Vikan - 29.09.1983, Blaðsíða 15
Um 70 prósent Bólivíumanna eru af indí-
ánaættum og bar eru aðallega indiánar af
Aymaraþjóðflokki (afkomendur inkanna) og
Quechuaþjóðflokki. Margir eru blandaðir og
svo eru sumir af spönskum ættum eingöngu.
I sveitunum er fólk sem talar enga
spönsku heldur eingöngu indíánamál. Margt
af því lifir mjög einangrað og það er mjög
erfitt að að kynnast menningu þess.”
Stór björg flutt
á óskiljanlegan hátt
„Bjórinn okkar er mjög góður. Hann fékk
verðlaun í alþjóðlegri bjórkeppni í Frakk-
landi fyrir sköminu. Hann var meira að segja
betrien sá þýski.”
Drekka Bólivíumenn sjálfir mikinn bjór, til
dæmis á hátíðum?
„Á hátíðum? Þeir drekka hann alltaf. Til
sveita er mest drukkið af bjór en minna í
borgunum, en bjórneysla er mjög almenn í
Bólivíu.”
Frakkur froskur
„Viö vitum í raun og veru lítið um fortíð og
lifnaðarhætti Aymara og stórveldið sem þeir
byggöu áður en Spánverjar komu til Suöur-
Ameríku. Ekkert annað en það sem fornleifa-
fræðin og musterin sem enn standa geta sagt
okkur.
En það er alveg ótrúlegt að sjá þessa stóru
steina sem þeir hafa byggt musterin úr. Og al-
gjörlega óráðin gáta. Þar sem musterin hafa
risið eru alls engir steinar, margra kílómetra
Það er fleira en gömul saga Aymara eða
Símonar Bólivar sem einkennir líf og söguvit-
und Bólivíumanna. Saga þessarar aldar og
sérkenni landsins, dýralíf og gróðurfar, eru
mjög lifandi í huganum, jafnvel hjá tvítugum
skiptinema.
Á árunum 1932—1935 háöu Bólivía og Para-
guay stríð út af olíulindum á landamærum
ríkjanna og Juan Carlos kann margar sögur
veg, og næstu steinar eru af allt annarri gerö
en þeir sem notaðir eru í byggingarnar. Á
einum stað til dæmis finnast þeir steinar sem
eru notaðir í mannvirki Aymaranna ekki fyrr
en á eyju úti í vatni og það er útilokaö að
skilja hvernig þeir hafa komist alla þessa
leið. Þetta er 4 tíma ferð í rútu!
Skrift Aymaranna er óráðin og ráðgátan
óleyst. Ekki er vitað um neina aðferð til að
koma þessum björgum úr stað. ”
Saga landsins á mikil ítök í fólki í Bólivíu,
heiti landsins eitt segir sína sögu, landið
heitir, sem kunnugt er, eftir Símoni Bólivar,
helstu frelsishetju Suður-Ameríku.
„Það hafa verið mikil hátíðahöld á þessu
ári vegna 200 ára afmælis frelsishetjunnar og
sigri Bólivars og frelsun álfunnar úr höndum
Spánverja hefur ákaft verið fagnaö. Bólivíu-
menn eru mikið fyrir hátíðahöld.”
Bjór!
Af oröum Juan Carlos má ráða að Bólivíu-
menn séu lífsglöð þjóð, hann getur sagt frá
hátíðahöldum og öðru skemmtilegu sem
menn taka sér fyrir hendur. Hátíðir eru við öll
tækifæri, allt frá trúarhátíöum til mikilla
ferða á musterisslóðir Aymaranna.
Bólivíumenn eiga líka nokkuð sem sumir Is-
lendingar öfunda þá sjálfsagt af. Þeir eru
mikilvirkir í bjórframleiðslu!
úr því stríði, enda tók einn frændi hans þátt í
því.
Landamæri ríkjanna, og raunar allur
austurhluti landsins, eru á svæði sem er til-
tölulega strjálbýlt og mann undrar það ekki
þegar lýsingar á staðháttum fylgja.
„Eitt sinn, þegar frændi minn settist á stór-
an stein, varð hann fyrir því að steinninn lét
eitthvaö illa undir honum. Þetta reyndist þá
vera risafroskur sem var nákvæmlega eins
brúnn og steinarnir í kring.”
Aðrir minni froskar valda þó meiri usla í
landinu, en það eru litlir skærgrænir froskar
sem eru bráðeitraðir. Þeir spýta eitrinu út um
munninn.
