Vikan - 14.06.1984, Blaðsíða 61
KYSSARARNIR
Texti: Höróur
Þaö var á síðastliðnu hausti aö
út spurðist að hin gamla, góða
Kiss væri að leggja upp laupana.
Kkki var laust viö aö margir yröu
hryggir við þessa fregn en eins og
allir vita er Kiss ein besta barna-
pia sem til er. Vitað er um hús-
móður í Breiðholti sem haföi ekki
efni á videotæki fyrir börnin sín en
keypti þess i stað allar Kissplötur
sem út hafa komið. Þegar hún svo
þurfti að bregöa sér frá dró hún
þær fram, kenndi krökkunum á
grammófóninn og lét síðan ekki
sja sig fyrr en seinna þann dag.
Þegar hún kom svo heim sátu
börnin öll saman í friöi og spekt
fyrir framan hátalarana í hrein-
um og klárum transi og hlustuöu á
goðin. Blessað ungviöiö hafði ver-
ið svo bergnumið af tónlistinni að
gleymst hafði að fara á klósettiö
allan daginn og varð því mikill
iéttir þegar mamma kom og
slökkti. Þessi stutta saga sýnir
betur en margt annað hve mikiö
gildi Kiss hefur í hugarheimi
yngri kynslóðarinnar.
Eins og áöur sagði var uppi orö-
rómur um niðurlagningu hljóm-
sveitarinnar og hann fékk byr
undir báöa vængi þegar platan
Lick It Up kom ut þar sem þeir fe-
lagar höfðu skrapað af sér máln-
inguna og sáust allir eins og þeir
voru í raun réttri utan á plötuum-
slaginu. Síöan þá hefur, eins og
orðrómurinn gerði ráð fyrir, lítið
heyrsttilþeirra.
Nýjustu frettir herma þo að allt
þetta tal um að hljómsveitin sé að
hætta sé ekki rétt. Von er á plötu
meö henni þegar líða tekur á
sumarið og þá mun hún einnegin
vera komin með nýtt „image".
Því geta barnapiur og aörir, sem
þurfa að roa krakka, andað léttar.
Hér innan um þessi orö eru svo
nokkrar myndir af þeim Kyssur-
um á hinum ýmsu skeiöum lífdaga
sinna, svona rétt til aö minna á
hvernigþeirlitunúut.
Nú mun hefja göngu sína nýr þáttur hér á poppsíðum Vikunnar. Eins
og nafnið gefur til kynna samanstendur hann af smáum myndum af hin-
um og þessum sem einhverra hluta vegna teljast merkilegri en aðrir. Sá
sem ríður á vaðið er enginn annar en Shakin’ Stevens, sá mikli mæðra-
vinur og rokkabillíhöfðingi. Nafni hans hefur oft verið snúið á íslensku
og þá er hann kallaöur Stebbi hristingur en þegar hitnar í kolunum á
hljómleikum hans er reyndar miklu meira við hæfi að kalla hann Stebba
titring eða jafnvel Stebba kreisting. Hvað sem öllum nafngiftum og
leikjum líður var Stebbi skíröur Michael Barrett. Það hefur sennilega
gerst stuttu eftir fæðingu hans sem átti sér stað 4. mars 1948 í Cardiff í
Wales. Hann var yngstur ellefu systkina og fljótlega tók að bera á því að
drengurinn var óvenju liðugur í hnjánum og varð það eflaust þess vald-
andi að hann lagði rokkabillíið fyrir sig, en eins og allir vita þá útheimtir
slik tónlist mikla snúninga á þeim líkamshlutum.
Húsmæður til sjávar og sveita og dætur ykkarl Klippið þessa mynd út
og gerið ykkur greiða með því að hengja hristinginn ykkar hvar sem þið
viljið, til dæmis á ísskápinn, og lýsið upp gráan hversdagsleikann um
leið og þið bætið heilsuna því að eins og allir vita er ekkert hollara hjart-
anu en nokkur heljarstökk.
24. tbl. Vikan 6x