Vikan - 14.06.1984, Blaðsíða 60
”15 p°pp
Texti: Höróur
MENUDO
T’yrir okkur náföla Islendinga er
þetta orð ekki mikils virði.
Menudo er nafn á listframleiðslu-
samvinnufélagi, svona eins og
Uxmá, en þar meö er samlíkingin
ekki meiri. Oxmá er hópur fólks
sem hefur þaö fyrir iðju sína að
framleiöa list meö notkun á tón-
gjöfum ýmiskonar og bera hana
frain á hinn margvíslegasta hatt,
oft í samvinnu við aöra list-
skapandiaðila.
Menudo er hins vegar hópur
puerto ríkanskra sveina sem gera
það helst við tima sinn að fram-
leiða tónlist meö aöstoö tóngjafa
ymiskonar um leið og þeir dansa
at' snilld. Enginn skyldi þó halda
að þeir séu á nokkurn hátt pönk-
aöir eins og Oxmá-samsteypan
þvi að þeir eru ætíð fagurlega
búnir fallegum fötum og ógurlega
væmnum. Hárgreiðslur þeirra eru
miklu meira „niður á við”, ef þið
skiljið, ekki eins „beintuppiloft”
og hjá til dæmis Oxmá. Og músik-
in, maöur. Munurinn á henni og
Oxmá, svo viö höldum okkur við
þá samlíkingu, er eins og á of- og
vanþroskuðu epli. Hið óþroskaða
er hrátt, súrt, og getur verið ansi
hreint hressandi. Hið ofþroskaöa
er lint, meö dökklitum skemmda-
blettum hér og þar og syyyykur-
sætt. Aö eta slik epli er ekki á færi
nema manna meö skemmda
bragðiauka og litla tilhneigingu til
kligju.
Fyrirkomulag Menudo sam
steypunnar
Það sem er sérstakt við Menudo
er það að hljómsveitin byggir a
drengjum sem eru yngri en 113 ara.
Um leið og einhver meölimur
hefur náð þeim aldri verður hann
að gera svo vel að hætta. Þegar
þetta er skrifað er einungis einn
eftir af upprunalegu sveitinni og
er hann á förum innan tíöar.
Hugmyndina aö þessu öllu
saman átti Puerto Ríkani sem
segir „si" þegar nafnið Pidgardo
Diaz er borið fram. Þaö var árið
Menudomenn frá vinstri til hægri: Ricky Omar Melandez, Ray Reyes Leon, Carlos
„Charlie" Rivera Masso, Roy Stephan Rosello og Robert „Rohby" Rosa.
Sannarlega föngulegur hópur fríðra sveina, ehem.
Menudo afrekaöi að komast á mynd með Michael Jackson á Grammy verðlauna-
veitingunni.
1977 að hann hóaði í þrjá frændur
sína, Oscar, Carlos og Kicky
Melandez og nágranna þeirra,
Nefty og Fernando Salaberry, og
hóf aö leggja á ráðin um hvernig
þeim mætti takast að verða hitt.
tHitt er ekkert nema þýðing a
enska orðinu „hit” sem þyöir
eitthvaö sem slær i gegn.) Það
tóldu þeir best aö gera með aö
syngja létt rokklög á spænsku,
dansa við og klæða sig a a-
berandi hatt. Þa var um sama
leyti sett fram hin guiivæga regla
um aldurstakmarkiö - undir
sextan.
I hinum spænskumælandi
löndum gekk þessi formúla þegar
í stað mjög vel. Vinsældir þeirra
félaga eru miklar þar um slóðir en
það var ekki fyrr en í byrjun þessa
árs að þeir tóku að teygja klær
sínar inn á hinn geysistóra
enskumælandi markað i Banda-
ríkjunum. Það var gert með því að
þýöa vinsælustu lög þeirra yfir á
ensku og gefa þau út sem eins
konar „greatest hits”. Platan var
kölluö „Keaching Out”. Þetta
hefur gefið ágæta raun,
markaðslega seð, þvi vitað var i
upphafi að amerískur markaöur
er ætið móttækilegur fyrir hop
fagurra ungmenna sem dansa vel,
auk þess sem smásöngur fylgir
meö í kaupbæti. Aðallega eru það
þó spænskættaðir innflytjendur
sem kunna að meta þá, sér í lagi
stelpuskjátur á aldrinum 10 til 14
ára. Sem dæmi um vinsældir
þeirra má nefna að þeir fylltu
Madison Square Garden fjórum
sinnum í röö, eitthvað í kringum
80.000 manns, sem er ekki svo lítiö
afrek og hefur hingað til einungis
verið á færi meiri manna eins og
Bruce Springsteen, Flton John og
Kolling Stones.
Litið sem ekkert het'ur heyrst
ul þeirra her a landi og ekki eru
miklar líkur til þess t nainni fram-
tíð. I ljósi þessara staðreynda
látum við þetta nægja að sinni um
þessa puerto nkönsku Jackson
five.
60 Vákan 24. tbl.