það getur allt eins verið. 39. tbl. Víkan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.