Vikan


Vikan - 14.06.1984, Side 26

Vikan - 14.06.1984, Side 26
L3 Daglegt líf hjá Dóru „Erþað ekki voða Texti: Dóra Stefárssdóttir Teikning: Hólmfríður Benediktsdóttir Eg stóö við barinn á einu af óteljandi veitingahúsum Kaup- mannahafnar, haföi pantaö mér bjór og var að tala viö þjóninn. Skyndilega var sagt við hliöina á mér: „Ertunorsk?” Ég sneri mér við og reyndi aö ljóma. Vinkona mín, sem hefur búiö hér í sjö ár, segir aö þaö sé eina ráðið og oft dugi það, en aö vísu stundum ekki. „Nei, ég er ís- lensk.” Þaö dugöi ekki. „Islensk. Já. Er ekki alveg hræöilega kalt á Is- landi?” Ég stundi í huganum en reyndi aö brosa um leið og ég fór meö staðreyndina. „Nei, þaö er hærri meðalhiti í Reykjavík en bæöi í New York og Vín.” Reyndi aö gleyma á meöan öllum þeim ótal skiptum sem ég haföi orðiö aö moka bílinn minn út úr snjóskafli á vetrum og öllum þeim ótal sumrum sem ég mundi aö drukknað höfðu í rigningu. Maöurinn virtist trúa þessu. En hann var ekki af baki dottinn. „Þaö hefur verið alveg óskapleg veröbólga þarna, er þaö ekki? Ég las um daginn í viötali við forsætisráöherrann ykkar í Information að hún heföi verið 159 prósent. Þaö hlýtur aö hafa verið alveg hryllilegt.” „Þetta er nú ekki alveg rétt. Verðbólgan varð ekki svona mikil. Og núna er hún komin niöur fyrir 10 prósent,” sagöi ég og reyndi á meöan að biöja Steingrím afsök-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.