Vikan


Vikan - 14.06.1984, Page 19

Vikan - 14.06.1984, Page 19
Eleanor Hyde ún gat með erfiðismunum þolað að sjá Robert með annarri konu en alls ekki að Robert sæi hana eina síns liðs. fundiö til feimni um ævina. Georgina var annaðhvort aö veröa fertug eöa þegar orðin það. „Þú stendur þig eins og hetja,” sagði hún við Diane. „Farðu bara til einhvers manns sem þér líst vel á og segöu eitthvaö skemmtilegt við hann.” Diane leit yfir herbergið til aö koma auga á einhvern mann sem henni litist á. Enginn þeirra var ljótur en allir voru þeir svo líkir að það var eins og þeir væru marg- burar. Hún valdi auðveldustu leiðina og leit á manninn til vinstri. Henni datt ekkert skemmtilegt í hug svo að hún sagði: „Sæll.” „Sæl,” sagði hann. „Ég heiti Mike. Enþú?” „Diane.” „Þetta er Jenny, Diane.” Diane haföi ekki tekiö eftir Jenny sem leit illilega á hana áður en hún beindi athyglinni aö Mike. „Segðu mér meira um tölvubún- aðinn, hann er svo áhugaverður,” sagði Jenny. Fyrsta reglan var að tala aldrei við mann sem önnur kona haföi valið. „Afsakiö, ég þarf að ná í öskubakka,” sagði Diane og hélt hendinni fyrir aftan bak eins og til að fela sígarettu. Hún hefði ekki þurft þess. Mike var önnum kafinn við að segja Jenny allt um tölvur. Hávaðinn var mikill, samræður, hlátur, ísmolar hristust í glösum og tónlist allt frá ragtime til Cole Porter — eitthvað fyrir alla, en var þar eitthvaö fyrir hana? Einhver? Kannski hefði hún átt að fara en hún haföi lofað að hringja til Mary og segja henni allt um kvöldið. Hvernig gat hún viðurkennt aö hún hefði farið eiginlega strax? Diane ákvað að fara inn á bað og laga sig til. Hún tróöst kurteislega fram hjá fólki og opnaði dyrnar aö fata- skáp. Eftir nokkrar tilraunir enn komst hún inn á bað sem í voru svanir í ýmsum myndum: úr keramiki, úr gleri, á sturtutjaldi og svanaljós yfir meðala- skápnum. „Kannski vinsamleg ábending um það hvað gæti oröið úr ljóta andarunganum,” sagði Diane við sjálfa sig og sá að hún leit ekki vel út. Klúturinn hafði losnað og blússan var komin upp úr pilsinu. Ljósmyndararnir voru vanir því að Diane væri ekki alltaf eins og fólk er flest en kannski haföi hún gengiöof langt. „Skapandi snillingar eru yfirleitt óþrifnir,” var Robert vanur að segja. Það var þegar þeim leið vel. Seinna sagði hann: „Ekki skil ég hvernig ein kona getur útbíaö allt svona.” En seinna hætti hann alveg að gagnrýna hana því að þá var hann aö safna atkvæðum fyrir þing- kosningar, borðandi meö þessum og hinum, í heimsóknum eða á ráöstefnum eða haldandi ræöur um náttúruvernd, friðun og konur. „Hvaö um að halda ræðu um verndun hjónabandsins?” spurði hún hann í rúminu eitt kvöldið. Robert var í bláum náttfötum og með gleraugu og hann hélt viðutan áfram aö skrifa hjá sér ræðuna sem hann átti að halda á góðgeröarsamkomu. Þar yrði hin kona hans og samstarfsmaður, Paula Schofield, með honum; lagleg og einbeitt hnáta. Diane varöaövísuaömæta í vinnu á tíma sem hefði gert óþægilegt fyrir Robert að taka hana með sér en hann þurfti þó varla að hafa Paulu með? Paula minntist oft á kertaljós og falleg matarborð sem þau Paul sætu við eftir erfiöan dag. Diane hugsaði um þessi boð þegar hún sat ein heima og borðaði jógúrt eða epli. Robert kom örþreyttur heim. Út af kosningabaráttunni eða eftirPaulu? „Ég spuröi bara hvernig þetta væri með okkur, ’ ’ sagði Diane. „Eg er að reyna að einbeita mér. Þú getur að minnsta kosti þagað ef þú getur ekki hjálpað méríbaráttunni.” Diane baröi í svæfilinn og óskaði þess að það væri Robert eða Paula. „Ég hef hjálpað þér. Ég hélt bara að þú vildir ekki sjá mig eins og Paula hengir sig í þig og hvíslar ástaroröum aö þér. Sennilega heldur fólk að hún sé konan þín.” „Hún var að hvísla ráðlegging- um að mér, ef þú vilt vita það. Þú ert sífellt að rægja Paulu. Hún stendur þó með mér. ’ ’ „Hún verður sífellt við hlið þér ef þú sigrar,” sagði Diane ekki. í þess stað sagði hún: „Ég vona að þú tapir.” Um leiö og oröin hrukku af vörum hennar óskaði hún aö þau hefðu aldrei verið sögð. „Það kemur mér ekki á óvart. Þú vilt vera númer eitt í fjöl- skyldunni.” 24. tbl. Vikan 19

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.