Vikan


Vikan - 14.06.1984, Blaðsíða 58

Vikan - 14.06.1984, Blaðsíða 58
Barna— Vikan Ævintýrið um risann og Langt, langt í burtu frá okkur er framandi land sem þú getur alls ekki fundið á landabréfinu. Þar átti heima risi sem hét Stóri-Dóri. Hann átti stóra og fallega höll sem var full af dýrindis húsgögnum og myndum, gulli og gimsteinum en honum leiddist óskaplega mikið. „Hvað gagnar það mér aö ég er ríkasti risi í heimi?” andvarpaöi Stóri-Dóri. „Það vill enginn heim- sækja mig.” Og úr því að honum fannst ekkert gaman að búa í höllinni og njóta allra dýrgripanna hélt hann af stað til að finna ein- hvern sem gæti verið honum til skemmtunar. Dag nokkurn kom hann í skóla. Það var söngtími hjá börnunum og allir gluggar stóðu opnir svo risinn gat heyrt hvað þau voru að syngja: Hann Stubbur litli labbar með landpóstinum yfir fjöll. Hann langaði að líta á landsins stærsta tröll. „Stærsta tröll í landinu . . . þaö hlýtur að vera ég,” hugsaði risinn. „Ef börnin vilja hitta mig þá er það enginn vandi og mér þykir gaman að heyra þau syngja svona fallega.” Svo kallaði risinn með bylmings- rödd sinni: „Komið bara hingað út ef þið viljið sjá stærsta risa í heimi.” Börnin í skólastofunni urðu skelf- ingu lostin. Kennarinn leit út um gluggann ásamt nokkrum hugrökk- ustu börnunum en þegar þau komu auga á Stóra-Dóra skelltu þau glugganum aftur og földu sig hver sem betur gat. Stóri-Dóri varð reiður . . . hann vildi hlusta á börnin syngja. Hann kallaði til þeirra en þá urðu þau enn hræddari. Ég skal ná í þau,” hugsaöi hann og gekk inn í skóginn þarna rétt hjá og faldi sig. Þegar kyrrð færðist yfir allt gægðist kennarinn varlega fram og athugaöi hvort risinn væri farinn. Þegar hann kom ekki auga á hann sagði hann börnunum að flýta sér heim. Úr fylgsni sínu sá Stóri-Dóri þegar börnin hlupu í allar áttir. Þrjú börn komu í áttina að skóginum því þau áttu heima rétt hjá honum. Þetta voru þau Lalli, Lína og Hans. Þegar þau voru komin nálægt Stóra- Dóra stökk hann upp og greip Lalla og Línu, en skildi Hans litla eftir. Síðan hljóp hann eins og fætur toguðu til hallar sinnar og Lalli og Þýðandi: Jóhann J. Kristjánsson börnin Lína dingluðu í stóru krumlunum hans. Hans, sem varð eftir, hrópaði á hjálp en enginn heyrði til hans. Þegar risinn kom í höllina læsti hann Lalla og Línu inni í stóru og fallegu herbergi og sagði síöan við þau: „Syngið fyrir mig, litlu söngfugl- arnir mínir. Syngið um tröllið og litla Stubb.” En Lalli og Lína grétu bara og vildu ekki segja eitt einasta orð og enn síður syngja og risinn varð reiður. í þorpinu sagði Hans frá því sem haföi gerst og allir urðu mjög hræddir. En hver gat ráðið við risann? Tveimur dögum síðar kom risinn aftur og náði tveimur börnum og þannig endurtók þetta sig hvað eftir annað þangað til enginn þorði að vera utanhúss. Loksins var Stóri- Dóri kominn með heilan hóp barna. „Syngið nú, söngfuglarnir mínir,” sagði hann, „annars fáið þið ekkert aðborða.” Börnin sungu, en ekki eins fallega og áður. Risinn var annars góður við þau og gaf þeim allt sem þau báðu um en þó máttu þau ekki fara úr höllinni. Hans, sem risinn haföi ekki náð, velti því fyrir sér hvernig hann gæti hjálpað félögum sínum og einn góðan veðurdag herti hann sig upp og hélt til hallarinnar. „Hvaö vilt þú?” spurði Stóri-Dóri steinhissa þegar hann sá Hans. Hans sagðist vilja ganga í þjónustu risans og enda þótt Stóri-Dóri væri heldur vantrú- aður á þetta réð hann Hans til sín. Hann sagði Hans að sér gengi illa að fá söngfuglana sína til að syngja vel. „Það skal ég nú laga fljótlega,” sagði Hans, „lofaðu mér bara að tala dálítiðviðþau.” Hans talaði nú við börnin án þess að risinn heyrði og einn góðan veður- dag sagði hann: „Nú geta söngfuglarnir þínir sungið vel. . . hlustaðu bara.” Og börnin sungu fullum hálsi um Stubb litla og risinn komst í ljómandi skap. Börnin sungu á meðan risinn var að boröa og loksins var hann orðinn syfjaður og þreyttur og lagðist endi- langur á gólfið og teygöi úr sér. Þau 58 Vikan 24. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.