Vikan


Vikan - 29.09.1983, Síða 39

Vikan - 29.09.1983, Síða 39
Þýðandi: Anna ÖPERA IFIMM ÞÁTTUM leikarinn vafði upp síðasta Lög- birtingablaði og stakk inn í flautuna. Síðan lét hann flaut- una vega salt á höfðum strengja- sveitarinnar, alla leið að þeim sem lék á enskt horn. Fagottleikarinn sat og var að glíma við krossgátu rétt fyrir framan mig. Hann var í stand- andi vandræðum með gríska gyðju, átta stafa nafn sem byrj- aði á P og með E sem fjórða staf. Það gekk ekki að skrifa Patroklos. Heldurekki Partheon. Fagottleikarinn reif snifsi af nótnaþlaði og krotaði á það: ,,Grísk gyðja, átta stafa, fyrsti stafur P, fjórði stafur E,” og lét seðilinn ganga. Fyrsta fiðla gat hjálpað honum. Hún skrifaði lausnina á bakhliðina á bréfsnifs- inu og lét það ganga til baka til fagottleikarans sem gat fyllt reit- ina sína með orðinu Poseidon. Það fauk í mig. Ég leit örsnöggt á Maríönnu og þegar ég sá að hún var niðursokkin í það sem fram fór á sviðinu reif ég horn af pró- gramminu mínu og krotaði á það: ,,Hvað er að þér, maður? Poseidon er ekki gyðja heldur bróðir Zeusar,” og laumaði miðanum svo niður til fagott- leikarans. — Þú varst að rétta hljóðfæraleikaranum eitthvað, hvíslaði Maríanna. — Hvað var það eiginlega? — Leiðrétting! Hann var kominn átta töktum aftur úr, hvíslaði ég og leit upp á sviðið, á Fást sem jarmaði: ,,Ó, hefði ég til hins háa anda sótt þá ham- ingju, yfir þröskuldinn að stíga!” Ég fann nú ekki fyrir neinum erfiðleikum með að stíga yfir þröskuldinn og úr viðjum óper- unnar. Skyndilega datt mér í hug lausnin á vandamálinu í hljómsveitargryfjunni. Ég mundi eftir átta stafa grískri gyðju og krotaði á blað:- Penelópa. Ég bjó til kúlu úr bréfinu og kastaði til fagott- leikarans. Skömmu seinna stakk hann að mér miða. ,,Takk fyrir hjálpina,” stóð á honum, ,,en geturðu sagt mér fjögurra stafa sögupersónu sem endar á T og er með Á sem annan staf? Eftir hlé braut ég heilann um þessa fjögurra stafa sögupersónu. Ég skrifaði spurninguna á nokkra seðla og lét ganga aftur fyrir mig í von um hjálp en fékk engin svör til baka. Svo gróf ég höfuðið í höndum mér til að reyna að hugsa skýrar í myrkrinu, en þá rak Maríanna mér rækilegt oln- bogaskot. — Þú skalt ekki voga þér að sitja þarna og sofa, hvíslaði hún áköf, hugsaðu þér bara hvað við keyptum miðana dýru verði! Sögupersóna, fjögurra stafa! Sem endar á T og er með Á sem annan staf! Ég leit í örvæntingu minni á fyrstu fiðlu sem hafði gert heiðarlega tilraun til að hjálpa til fyrr um kvöldið, með Póseidon. En fyrsta fiðla yppti bara öxlum og var hálfvonleysis- leg á svip svo mér skildist að hún stæði alveg á gati með þessa sögupersónu. Það var ekki fyrr en við vorum komin heim og ég leit af tilviljun á prógrammið okkar, sem Marí- anna hafði lagt frá sér í forstof- unni, að upp fyrir mér rann ljós. — Fást! sagði ég uppveðr- aður, annar stafurinn er Á og það endaráT. — Hvað ertu að segja? — Ekkert. Kvöldið eftir vildi ég endilega fara aftur í óperuna, Maríönnu til mikillar undrunar. Því miður var uppselt á fyrsta bekk niðri svo að við fengum miða í neðri stúku til hægri í staðinn. Ég gerði ekki annað alla sýninguna en að út- búa litla miða sem á stóð FÁST og kasta þeim niður í hljóm- sveitargryfju í von um að fagott- leikarinn næði í einn þeirra. Maríanna hélt því fram að litlu hefði munað að okkur yrði fleygt Stórkostleg verðlækkun á prjónavélum Vegna mjög hagstæðra samninga getum við nú boðið KH 840 prjónavélina með 4ra lita skipti á aðeins kr. 12.807,00 Ifyrra verð kr. 14.230,00). Þessi samningur gildir aðeins um tiltölulega fáar vélar og er viss- ara að tryggja sér vélina strax. Borgarfell hf. Skólavörðustíg 23, sími 11372. 39. tbl. Vikan 39

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.