Vikan - 14.06.1984, Blaðsíða 8
.. R Jf J
’liP" - - • ó! 1 — T°
iL ■BS| ""
mj £ 3.
Texti og mynd: Ragnar Th. Toyota Tercel 4WD var einn þeirra
bíla sem hvað mesta athygli vöktu á
bílasýningunni Auto '84. - Meðal
aukabúnaðar, sem hægt er að fá á
þennan bíl, er sóllúga, hvaða gagn
sem má svo hafa af henni hér á landi.
Bíll með herslumun
Þegar mér bauðst að hafa og
prófa Toyota Tercel 4WD var ekki
laust við að ég yrði dalitið
smeykur viö tilhugsunina aö
skrifa um bíl. Mér fannst einhvern
veginn ég ekki vera nógu klár til
þess að geta fundið ailt aö bílnum,
svo sem tilheyrir í bilaprófunum.
En svo fór ég aö hugsa: Þarf
maður alltaf að geta fundiö aö öllu
til þess aö lita út fyrir aö hafa vit á
hlutunum?
Svo mikið er vist aö ég var ansi
hress með vagninn og gæti bara
vel hugsað mér að skipta. Skyldi
vera hægt að borga milligjöfina
meðkreditkorti?
Það fyrsta sem maður tekur
eftir í Tercelnum eru afspyrnu
góðar bremsur, ég meira aö segja
prófaði það oftar en einu sinni að
láta hann draga hjól. En það var
ekki fyrr en ég klossaði hann á þó
nokkurri ferð að það rétt tókst.
Einnig rekur maöur fljótt augun í
að þaö er óvenju hátt til lofts og
plássiö aftur i er hreint ótrúlegt,
akkúrat það sem mig hefur alltaf
vantaö. Það er fleira í þessum bíl
sem mig hefur alltaf vantað, eins
og til dæmis 5. gírinn. Hversu oft
hefur maður ekki sagt viö sjálfan
sig: ja, nú vantar bara fimmta
gírinn. Og þaö er alveg satt.
Síðast en ekki sist af því að sem
mig hefur alltaf vantað er fjór-
hjóladrif. Eg vildi bara óska þess
að ég þyrfti aldrei aö keyra á keöj-
um framar. En eins og veturnir
hafa verið undanfarin ár á þessum
síöustu og verstu tímum bla bla...
hefur bara alls ekki veitt af því að
vera á keðjum eða jeppa. Og fyrir
þá sem ekki mega kaupa sér jeppa
(eða þannig, sko) er fjórhjóladrif-
inn fólksbíll aö öllum líkindum
rétta svarið, auk þess sem svona
fjórhjóladrifsfólksbíll eyðir ekki
neinu, miöað við jeppa. Fyrir
menn, sem eru á ferðinni alla
daga, sama hvernig viðrar, er
Tercelinn alveg kjörinn.
Sjálfur hef ég aldrei átt jeppa en
samanburðurinn viö jeppa er
heldur ekki sanngjarn því Tercel-
inn er fjórhjóladrifinn fólksbíll en
ekki jeppi. Það má kannski segja
að hann sé venjulegur framhjóla-
drifsbíll meö herslumun. Þar sem
aöeins „vantar herslumuninn” á
að aðrir komist kemst Toyota
Tercel. Nú er ég kannski farinn að
hæla bílnum of mikið því ég hef jú
aldrei prófað bílinn í snjó en hef þó
orð annarra fyrir því. En það fór
þó aldrei svo aö maöur fyndi ekki
eitthvað að. Mér fannst hann vera
þungur í stýri. Það er kannski
óhjákvæmilegt í 4WD bílum. Að
öðru leyti líkaði mér vel viö bílinn
en ef ég ætti hann mundi ég útvega
mér spoiler aftan á hann því eins
og aðrir station-bílar eys hann
töluvert á afturrúðuna. Þó svo að
vinnukona og rúðupiss sé á honum
að aftan er alltaf öruggara og
betra aö vera ekki alltaf fiktandi í
tökkum og horfandi í spegilinn aö
óþörfu þegar maður á að hafa hug-
ann viðaksturinn.
Ps. Hann liggur eins og klessa.
8 Vikan Z4.tbl.
\