Vikan


Vikan - 14.06.1984, Blaðsíða 35

Vikan - 14.06.1984, Blaðsíða 35
Draumar Rauðar perur — hvítt lakk Kæri draumráðandil Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig draum sem mig dreymdi fyrir stutiu. Hann er svona: Eg var íþorpi einu sem ég var í í sumar en það var allt öðruvísi. En samt vissi ég að ég var íþessu þorfii. Eg var hrifin af strák sem við skulum kalla X. Hann var alltaf að elta mig og ég sá hann alltaf með vini sínum, A. Eg var búin að labba um allt þorpið og A elti mig alltaf. Síðan fór ég yfir byggingu sem var verið að byggja. Eg hoþpaði niður af byggingunni og svo beygði ég mig niður og sá tvcer rauðar þerur eins og eru í vasaljósum. Eg var að skoða aðra þeruna þegar X kallaði á mig og ég leit upp. Þá var X á nær- buxunum og með hvítt lak utan um sig sem A var búinn að finna. Ég kallaði nafnið hans og spurði hvað hefði gerst. Hann sagði að hann hefði rifið sig á vírum í byggingunni og leit á A. Þá vaknaði ég. Eg vona að þú birtir þetta bréf. Með fyrirfram þökk. H. I þessum draumi er að finna vísbendingu um að fyrirætlanir þínar gangi ansi brösótt og þú verður að hafa andvara á þér ef þú átt ekki að gera einhverja meiri háttar vitleysu. En þrátt fyrir breytingar og tvísýnu koma einhverjar mjög góðar fréttir til með að skyggja alveg á skugga- hliðarnar og þú tekur von- brigðum létt því það skemmti- lega er einnig óvænt og þér mjög að skapi. Það getur verið að eitt- hvert mótlæti sé falið á bak við þetta góða sem íyrir þig kemur en þú lætur það ekki hafa mikil áhrif á þig og líklegast eru það vonbrigði annarra en þín. Þú tekur einhverja áhættu og ert hugrökk þegar á reynir. Nokkrir draumar Kæri draumráðandi. Hér eru nokkrir draumar sem mig vantar ráðningu á. Mér fannst ég vera stödd fyrir utan hús eitt og það var snjór á jörðinni. Ég gekk upp tröppurnar og kona, sem við skulum kalla T, opnaði dyrnar. Ég geng inn í stórt hol. Þá finnst mér ég vera komin með barn á handlegginn. Það var vanskaþað. Það var mjög dimmt og þegar ég geng holið á enda og inn í stofu hverfur barnið (það var í gulum fötum) allt í einu. Er ég geng áfram inn í stofuna og út í endann á henni þá er þar sófi sem maður situr í. Hann er í rauðri og hvítri skyrtu. Hann heitirX. Draumur nr. 2: Mér fannst ég vera stödd hér í eldhúsinu hjá mér og vera að horfa út um gluggann. Uti var allt á kafi í snjó, mér fannst ég horfa lengi á snjóinn en allt í einu byrjar að rigna og þá sá ég mikinn klaka. Það rigndi t gegn- um hann og ég sá í rauða mölina. Draumur nr. 3: Eg var í húsi einu og var að skoða myndir sem voru af vinum X, en ég þekkti þá ekki. Myndirnar voru þrjár. Eyrsta myndin var af karlmanni sem sat. Önnur myndin var af tveim körlum sem sátu og þetta var eins og í partíi'. Þriðja myndin var af kvenmanni sem var mjög alvarlegur (sorgmœddur). Hún var ein á myndinni og var í Ijósri blússu (off white) og það sást í svartar buxur eða þils. Hún heitir R. Mér brá mjög tnikið og var svolítið skrýtin er ég hélt á myndinni. Eyrirfram þökk. A.T. P.S. Viltu útskýra táknin í draumunum. í öllum draumunum koma fram tákn um hið góða og hið illa í lífinu. Snjór þykir boða gæfu, gengi og góðan fjárhag en hlákan í draumi nr. 2 bendir þó til veikinda og erfiðleika þegar snjórinn er að hverfa. Regnið í draumnum er ekki skilgreint nánar en það skiptir talsverðu máli hvort lygnt var eða hvasst. Því lygnara þeim mun farsælli endir. Vanskapaða barnið er, merkilegt nokk, tákn um eitt- hvert happ. Draumanafnið T bendir til að þú munir knýta vin- áttubönd við einhvern nýjan vin og það verði upphafíð að löng- um vinskap. I heild má telja fyrsta drauminn þann besta, miðdrauminn boða bæði gott og vont og þann seinasta nánari út- listun á þeim draumi. X hefur draumanafn sem hefur oft erfíðleika, jafnvel harðindi, í för með sér. R á hins vegar sigursæld í sínu nafni. I þriðja drauminum koma fram tákn (myndirnar) sem benda til þess að miðdraum- urinn fjalli einkum um ástir og þar eru bæði sigrar og ósigrar og stundum er það sem þú hefur barist mest fyrir ekki gott þegar fram í sækir og öfugt, en heldur eru nú heillatáknin yfirsterkari þegar allt er talið. Ef Best að fara snemma i háttinn. Það á að skjóta mig við sólarupprás. 24- tbl. Víkan 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.