Vikan


Vikan - 29.09.1983, Blaðsíða 39

Vikan - 29.09.1983, Blaðsíða 39
Þýðandi: Anna ÖPERA IFIMM ÞÁTTUM leikarinn vafði upp síðasta Lög- birtingablaði og stakk inn í flautuna. Síðan lét hann flaut- una vega salt á höfðum strengja- sveitarinnar, alla leið að þeim sem lék á enskt horn. Fagottleikarinn sat og var að glíma við krossgátu rétt fyrir framan mig. Hann var í stand- andi vandræðum með gríska gyðju, átta stafa nafn sem byrj- aði á P og með E sem fjórða staf. Það gekk ekki að skrifa Patroklos. Heldurekki Partheon. Fagottleikarinn reif snifsi af nótnaþlaði og krotaði á það: ,,Grísk gyðja, átta stafa, fyrsti stafur P, fjórði stafur E,” og lét seðilinn ganga. Fyrsta fiðla gat hjálpað honum. Hún skrifaði lausnina á bakhliðina á bréfsnifs- inu og lét það ganga til baka til fagottleikarans sem gat fyllt reit- ina sína með orðinu Poseidon. Það fauk í mig. Ég leit örsnöggt á Maríönnu og þegar ég sá að hún var niðursokkin í það sem fram fór á sviðinu reif ég horn af pró- gramminu mínu og krotaði á það: ,,Hvað er að þér, maður? Poseidon er ekki gyðja heldur bróðir Zeusar,” og laumaði miðanum svo niður til fagott- leikarans. — Þú varst að rétta hljóðfæraleikaranum eitthvað, hvíslaði Maríanna. — Hvað var það eiginlega? — Leiðrétting! Hann var kominn átta töktum aftur úr, hvíslaði ég og leit upp á sviðið, á Fást sem jarmaði: ,,Ó, hefði ég til hins háa anda sótt þá ham- ingju, yfir þröskuldinn að stíga!” Ég fann nú ekki fyrir neinum erfiðleikum með að stíga yfir þröskuldinn og úr viðjum óper- unnar. Skyndilega datt mér í hug lausnin á vandamálinu í hljómsveitargryfjunni. Ég mundi eftir átta stafa grískri gyðju og krotaði á blað:- Penelópa. Ég bjó til kúlu úr bréfinu og kastaði til fagott- leikarans. Skömmu seinna stakk hann að mér miða. ,,Takk fyrir hjálpina,” stóð á honum, ,,en geturðu sagt mér fjögurra stafa sögupersónu sem endar á T og er með Á sem annan staf? Eftir hlé braut ég heilann um þessa fjögurra stafa sögupersónu. Ég skrifaði spurninguna á nokkra seðla og lét ganga aftur fyrir mig í von um hjálp en fékk engin svör til baka. Svo gróf ég höfuðið í höndum mér til að reyna að hugsa skýrar í myrkrinu, en þá rak Maríanna mér rækilegt oln- bogaskot. — Þú skalt ekki voga þér að sitja þarna og sofa, hvíslaði hún áköf, hugsaðu þér bara hvað við keyptum miðana dýru verði! Sögupersóna, fjögurra stafa! Sem endar á T og er með Á sem annan staf! Ég leit í örvæntingu minni á fyrstu fiðlu sem hafði gert heiðarlega tilraun til að hjálpa til fyrr um kvöldið, með Póseidon. En fyrsta fiðla yppti bara öxlum og var hálfvonleysis- leg á svip svo mér skildist að hún stæði alveg á gati með þessa sögupersónu. Það var ekki fyrr en við vorum komin heim og ég leit af tilviljun á prógrammið okkar, sem Marí- anna hafði lagt frá sér í forstof- unni, að upp fyrir mér rann ljós. — Fást! sagði ég uppveðr- aður, annar stafurinn er Á og það endaráT. — Hvað ertu að segja? — Ekkert. Kvöldið eftir vildi ég endilega fara aftur í óperuna, Maríönnu til mikillar undrunar. Því miður var uppselt á fyrsta bekk niðri svo að við fengum miða í neðri stúku til hægri í staðinn. Ég gerði ekki annað alla sýninguna en að út- búa litla miða sem á stóð FÁST og kasta þeim niður í hljóm- sveitargryfju í von um að fagott- leikarinn næði í einn þeirra. Maríanna hélt því fram að litlu hefði munað að okkur yrði fleygt Stórkostleg verðlækkun á prjónavélum Vegna mjög hagstæðra samninga getum við nú boðið KH 840 prjónavélina með 4ra lita skipti á aðeins kr. 12.807,00 Ifyrra verð kr. 14.230,00). Þessi samningur gildir aðeins um tiltölulega fáar vélar og er viss- ara að tryggja sér vélina strax. Borgarfell hf. Skólavörðustíg 23, sími 11372. 39. tbl. Vikan 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.