Vikan


Vikan - 14.06.1984, Blaðsíða 14

Vikan - 14.06.1984, Blaðsíða 14
Ragnhildur Gísladóttir, tónmenntakennari og söngkona Hversu lengi var Ragnhiltlur bú- in að vera ineð magapínuna vegna tónlistarinnar? „Nokkuð lengi en annars ætlaöi ég alltaf aö veröa svo margt, var stööugt aö breyta um skoðun. P’rá hvaöa tímabili viltu fá þetta? Eg get alla vega sagt þér hvaö mamma vildi aö ég yröi: Hús- mæörakennari! I kringum sjö ára aldurinn langaöi mig til að veröa hjúkrunarkona af því að systur mína langaði til þess en það leiö ekki langur tími þar til mig langaöi allt í einu aö vera stórleik- ari í Bonanzamynd. Mig langaöi eiginlega til aö vera hver sem er í Bonanza nema kannski síst Horse, sá feiti af bræörunum. Þetta gekk dálítið út á cowboy-myndir hjá mér um tíma og svo var það að ég sá í einni myndinni ljóshæröa konu sem spilaöi á píanó og söng. Hún var æöi og ég vildi vera hún. Þarna var ég nú farin aö nálgast þaðsem ég erídag. Fljótlega eftir aö ég uppgötvaöi ljóskuna fékk ég mér vasaljós og stóð fyrir framan spegilinn heima og kirjaði lögin sem voru spiluö í útvarpinu eftir hádegi. Eg man alltaf svipinn á pabba þegar hann kom aö mér í þessu hlutverki. Eft- ir þetta tímabil gekk allt út á eitt- hvað meö tónlist. A gelgjuskeiðinu fannst mér allar barnastjörnur æðislegar, ég man aö mér fannst lagiö Cotton Eields alveg æöi. En ég setti markið á kórstjórn, pabbi var sáttastur við þaö og ég fór í tónlistarskólann, lauk prófi þaðan, varð tónlistarkennari og lenti að lokum í „bransanum”. Pabbi fékk aö vísu ekki kórstjóra og mamma varö aö sætta sig viö að fá ekki ósk sína uppfyllta varð- andi húsmæörakennarann. En sem betur fer varö ekkert úr hjúkrunarkonudraumnum, ég gæti ekki einu sinni oröið tá- snyrtir!” Ómar Þ. Ragnarsson fréttamaður Fréttamaður, söngvari, skeinintikraftur, rallakstursmað- ur, tiuginaður... En ætiaði Öinar sér öll þessi ósköp þegar hann var lítill strákur sem lór í sveit á sumrin? „Eaöir minn var vörubílstjóri og bakari og vitanlega kveikti þaö bíladellu. Um tíu ára aldur var liins vegar mestur áhugi á stjórn- málum hjá mér og fram undir sextán ára hélt ég helst aö ég. myndi fara út í pólitík þegar ég yröi stór. Æskuleikir mínir og dund miöuöust aö miklu leyti viö þetta. I sveitinni minnist ég til dæmis þess aö maður var að dunda við að stofna félög dýranna, kúafélag, hestafélag, hænsnafélag og kindafélag og ég man að Branda var formaður kúafélags- ins og hænan Tuöra formaður hænsnafélagsins. Ekkert karla- veldi þar! I huganum áttu sér staö átök milli hagsmunahópa innan þessara félaga og af hlutust stjórnarkjör, ekki hvaö síst þegar kjósa þurfti stjórn í heildarsam- tökum dýranna sem öll sérdýra- félögin áttu aðild aö. Þá mynduö- ust bandalög mismunandi dýra- félaga og hópa og fylkingar riðluð- ust. Eg minnist þess til dæmis að hundurinn Lappi komst í odda- stöðu eitt sinn þegar kýrin Branda og hesturinn Faxi bitust um forystu í heildarsamtökum dýranna í Hvammi. Frá tíu ára aldri var hlustaö á allar útvarps- umræður og öll tiltækileg dagblöö þaullesin. 11. bekk A í Gagnfræða- skólanum viö Lindargötu voru stofnaöir flokkar, fyrst Ulpusinna- flokkur og Bjálkaflokkur en síðar Farísea- og fræðimannaflokkur sem íhugaði framboð í bæjar- stjórnarkosningunum 1954. Há- marki náöi þessi pólitíska starfsemi meö mikilli ræðu á öskutunnu í skólaportinu en síöan fjaraöi þetta smám saman út eins og svo margir aðrir æskuleikir og ærsl. Seint fyrnist þó yfir fjörið sem ríkti í hugarheimi barnsins og unglingsins sem bjó til sviptingasaman og pólitískan fund úr friðsömum kúahópi á beit uppi á Nautahjalla. Því veröur helst lýst með fyrstu hendingum í texta JónasarFriðriks:” Snati rokna ræöu hélt, hæ, þaráhóli. Snati rokna ræðu hélt, sem reyndar var bara urr og gelt. Það var hæ, hó, hopp og hí og hamagangur á hóli. Albert Guðmundsson fjármálaráðherra Maður skylcli ætla að fjármála- ráðherra hefði í æsku dreyint uin aö liandf jatla mikla peninga en: „Þegar ég var lítill dreymdi mig um aö líkjast séra Friðriki Friörikssyni í KFUM. Hann var mín fyrirmynd á yngstu árum.” Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir Ásbjörn Morthens tónlistarmaður Það reyndist erfitt að að ná í Asbjöni Morthens (Bubba), tóii- listarinann og fyrirmynd margra unglinga, þar sem hann var á för- uin til draumalands inargra kollega sinna, Ameríku. Stuttu fyrir brottför kappans mátti lesa um ástæðuna Isrir landtlóttan- um: „Mig hefur lengi dreymt um aö vakna í 35 stiga hita, ganga út á næsta götuhorn, kaupa mér vatns- melónu og fara svo aö semja tón- list.” Aðalheiður Bjarnlreðsdóttir, lor- maöur Sóknar, átti sína bernsku- drauina: „Þegar ég var barn var ég ekki í vafa um hvaö ég vildi veröa. Kennari vildi ég vera. Kennari með hornspangargleraugu, stóran doðrant í fanginu og hóp af börnum í kringum mig. Draumur- inn var andvana fæddur. Ég er verkalýösforingi, svo vinsælt sem það er. Ekki veit ég hvort ég er aö kenna en eitt er víst: Eg er alltaf aölæra.” Svona lagað hefur aldrei verið og verður liklega aldrei hægt á gainla góða íslandi. Mitt í öllinn undirbúningi ferðarinnar gaf hann sér tíina til að svara spurningu Vikunnar iun draumastarfið í barnæsku: „Þaö sem ég er í dag.” 14 Vikan 24. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.