Vikan - 14.06.1984, Blaðsíða 51
Endursögn: Jón Ásgeir.
- ævintýralegur ferill
austurríska læknisins Erben
gegn þýskum nasistum. Þegar
Dollfuss reyndi að sölsa öll völd í
sínar hendur í maí 1934 mögnuðust
átök í landinu og jaöraði við borg-
arastyrjöld. Nasistar geröu árás á
stjórnarbyggingar i Vin 25. júlí
1944 og drápu Dollfuss.
Hermann Erben var um þetta
leyti aftur kominn til Vínar. Eftir
morðið á Dollfuss klæddist hann
nasistabúningi, setti upp Hitlers-
skegg og spásseraði um aöal-
götuna í Vínarborg. Lögreglunni
fannst þetta ekkert fyndið og
austurríski læknirinn með banda-
ríska passann var rekinn úr landi.
Hjá hafnaryfirvöldum í Ham-
borg (sem lutu yfirstjórn
Clestapo) fékk Erben starfsleyfi
og hann fékk vinnu á þýskum
flutningaskipum. Þann vinar-
greiöa launaði hann síðar i
spönsku borgarastyrjöldinni.
A árinu 1947 ferðuðust Errol
Klynn og Erben saman til Barce-
lona. Þeir þóttust hafa safnað 1,5
milljónum dollara handa
lýðveldinu hjá ríkum kunningjum
í Hollywood. Ríkisstjórnin bar þá
á höndum sér. Þaö var ekki fyrr
en fariö var að ganga á þá um
afhendingu peninganna að Klynn
— sem raunar óttaðist hvorki
dauðann né djöfulinn — flúði til
fasistanna meö njósnamyndir.
Þeir kumpánar settu á svið at-
burði til að komast á brott frá
Spáni. I morgungrámanum ná-
lægt vígstöðvunum burðaðist
Erben með Klynn inn í búðir
lýðveldissinna. Um höfuðiö bar
Klynn sáraumbúöir og sögðust
þeir hafa orðiö fyrir skotárás
fasista. Samdægurs fór Flynn meö
flugvél frá Spáni. 1 höfuðum-
búöunum voru faldar 14 filmur
með myndum af varnarvirkjun-
um umhverfis Madrid og viö þeim
fóku útsendarar Krancos.
Sjálfur fór Erben sem læknir
með sjúkraflutningalest breska
Rauða krossins til Karísar. A leiö-
inni tók hann niður nöfn og
heimilisföng allra Þjóðverja sem
tilheyrðu Thalemann-herdeildinni
en í henni voru vinstri menn og
kommúnistar. Listann sendi Erb-
en til Gestapo sem skömmu síöar
heimsótti alla vini og vandamenn
Þjóðverjanna.
Viö upphaf síðari heimsstyrjald-
arinnar settist Erben að í
Kaliforníu og tók til starfa í nas-
istasamtökum sem góðvinur
Hitlers, Fritz Wiedmann, aðal-
ræðismaður í San Kransisco, hafði
komið á fót. Nær allir íbúar Holly-
wood mættu í nasistaveislur sem
boöað var til með hakakross-
skreyttum kortum. Þar drukku
þau saman Maria Jeritza, Walt
Disney, Gary Cooper og Errol
Elynn.
En njósnarinn hafði öðrum
erindum aö sinna. Hann kannaöi
nákvæmlega allar aðstæður við
Panama-skurðinn sem nasistar
ætluöu að eyðileggja ef Bandarík-
in gengju til liös við bandamenn.
Rudolf Stoiber lýsir vandlega í
bók sinni til hverra ráða átti að
grípa: Japanskar og þýskar lið-
sveitir áttu aö gera innrás i Mið-
Ameríku og Mexíkó, loka
Panama-skurðinum og ráðast
síðan gegn Bandaríkjunum úr
suöri.
Þetta virðist hafa verið brjál-
æðisleg áætlun en Erben helgaði
sig henni. Þó fór svo að bandarísk
stjórnvöld komust á snoðir um
áform nasista og Erben flúði til
Asíu þar sem hann hélt áfram iöju
sinni.
Erben staöhæfir enn þann dag i
dag að í Asíu hafi hann um tíma
verið í sambandi við sovéska
njósnasnillinginn Ricard Sorge
sem varaöi Stalín við innrás nas-
ista í Sovétríkin. Eftir að hann
komst hjá aftökunni í Shanghai
með því að ganga í þjónustu
Bandarikjamanna höfðu þeir
hann alltaf grunaðan um að vera
tvöfaldur í roöinu og starfa líka
fyrirSovétmenn.
Yfirnjósnari nasista í Shanghai,
Louis Siefken, hefndi sin á Erben
fyrir svikin í réttarhöldunum.
Siefken hafði komiö sér inn undir
hjá útlagastjórn Sjang Kaí Sjéks á
Kormósu og nýtti sér þá aðstöðu
til að koma höggi á uppljóstrar-
ann. Erben var hnepptur í
varöhald í Ludwigsburg í Austui-
ríki vegna fortíöar sem „forhertur
nasisti” .
P’angavistin stóö í eitt og hálft
ár og ekki var Erben fyrr laus úr
haldi en hann lagði land undir fót.
Hann hélt til Persíu (Iran), snerist
til múhameðstrúar og fór píla-
grímsferö til Mekka. Nú hét hann
Hadschi Dr. Mohammed Ali
Kusumadilaga. Hann átti vingott
viö konungshiröir og forseta og sat
öðru hverju í fangelsum í Asíu.
Kyrir fimm árum var Erben á
Kilippseyjum að selja múham-
eðskum skæruliöum fallbyssur frá
kanadíska fyrirtækinu Space
Research Institute of Canada, 82
ára gamall!
Övenjulega ævi Hermanns
Erbens skráði eins og áöur segir
blaðamaðurinn Stoiber sem fékk
aðgang að öllum skjölum og ljós-
myndum öldungsins. Ennfremur
kannaði Stoiber þúsundir síöna af
skýrslum bandarísku leyni-
þjónustunnar og alríkislög-
reglunnarKBI.
Líf þessa óprúttna Vínarbúa
veitir innsýn í heim sem sjaldan
er til opinberrar umræðu. I nám-
unda viö öll meiriháttar átök í
heiminum heldur sig hópur
manna sem reka stríð á eigin
spýtur og eru sjaldnast dregnir til
ábyrgðar. Hermann Erben fór
lengi vel með eitt aðalhlutverkið í
þessum hópi.
24. tbl. ViKan 51