Vikan


Vikan - 14.06.1984, Blaðsíða 7

Vikan - 14.06.1984, Blaðsíða 7
Hver segir að aðeins karlmenn stundi veiðiskap? hvers konar veiöistíl, aö vísu mis- jafnlega glæsilegan.” Þó skal hér reynt að uppfræða byrjandann í nokkrum orðum og miðast það einkum viö veiði í ám. Þegar veiðimaður nálgast veiði- staði í vatnsminni ám skal hann varast þá freistingu að kíkja í hyl- inn til að gá hvort fiskur leynist þar. Verður það oft sýnd veiði en ekki gefin því eftir að komin er styggð að fiski tekur hann yfirleitt ekki. Einnig ættu menn að varast að vaða mikið því hljóð berast vel í vatni. Við maðkaveiði er vaninn að hafa eina eða fleiri sökkur rúmt fet frá önglinum, en sökkurnar eru til í mörgum stærðum og gerðum og fer það eftir straumlagi og straumþunga hverja skal nota. Þessu er síðan rennt eða kastaö fyrir fiskinn og reynt að stýra maðkinum sem næst fiskinum. Gott er að hafa smáhönk af línu í vinstri hendi til þess að gefa eftir þegar hann nartar í beituna. Ekki kippa í — það skeöur alltof oft að menn veröa of bráðir og kippa önglinum úr fiskinum. Þegar lagt er í veiðiferð verður aö hafa góðan slatta af sökkum og önglum meðferðis því botninn tekur oft sinn toll. Flotholt er einnig ágætt í lygnu vatni, en þó eru margir sem nota það ekki því það spillir sam- bandi við fiskinn þegar hann tekur, segja þeir. Í fluguveiðinni er vaninn að kasta þvert á straum eða aðeins undan straumi og láta fluguna berast þangað sem fiskur liggur. Annars er ómögulegt að segja hvernig best er að veiða á flugu. Hver maður hefur sína sérvisku og aðferð sem hann telur reynast best við þær aðstæður sem eru fyrir hendi á hverjum veiðistað. Á að draga línuna hratt inn eða hægt? Eða í rykkjum? Hvaða línu á að nota? Hve langan taum á að hafa? Hvaða flugu á að nota? — og fleira í þessum dúr. Þegar flugu er kastað verður að reyna að valda sem minnstri röskun á yfirborði svo ekki komi styggð að fiskinum. Kasta meö mýkt og lipurð, ekki endilega mjög langt í byrjun heldur þannig að fullt vald sé á línunni. Þaö skiptir miklu hvernig flugan er borin fram fyrir fiskinn. Það er mikilvægara heldur en sú fluga sem valin er til að freista lónbú- _ans. Það er víða fallegt við Laxá í Aðaldal. Veiðistaðurinn er Þvottastrengur í Neslandi. í spónveiðina er til mikið úrval af „járnrusli” sem fiskurinn leggst svo lágt að taka. Vinsælasti spónninn í laxveiöina er líklega Toby. Hann er hægt aö fá í nokkrum stærðum og gerðum. Mæli ég sérstaklega með 18 g stærðinni og þá helst gylltum eða svartröndóttum. Sá fyrrnefndi gefst best í bjartviðri en hinn þegar skýjað er eöa úrkoma. íslandsspónninn er góður í sjóbirt- ing og urriða. Einnig eru til litlir bleikjuspónar og veiðist oft furöu- legaveláþá. Góðaveiði. Tveir vænir úr Laxá og Bæjará. 24. tbl. Vikan 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.