Vikan


Vikan - 29.09.1983, Blaðsíða 42

Vikan - 29.09.1983, Blaðsíða 42
„0, Stephen. Ég get ekki átt í ástarsambandi viö þig eða gifst þér. Ég get þaö hreinlega ekki. Þú komst alla þessa leið, þvert yfir Atlantshafið. ..” „. . .og Eystrasalt,” sagði Stephen, brosti, var töfrandi. „. . .og það kemur mér til að finnast ég skuldbundin að lenda í ástarsambandi með þér. Þú ert álitlegasti karlmaður sem ég hef séð á ævinni, en Stephen. . .” sagði ég og hugsaði: Hvað á ég að segja? „Stephen, ég er kolringluð. Mér þykir fyrir þessu. Heyrðu, kannski var ég að senda út ein- hver merki sem ég áttaði mig ekki á. Eða kannski áttaði ég mig á þeim en vissi ekki hvað af þeim myndi leiða. Eöa eitthvaö. 0, mér þykir þetta svo leiðinlegt. Ég veit ekki nákvæmlega hvað ég á að segja. Ég er rúmlega þrítug. Ég á tvö lítil börn sem ég elska en sem mér leiðast svo stundum að mér liggur við að grenja. Mig langar til að kenna og ég get það ekki og það hvílir ótrúlega þungt á mér. Ég elska Charlie, ég elska hjónaband okkar og ég vil halda áfram aö vera gift honum. Ef ég væri heima hjá mér, ynni einhvers staðar, kenndi, hefði ég ekki einu sinni áhuga á þér. 0, ég meinti þetta ekki eins og það hljómaði. þaö er bara það að ævi mín öll er ein- hvern veginn orðin svo óstýranleg og margt sem vegur svo þungt hjá mér. Eí ég svæfi hjá þér hefði ég allt það merkingarhlass að glíma við. Það hefur verið gaman að daðra — ég elska að daðra — en ég vil ekki gera neitt meira en það. Ég er ákaflega upp með mér yfir að þú skulir hafa komiö alla leið til Helsinki, ég er himinlifandi yfir að þú skulir vilja mig, það er dásamlegt. Ég á eftir að lifa á því árum saman. En ég er gráðug og eigingjörn og slæm. Ég vil bara fá góða hlutann, gamanið við daðrið og þá ljúfu vitneskju aö þú vilt mig. Ég vil ekki afganginn — sekt- ina, að særa aöra og allt klúðrið. 0, ég veit það ekki. Ég get ekki einu sinni hugsaö skýrt. Botnarðu nokkuðíþessu?” „Zelda,” sagði Stephen, „ef þú gætir óskaö þér einhvers núna, hvers myndirðu þá óska þér?” „Vinnu,” sagði ég. Ég brosti. „Er þaö ekki fáránlegt?” „Eg hef vinnu handa þér.” „Hefurðu hvað? Hefuröu vinnu handamér?” „Ekki í minni deild. Ekki við há- skólann. Lítill menntaskóli í grenndinni er að leita að ensku- kennara í fullt starf. Ég er búinn að segja þeim frá þér. Eini vand- inn er sá að þeir þurfa einhvern sem byrjar í janúar og þið Charlie eigið að vera hérna fram í maí.” „Ö, Stephen,” sagði ég. „0, Stephen, ég trúi þessu ekki. Talað- ir þú við þá f yrir mig ? ’ ’ 42 Vikan 39. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.