Vikan - 14.06.1984, Blaðsíða 30
“LT Spennusaga
■Síminn
hrlngdí
þrisvar
Ég hringdi í Gagnfræðaskóla
Stevensons kl. 1:20 eftir hádegi og
talaði við Morrison skólastjóra.
Eg lagði vasaklútinn yfir sím-
tólið. „Þetta er ekkert grín. Það
springur sprengja í skólanum eftir
stundarfjóröung.”
Andartaksþögn varð og svo
sagði Morrison reiðilega: „Hver
er þetta?”
„Kemur þér ekkert viö. Ég er
ekki að gera aö gamni mínu.
Sprengjan springur eftir fimmtán
mínútur.”
Svo skellti égá.
Ég fór út af bensínstöðinni, yfir
götuna og inn á lögreglustöö. Ég
tók lyftuna upp á þriðju hæð.
Pete Torgeson, félagi minn, var
í símanum þegar ég kom inn.
Hann leit upp. „Þaö var hringt
aftur í Gagnfræðaskóla Steven-
sons, Jim. Morrison veröur að
tæma skólann aftur.”
„Náðiröu í sprengjudeildina?”
„Ég er að því.” Hann hringdi
og talaöi viö herbergi 121 og lét þá
vita.
Nemendur í skólanum voru
1800 og allir komnir út þegar við
komum. Kennararnir fóru eftir
fyrirmælum okkar í tvö fyrri
skiptin sem hótað hafði verið aö
sprengja skólann í loft upp og
héldu nemendunum í 200 metra
fjarlægðfrá húsinu.
Morrison skólastjóri var há-
vaxinn maður með grátt hár og
með umgerðarlaus gleraugu.
Hann fór frá kennurunum og gekk
til mín. „Þaö var hringt á
mínútunni kl. l:20,”sagöi hann.
Sprengjudeildarbíllinn og lög-
reglubílarnir tveir námu staðar
fyrir aftan bílinn okkar.
Dave sonur minn hékk við girð-
inguna ásamt nokkrum félögum
sínum. Hann veifaði til mín.
„Hvað er að, pabbi? Önnur
sprengjuhótun?”
Ég kinkaöi kolli. „Og vonandi
ekki annað en ógnunin núna.”
Dave glotti. „Sama er mér. Við
áttum að fara í sögupróf. ”
Morrison hristi höfuðið. „Élest-
um nemendunum líkar ágætlega
aöfá óvænt frí.”
Éleiri menn komu frá lögreglu-
stöðinni og viö byrjuðum að leita í
skólahúsinu. Viö vorum búnir kl.
2:30 og ég fór til Morrisons. „Enn
eitt gabbið. Við fundum ekki
neitt.”
Morrison sendi nemendurna í
bekkina og fór meö okkur Torge-
son til skrifstofu sinnar.
„Þekktirðu röddina?” spurði
Torgeson.
Morrison settist við skrifborðiö.
„Nei, hún var óskýr eins og áöur.
En þetta var karlmannsrödd. Það
veit ég með vissu.” Hann and-
varpaði. „Ég er að láta skoða
mætingaskrárnar. Eruð þið vissir
um að þetta sé einhver nemend-
anna?”
„Það er yfirleitt þannig,” sagöi
Pete. „Strákur hatast viö einn
kennarann eða allan skólann af
því að hann fær lága einkunn.
Hann notar þessa leið til að hefna
sín — eða honum finnst þetta
bráðfyndið.”
Mætingaskrárnar komu til
Morrisons. Hann leit á þær og rétti
okkur svo. „Níutíu og einn fjar-
verandi. Þaðer venjulegt.”
Við Pete litum á nöfn þeirra
sem fjarverandi voru. Ég vissi aö
nafn Bob Fletcher yrði þar en það
skipti engu. Ég vonaði að Lester
Baines hefði mætt ískólann.
„Fletcher er hér,” sagði Pete.
„En hann kemur auðvitað ekki til
greina.” Hann leit aftur á listann.
„Og Lester Baines er fjarver-
andi.” Hann leit yfir hina og
brosti. „Það er bara Lester
Baines. Hann er okkar maður.”
Morrison lét sækja kennara-
skýrslu um Lester. Hann hristi
höfuðið og sagði: „Hann er
sautján ára. Engin hegöunar-
vandamál, en hann er oft fjarver-
andi. Hann féll í tveimur greinum
ásíðustu önn.”
Pete leit yfir öxlina á
Morrison. „Þekkiröu hann?”
Morrison brosti dauft. „Nei.
Skólastjóri þekkir færri nemendur
en nokkur kennari.”
