Vikan


Vikan - 14.06.1984, Blaðsíða 23

Vikan - 14.06.1984, Blaðsíða 23
Jón Sigurðsson — árgerð 1944 ísland varð lýðveldi árið 1944. Ekki hlaut þjóðin hnossið átakalaust, baráttan fyrir fuilveldi og sjálfstæði landsins stóð í heila öld. Alþingi var endurreist og kom saman til funda 1845 og hafði Jón Sigurðsson, þingmaður ísfirðinga, forystu í þjóðmálabaráttu íslendinga frá þeim tíma. Danakonungur setti landinu nýja stjórnarskrá 1874 þar sem Alþingi var veitt löggjafarvald og fjárforræði. Sjálf- stæðisbaráttan hélt áfram og 1918 gerðu ísland og Dan- mörk með sér nýjan sáttmála þar sem ísland var viðurkennt fullvalda ríki í konungssambandi við Danmörku. Sam- kvæmt þessum sáttmála gat hvort ríkið um sig krafist end- urskoðunar á honum eftir árslok 1940 og ef ekki yrði gerður nýr sáttmáli mátti hvor aðili, ísland eða Danmörk, fella sambandslagasáttmála þennan úr gildi. Það gerðu íslend- ingar árið 1944 og völdu til þess afmælisdag Jóns forseta Sigurðssonar, 17. júní. Nafnið Jón Sigurðsson er með þeim þekktari á íslandi. Ef við lítum hins vegar í þjóðskrána frá 1. desember 1982 er þar aðeins að finna einn mann sem heitir Jón Sigurðsson og er fæddur á lýðveldisárinu 1944. Við leituðum nýlega til Jóns og forvitnuðumst um hagi hans og uppruna. Jón Sigurðsson, lýðveldisbarn- ið, er fæddur á Isafiröi 25. nóvem- ber 1944. Hann er sonur Sigurðar Guðmundssonar, sem er látinn, og Guðrúnar Eddu Jörundsdóttur sem býr í Kópavogi. Þau hjónin áttu alls níu börn og var Jón sá sjötti í röðinni. Nafnið hlaut Jón ekki vegna for- setans heldur var hann heitinn í höfuðiö á vini móðurafa síns, Jör- undar Ebenesarsonar. Jón og Jör- undur höföu lent í hrakningum uppi á heiði, Jörundur braust til byggöa að sækja hjálp en Jón var látinn þegar þeir komu aftur upp á heiðina. Sigurður og Guðrún Edda fluttu búferlum með fjölskylduna til Reykjavíkur árið 1952 vegna skorts á atvinnu á Isafirði. Þau bjuggu fyrst uppi á Vatnsenda en síöar í Borgartúni þar sem vinnu- veitandinn, Byggingarfélagið Brú, átti húsnæöi. Sigurður sá um bílaverkstæði fyrirtækisins. Jón Sigurðsson lauk skyldunámi og fór síðan aö vinna í Hamp- iðjunni. Um þetta leyti æfði hann fótbolta með knattspyrnufélaginu Fram en varð aö hætta af því að vaktavinnan leyföi ekki æfingar nema aðra hverja viku. Fyrir fimmtán árum flutti Jón til Hafnarfjarðar og hefur búið þar síðan ásamt konu sinni, Jó- hönnu Hannesdóttur. Þau hjónin eiga þrjú börn, Hannes Þór, sem er 17 ára, Guörúnu Erlu, 16 ára, þau eru bæði í skólanámi, og Arn- ar, sem er tveggja ára. Jón réð sig í vinnu hjá Bæjarútgerö Hafnar- fjarðar fyrir um 9 árum og starfar þarviðuppskipun. „Hann er góður félagsskapurinn hérna hjá Bæjarútgeröinni,” segir Jón Sigurðsson. „Þar var óhemju mikil vinna þar til fyrir um tveim árum, oft unniö um helgar. En þetta er allt farið að dragast sam- an.” Hjá Bæjarútgeröinni í Hafnar- firði var engin löndun í janúar og langt fram í febrúar. Vinnutíminn fór allt niöur í þrjá daga í viku og lítiö var borgað út annað en kaup- tryggingin. „Þaö er bónusinn sem lyftir kaupinu,” segir Jón, „dag- vinnan mín yfir árið mundi ekki duga fyrir sköttunum.” Jón og félagar vinna í bónus og eru talsverðar sveiflur á launa- tekjunum, allt frá 4000 krónum á viku upp í 8000 þessa dagana. Ekki gefa launin mikið svigrúm til að fjárfesta í eignum, fjölskyldan býr í leiguíbúö. „Mér líst ekkert voðalega vel á ríkisstjórnina,” segir Jón. „Þeir eru búnir að klípa ansi mikið af þeim sem minnst mega sín.” Hann segist neyta kosningaréttar- ins en ekki hafa önnur afskipti af stjórnmálum. „Ætli það komi nokkuö betra þótt þeir fari frá, ég held það sé sama hvaöa rassgat er á þessum stólum þarna niður frá.” Okkur fysir að vita hvort Jón, alnafni Jóns Sigurðssonar forseta, hafi kosiö Vigdísi. Jón svarar neit- andi en bætir við aö sér lítist mjög vel á hana sem forseta og mundi kjósa hana ef til kæmi. I tómstundum sínum frá upp- skipunarvinnunni sinnir Jón þessu venjulega á heimilinu og með fjölskyldunni. Þau kaupa DV í áskrift, lesa Vikuna endrum og eins, skreppa í bíó, á völlinn eða grípa í spennandi bók. En spila- mennska og veiðiskapur eru Jóni sérstök áhugamál. A boröinu á kaffistofunni hjá Bæjarútgerðinni liggur þvældur spilastokkur og Jón spilar líka með Bridgefélagi Hafnarfjarðar - en segist ekki nógu góður til að taka þáttíkeppni. Þau skreppa stundum saman, tvær fjölskyldur, að einhverju vatni í nágrenni Hafnarfjaröar, til Þingvalla eöa jafnvel upp á Arnarvatnsheiði til að gista í tjaldi og renna fyrir fisk. Krakkarnir hafa mikiö gaman af slíkum ferð- um. Jón segist hafa rennt fyrir lax, einu sinni fengið 6 laxa en öðru sinni komið heim með öngul- inn í rassinum. Jón Sigurðsson og fjölskylda feröast eingöngu innanlands í sumarfríum, fara oft norður og koma við hjá ættingjum. Jón tekur alltaf með sér veiöistöngina og oft tjalda þau við eitthvert vatnið. Laugardaginn 17. júní 1984 veröa þau reyndar á Akureyri... og ætla þau þá að halda upp á lýöveldis- daginn? Auövitaö ætla þau í skrúðgöngu með Arnarlitla...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.