Af öðrum hættum á þessu svæði má nefna
mikil kviksyndi og það er tæpast óhætt að fara
inn í skógana því að skordýrin eru mörg hver
afskaplega hættuleg.
Það er ekki laust við að maður spyrji hvers
vegna fólk er yfirleitt aðfara þarna um: „Nú,
það var stríð og menn voru sendir þangað,
þeir áttu ekki annarra kosta völ en aö fara á
móts við hætturnar. ’ ’
Meðal þeirra skordýrategunda sem valda
mestri skelfingu í Bóhvíu er flugutegund sem
finnst hvergi nema þar. Það væri í sjálfu sér
allt i lagi þótt hún fyndist annars staðar
ef hún hefði ekki banvænt bit. Læknar og vís-
indamenn um allan heim hafa unnið árum
saman að því að reyna að finna móteitur viö
biti þessarar flugu en árangurslaust enn sem
komið er.
Það versta við bit þessarar flugu er að erfitt
er að varast það og nokkur tími getur liðiö frá
biti og þangað til menn veikjast og deyja.
Villidýr og vatnakvikindi gera mönnum
líka erfitt fyrir, einkum á þessu svæði í suð-
austurhluta landsins, og varasamt getur
veriö að fara í árnar, þó að þaö sé reyndar
mjög vinsælt á helstu hitasvæðunum. I ám og
vötnum geta nefnilega leynst bæði mannætu-
fiskar og raflostsfiskar.
Ágætis veður á íslandi
En það verða sjálfsagt aðrir hlutir sem
mæta Juan Carlos þegar íslenski veturinn
gengur í garð: „Mér finnst veðrið hérna nú
alls ekki slæmt,” segir hann eftir sýnishorn af
rigningasumrinu mikla sunnanlands, en
honum er umsvifalaust sagt að hann hafi ekki
kynnst íslenska vetrinum enn.
Áhugamálin eru afskaplega alþjóðleg:
„aöallegaíþróttir: fótbolti, körfubolti...”
Handbolti?
„ . . . nei, haridbolti er ekki spilaður’í Bóli-
víu. En hins vegar bowling . .” „. .svo er
hann góður dansari ...” skýtur túlkurinn,
sem var okkur til halds og trausts þegar ís-
lenskan og enskan dugðu ekki, inn í samtalið.
„Ég kann að veiða,” heldur Juan Carlos
áfram, hógvær á svip. Hann bætir við að hann
sé kristinn og hafi gaman af að lesa bækur.
Viðhorfin til skólans eru nokkuð önnur en
hjá mörgum jafnöldrum á íslandi: „Menntun
er aðgangur að öllu í Bólivíu. Ef menn vilja
ekki strita og hafa það erfitt verða þeir að
reyna aö afla sér menntunar.
Ég get heldur ekki hugsað mér að fara heim
og lifa á peningum foreldra minna. Ef ég væri
ekki að fara að læra myndi ég fá mér vinnu.
Og það er heldur ekki sama hvaö maður fer
að læra, flestir reyna að læra eitthvað hagnýtt
sem getur tryggt þeim vinnu viö helstu at-
vinnuvegina og það sem brýnast er. Landbún-
aðarvísindi eru til dæmis mjög góð grein út
frá þessu sjónarmiði.
Systkini Juan Carlos eru þrjú, öll eldri en
hann. Systurnar eru báðar við háskólanám í
Bólivíu og bróðir hans er búsettur í Svíþjóð.
Skiptinemarnir sem hér eru á þessu ári á
vegum þjóðkirkjunnar eru 22 talsins og hófu
dvölina hér á landi á heimilum á suðvestur-
horninu, meðan hópurinn var að kynnast og
læra eitt og annað nytsamt fyrir dvölina hér.
Síöan var haldið í feröalag austur fyrir fjall
og dvalið þar í 10 daga en að því loknu dreif-
ast skiptinemarnir út um allt land og hefja
nám og störf og reyna aö falla sem mest inn í
þjóðfélagið hér. Þetta er hópur úr ýmsum
áttum og hefur stundum verið stærri en nú.
Það er óskandi að Juan Carlos frá Bólivíu
og aðrir skiptinemar, frá Japan, Hondúras,
Kanada og öllum öðrum löndum sem nú eiga
skiptinema á Islandi, kynnist Islandi á já-
kvæöan hátt og miðli í leiðinni okkur af fróð-
leik um sitt eigið land.
39. tbl.Vikan 1S