Vikan


Vikan - 29.09.1983, Blaðsíða 62

Vikan - 29.09.1983, Blaðsíða 62
PÓSTIKIW Að fara út í rokkbransann Kœri Póstur. Ég á í smávandrœðum. Svoleiðis er að mig langar til að stofna hljómsveit, annaðhvort kvennahljóm- sveit eða með strákum líka. En ég er svo feimin og svo er líka svo dýrt að kaupa grœjur? Góði, gefðu mér eitthvert svar. Með fyrir- fram þökk og von um birtingu. Ein feimin. Þótt maður sé feiminn á alveg að vera hægt að stofna hljómsveit. Ef þú átt vinkonur eða vini sem hafa áhuga á tónlist skaltu tala við þau, það er alltaf betra að vinna með þeim sem maður þekkir. Kannski fréttirðu líka af fólki sem vill stofna hljómsveit, sér- staklega ef þú lætur það spyrjast út að þú ætlir að stofna hljómsveit. Annars er bara að auglýsa í blöðun- um. Það þarf ekki að vera svo dýrt að kaupa tæki fyrir hljómsveit en auð- vitað fer það eftir því hvers konar hljómsveit þú ætlar að stofna. Það sem þarf til að stofna venjulega rokk- hljómsveit, og þá á ég við að hljóðfæraskipanin sé gít- ar, bassi, trommur og söngur, er auðvitað þessi hljóðfæri sem ég nefndi og magnarar fyrir gítarinn og bassann. Ef við tökum fyrir verðið á einstökum hljóðfærum og tækjum þá lítur dæmið svona út: Gítar er hægt að fá (notaðan) á allt frá 2000 kr. upp í 10.000—15.000. Magnari kostar venjulega töluvert meira, kannski eitthvað í kringum 5.000—10.000. Not- aðir bassar kosta frá 3.000 kr. og nýir frá 5.000. Bassa- magnari kostar töluvert mikið, yfirleitt í kringum .10.000. Trommur eru einnig nokkuð dýrar, svona í kringum 10.000—20.000. Þetta er þó mjög mismun- andi eftir því í hvernig á- standi hljóðfærin eru. Mikilvægt er að byrja á því að fá sér ódýr, notuð hljóðfæri, ekki að ana út í kaup á dýrum tækjum sem maður missir svo áhugann á. Ef þið eruð fjórar, eða fjögur, sem viljið stofna hljómsveit, má reikna með að kostnaðurinn verði ekki minni en 10.000 kr. á mann. .Oft er þó hægt að fá lánuð hljóðfæri til að byrja með, ef þið þekkið fólk sem er í hljómsveit. Ég vil benda á að í staðinn fyrir trommur má oft nota trommuheila til að æfa sig með og þeir eru ódýrari en trommur. 1 tölvupoppi eru trommu- heilar oft notaðir í staðinn fyrir trommur. Þar eru líka notaðir synthesizerar og þá er hægt að fá á alls konar verði. Um þessi mál má fá nánari upplýsingar í hljóð- færaverslunum bæjarins, Tónkvísl, Rín og hjá Paul Bernburg. Vandræði (?) Hæ, hœ, kœri Póstur. Ég vona að þú birtir þetta bréf því að ég hef svo oft skrifað en aldrei fengið svar. Ég er alveg í vandrœðum. Ég má ekki fara á diskótek í skólanum því að strákarnir elta mig á röndum. Ég hef hvergi frið, þeir vilja allir kyssa mig. Ég vil ekki kyssa þá, þeir eru svo Ijótir, ojbara. En ég er alveg bál- skotin í einum en hann hefur ekki áhuga á stelpum. Ó, hann er svo mikið krútt. Svo fór ég í sveit núna í sumar og var í mánuð þar. Þar var ein 13 ára stelpa sem átti heima þar og ég var alltaf með henni því að við þurft- um aldrei að gera neitt. Tveir aðrir bœir voru stutt frá en þar áttu tveir strákar heima, annar 13 og hinn 14 ára. Stelpan í sveitinni, sem við skulum kalla S, var svo œðislega hrifin afþessum 13 ára, sem við skulum kalla R. Þau voru búin að vera sam- an í eitt ár og S sagði mér að reyna að krœkja í þennan 14 ára, sem við skulum kalla L. Ég náði auðvitað í L. Ég var œðislega hrifin af honum og hann afmér. S var ápillunni en ekki ég. Hún varð nefni- lega einu sinni ólétt en því fékk hún bara eytt. En ég og L gerðum það einu sinni, þú veist, og ég veit ekki einu sinni hvort ég heforðið ólétt. S sagði að ég vœri það örugglega ekki. Hún sagði mér bara að byrja á pill- unni. Jœja, svo fór ég loksins heim en nú eru vandrœði því að L er kominn í bœinn og á að vera í Reykjavík hjá syst- ur sinni í vetur. Nú er hann að koma til mín en ég vil ekki vera með honum núna. Hann hótar að segja mömmu og pabba hvernig ég lét í sveitinni efég byrji ekki með honum. En mamma og pabbi halda að ég sé algjör engill. Hvað á ég eiginlega að gera? Ég er algjörlega lokuð inni í vand- rœðum. Hvernig verður þetta? Þú verður að birta þetta bréf. Ein í vandrœðum. Jæja, svo það er bara kúgun! Ég á nú ekki von á því að strákurinn þori að segja mömmu þinni og pabba að hann hafi verið með þér. Hann getur eins búist við því að pabbi þinn líti svo á að hann (L) hafi tælt þig, saklausa stúlkuna, til lags við sig og taki ær- lega í hann. Ef hann reynir frekar við þig skaltu bara segja honum þetta. Varðandi fóstureyðing- ar: Fóstureyðingar koma ekki í staðinn fyrir getn- aðarvarnir. Þær eru neyðarúrræði þegar annað hefur brugðist. Þær geta verið erfitt andlegt álag á stelpurnar sem í þær fara og því borgar sig að stunda kynlíf með getnaðarvörn- um. Ég held að þetta verði aldrei of oft endurtekið. Bannað börnum Kœri Póstur. Oft sýnir sjónvarpið myndir ,,bannaðar börn- um”. Mig langar að vita hvað þeir hjá sjónvarpinu 62 Vikan 39. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.