Torgeson kveikti í vindli.
„Þetta eru úrslitin, Jim. Reyndu
aðvera glaðlegri.”
Ég reis á fætur. „Það er ekkert
gaman að vita dreng komast í
vandræöi.”
Við ókum heim til Baines. Hann
bjó í venjulegu tveggja hæða húsi
eins og aðrir við götuna.
Baines var hávaxinn og blá-
eygður. Brosið hvarf af vörum
hans um leið og hann opnaði.
„Komnir aftur?”
„Okkur langar að tala viö son
þinn,” sagði Pete. „Lester kom
ekki í skólann í dag. Er hann
veikur?”
Augnaráö Baines varð flökt-
andi og hann spurði: „Hvers
vegna erspurt?”
Pete brosti dauflega. „Af
sömu ástæðu og síöast. ”
Baines hleypti okkur hikandi
inn. „Lester fór í apótekiö. Hann
kemur bráðum.”
Torgeson settist í sófann. „Er
hann veikur?”
Baines pírði á okkur augun.
„Hann er kvefaður. Mér fannst
rétt aö hafa hann heima í dag. En
hann gat skroppið í apótekið.”
Pete var sakleysislegur á
svipinn. „Hvar var strákurinn
klukkan hálfellefu í morgun?”
„Hér,” hvæsti Baines. „Og
hann hringdi ekki neitt.”
„Hvernig veistu það? ”
„Ég á frí í dag og var heima hjá
Lester.”
„Hvarer konanþín?”
„í búðum, en hún var heima
klukkan hálfellefu. Lester hringdi
ekki neitt.”
Pete brosti. „Það vona ég. En
hvarvar Lester kl. 1:20?”
„Hér,” svaraði Baines aftur.
„Við hjónin getum lagt eið að
því.” Hann yggldi sig. „Var hringt
tvisvarídag?”
Jack Ritchie
Pete kinkaði kolli.
Við sátum þarna og biðum.
Baines ók sér í stólnum og stóö svo
á fætur. „Ég verð fljótur. Ég þarf
að líta á gluggahlífarnar uppi.”
Pete horfði á hann ganga út og
leit svo á mig: „Þú lætur mig um
aðtala, Jim.”
„Það þarf ekki tvo menn í
svona, Pete.”
Hann kveikti í vindlinum. „Nú,
þetta er í lagi. Við veröum ekki
andvaka af þessu.” Hann tók upp
símann á borðinu viö hliðina á sér
og hlustaði. Eftir smástund tók
hann fyrir tólið. „Baines er í
innanhússsímanum. Hann hringir
um allt. Hann veit ekkert hvar
sonur hans er.”
Pete hlustaði um stund og brosti
svo. „Núna er hann að tala við
konuna sína. Hún er í kjörbúðinni.
Hann var aö segja henni frá
okkur. Hún á aö segja að Lester
hafi verið heima í allan dag og
ekkert hringt.”
Ég horföi út um gluggann þeg-
ar ljóshæröur unglingur kom að
húsinu.
Torgeson sá hann líka og lagði
símann frá sér. „Þarna kemur
Lester. Reynum aö ná í hann áður
en pabbi hans kemur niöur. ”
Lester Baines var sólbrúnn og
hélt á handklæði undir handleggn-
um. Hann varð alvarlegur á
svipinn þegar hann kom inn og sá
okkur.
„Hvar varstu í dag, Lester?”
spurði Pete. „Við vitum að þú
varst ekki í skólanum.”
Lester kyngdi. „Ég var slappur
í morgun og ákvaö að vera
heima.”
Pete benti á handklæðið undir
handlegg hans. „Er blaut sund-
skýla inniíþví?”
Lester roðnaði. „Ja — mér leið
betur um níuleytið í morgun.
Kannski var ég ekki með kvef. Ég
á við, kannski var þetta ofnæmi
eða eitthvaö svoleiðis.” Hann
andaði djúpt að sér. „Svo að ég á-
kvað að fara í sund og sólbað.”
„Varstu þar í allan dag? Aldrei
neitt svangur?”
„Ég tók samlokur með mér. ”
„Með hverjum fórstu? ”
„Ég fór einn.” Hann virtist
eirðarlaus. „Varhringtaftur?”
Pete brosti. „Hvers vegna
fórstu ekki í skólann eftir matinn
ef þér var batnað?”
Lester fitlaði við handklæðiö.
„Ég ætlaöi að fara en svo var
klukkan allt í einu orðin eitt og þá
var ekki til neins aö fara heim.”
Hann sagði aumingjalega. „Ég
ákvað aö synda dálítið meira.”
30 Vikan 24. tbl.